Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 35
35 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags út eins og stór stallur sem hvílir á jöklinum. Ísinn undir urðinni, sem rís hærra en jökullinn umhverfis, var orðinn um 16 milljón m3 árið 2011 eða um 14 milljón tonn. Þetta samsvarar nærri þrefaldri þyngd urðarinnar sem hvílir ofan á. Í áðurnefndri grein um berg- hlaup ið sem birtist í Náttúrfræð- ingn um er áætlað að ísstallurinn undir urðinni sé um 33 milljónir m3 eða tæplega 28 milljónir tonna sumarið 2011. Höfundar gera ráð fyrir að ísstallurinn hafi að jafnaði verið 44 m þykkur. Slíkt er fjarri sanni. Mælingar í júní og september 2011 sýndu að ísinn undir urðinni var afar misjafn að þykkt, allt frá 6–15 m efst upp í um 35 m að meðaltali neðst. Þetta kemur einnig greinilega fram á ljósmyndum. Reikna má með að meðalþykktin hafi verið um 22 m sem gefur um 16 milljón m3. Halli jökulsins við skriðuurðina fremst er um 5,5° sem þýðir að fyrir hverja 100 m sem jökullinn skríður fram lækkar yfirborð hans um 9,6 m að jafnaði. Framjaðar urðarinnar gekk fram um 406 m frá maí 2007 til september 2011. Á þessu tímabili varð ísstallurinn undir framjaðrinum 35 m hár. Samkvæmt því hefur ísinn undir urðinni þynnst um 15 m á tímabilinu. Þetta samsvarar u.þ.b. 25 mm bráðnun á dag yfir bráðn- unartímabilið á sumrin samanborið við 80 mm bráðnun íssins á dag utan urðarinnar en þar er heildar- bráðnunin um 50 m á þessu tímabili. Sambærileg dæmi um einangr- unar áhrif skriðuurðar á jökulís eftir berghlaup má finna víða. Þegar þrjú berghlaup féllu á Black Rapids- skriðjökulinn í Alaska árið 2002 var urðin að jafnaði um 2 m á þykkt. Jaðr ar hennar voru vel afmarkaðir líkt og á Morsárjökli. Jökullinn um hverfis bráðnar hraðar en undir skriðunni og árið 2009 var jökul- stall urinn undir skriðunni orðinn nærri 20 m hár (19. mynd).16 Þetta svarar til tæplega 3 m á ári sem er töluvert minni munur en á Morsár- jökli. Morsárjökull þynnist frá ári til árs til viðbótar við þá þynningu sem fylgir framskriði jökulsins. Mest er þynningin fremst en minni ofar og ekki mælanleg þegar komið er upp í brekkurnar undir ísfossunum. Mælingar á árunum 2007 til 2011 benda til þess að fremst á jöklinum, í um 200 m hæð, nemi árleg þynning um 4 m. Um miðbik jökulsins, í um 350 m hæð, er hún um 2,5 m og í 480 m hæð er hún aðeins um 0,5 m. Skriðhraði Morsár- jökuls og ferðalag skriðuurðarinnar Þar sem skriðuurðin hvílir vel afmörkuð á yfirborði Morsárjökuls gefst gott tækifæri til að fylgjast með ferðalagi hennar með jökl- inum. Hægt er að kortleggja breyt- ingar á útlínum hennar og skrið- hraða jök uls ins. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2012 var öll útlína urðarinnar mæld í 6 skipti. Fremur litlar breyt ingar hafa orðið á lögun urðarinnar. Lengd hennar hefur mælst á bilinu 1.366–1.380 m og hámarksbreidd 575–610 m. Breyt- ingar á lögun henn ar milli ára eru sýnar á 20. mynd og í 1. töflu má sjá niðurstöður mælinga. Fylgst hefur verið með skriðhraða bæði efri og neðri jaðars urðarinnar. Mælingar einstakra tímabila gefa skriðhraða yfirborðs jökulsins sem svarar til 17,0–32,4 cm á sólarhring að jafnaði. Þetta er sambærilegur hraði (26 cm/sólarhring) og hópur frá Nottingham-háskóla mældi á tveggja vikna tímabili á sama stað á jöklinum árið 1953.6 Sumarið 2011 var neðri jaðar urðarinnar mældur bæði í byrjun og lok sumars, 13. júní og 22. september. Þær mælingar gefa að skriðhraðinn hafi verið 32,4 cm á sólarhring að jafnaði yfir sum arið. Frá 22. september 2011 og fram til 29. apríl 2012 skreið jökullinn fram um 17 cm á sólahring að meðal tali. Samkvæmt þessu er nokk ur munur á hraða jökulsins milli sumars og veturs. Þegar líða fer á júnímánuð tekur leysingarvatn undan Vatnajökli að falla niður við báða ísfossana. Þetta eru vatnsmiklir fossar, sérstaklega við vestari ísfoss inn. Leysingarvatnið 19. mynd. Berghlaupsurð á Black Rapids-skriðjöklinum í Alaska. Hlaupið varð í kjölfar jarðskjálfta sem var 7,9 stig þann 3. nóvember 2002. Urðin er 2 m þykk. Líkt og á Morsárjökli bráðnar ísinn undir henni hægar. Myndin er frá 2009 en þá var ísstallurinn undir urðinni orðinn 20 m hár. Þykkt urðarinnar er vel merkjanleg í stálinu fyrir miðju. – Debris from a rock avalanche on the Black Rapids Glacier in Alaska. The avalanche was caused by an earthquake of magnitude 7.9 on November 3 2002. Just as on Morsárjökull the ice below the debris melts at a slower rate. The image is from 2009 and at that point the ice below the debris was 20 heigher than the surrounding ice. The thickness of the debris is clearly visible in the center of the image. Ljósm./Photo: John J. Clague.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.