Jólakvöld - 01.12.1928, Side 5

Jólakvöld - 01.12.1928, Side 5
Ástgjöf kærleikans. J óJahuglei ðing eftir Þorgr. V. Sigurðsson, stud. theol. fSvo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn«. Jóh. 3, 16. Hvað er elskunni æðra? Hvað er kærleikanum kröftugra? Tign hans og máttur er mannheimi kunnur. Og þó er mannleg elska sem endurskin eitt af kærleika guðs. Þrent er í kærleikanum eitt: sá sem elskar, sá sem elskaður er og gagnkvæm elska. An gagnkvæmrar elsku er kærleikurinn ekki fullkomnaður. Allur kærleiksvottur stefnir að því, að sá sem elskaður er, verði sér kærleika þess er elskar meðvitandi og and- svar elskunnar bergmáli í brjósti hans. En kærleikurinn kallar, þótt bergmálið bresti, hann gefur þótt gjöfin sé fótum troð- in. Kærleikurinn gefur, hann gefur sjálfan sig, hann leggur sjálfan sig í gjöf sína. Gildi sitt öðlast gjöfin fyrjr það, að hún er þeim, er þiggur, vottur kærleika þess er gefur. Astgjöf kærleikans verð- ur aldrei metin. Guð er sá sem elskar, því að hann er kærleikur. Vér menn- irnir erum elskaðir af guði. Og guð gaf mannkyninu gjöf til þess að birta því kærleika sinn, til þess að vekja kærleika þess. Kær- leikur guðs krefst kærleika manna. Hve dýrleg hugsun: án þess að elska mannanna til guðs sé vakin er eðli guðs ekki fullnægt. Hvílíkt fagnaðarefni syndugu mannkyni, að því er fyrirbúið kær- leikssamfélag við guð. Guð gaf oss mönnunum gjöf, og hann lagði sjálfan sig í gjöf sína, svo að þeim, er hana þiggja, uppljúkast augu fyrir guði sjálfum. — Og orðið varð hold og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika. Jesús Kristur kom í heiminn til 3

x

Jólakvöld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.