Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 5
5 Bókasafnið 39. árg. 2015 RDA í dyragættinni Ákveðið hefur verið að innleiða RDA reglurnar á Íslandi og taka þær í notkun í Gegni, samskrá bókasafna á Íslandi, til að fylgja alþjóðlegri þróun. Þann 2. febrúar 2015 var ákvörðun um innleiðingu RDA á Íslandi staðfest. Meginábyrgð á ákvörð- uninni ber Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sem lögum samkvæmt ber að stuðla að þróun starfshátta bóka- safna á Íslandi. Í stefnu safnsins fyrir árin 2013–2017 er gert ráð fyrir nýju skráningarumhverfi árið 2016. Aðdragandi ákvörðunar um innleiðingu fólst að öðru leyti í undirbúningi og áætlanagerð á vegum skráningarráðs Gegnis, starfsmanna Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Landskerfis bókasafna. Skráningarráð reið á vaðið um skipulagningu innleiðingar- innar hér á Íslandi að beiðni landsbókavarðar. Það lagði fram drög að innleiðingaráætlun, skipaði innleiðingarteymi og fleiri vinnuhópa. Vinna við innleiðinguna hófst formlega 1. janúar 2015. Þá tók innleiðingarteymið við umsjón verkefnis- ins og jafnframt tók til starfa verkefnisstjóri í hálfu starfi til eins og hálfs árs. Áætlað er að innleiðingu ljúki í maí 2016. Form- legur innleiðingardagur táknar að frá og með þeim degi verði allar frumskráðar bókfræðifærslur í Gegni samkvæmt RDA. Í byrjun árs 2015 tók til starfa kennarateymi en þýðingarteymi hóf störf nokkru fyrr. Skráningarráð skipaði í þessi teymi og munu þau sjá um helstu verkefni við innleiðingu RDA ásamt kerfisteymi á vegum Landskerfis bókasafna. Fjárhagslega ábyrgð á verkefninu ber Landsbókasafn Íslands – Háskóla- bókasafn. Landsbókavörður gekkst fyrir stofnun stýrihóps verkefnisstjóra til halds og trausts við veigamiklar ákvarðanir. Stýrihópurinn er skipaður landsbókaverði, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna, borgarbókaverði og formanni skrán- ingarráðs Gegnis. Verkefnisstjórinn, Magnhildur Magnúsdóttir, heldur utan um verkefnið og upplýsingar sem tengjast því, sér til þess að gögn verkefnisins séu aðgengileg þeim sem á þurfa að halda, er tengiliður milli hópa og veitir upplýsingar um verkefnið. Vegna nýrra hugtaka og breyttrar orðanotkunar miðað við eldri reglur er verkefni þýðingarteymis að sjá til þess að grunnhugtök verði þýdd á íslensku og meta umfang frekari þýðinga. Afraksturinn mun birtast á vef Handbókar skrásetj- ara Gegnis eins og aðrar upplýsingar sem tengjast skráningu samkvæmt RDA. Kennarateymi ber ábyrgð á, skipuleggur og stendur fyrir kennslu og þjálfun í RDA skráningu fyrir skrásetj- ara Gegnis. Það sér einnig um að útbúa kennsluefni á íslensku. Til að undirbúa kennarateymið hefur meðal annars verið leit- að eftir erlendri sérfræðiráðgjöf. Þar er bæði um að ræða heimsóknir á söfn sem eru búin að innleiða RDA og fenginn erlendur sérfræðingur í RDA til landsins. Á fyrri hluta árs 2016 er ráðgert að halda námskeið fyrir starfandi skrásetjara um skráningu samkvæmt RDA. Þessi námskeið eru forsenda þess að skrásetjari viðhaldi skráningarheimild sinni í Gegni. Lands- kerfi bókasafna ber ábyrgð á verkefnum kerfisteymis. Hlut- verk þess er að tryggja kerfislega undirstöðu Gegnis og sjá til þess að reglurnar og kerfið vinni sem best saman. Að innleiðingunni koma að auki skráningarráð Gegnis, gæðahópur Gegnis og ritstjórn Handbókar skrásetjara Gegn- AACR2 Um aðgang bókasafna, stofnana og einstaklinga að erlendum og innlendum gagnasöfnum : skýrsla nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins / [Sólveig Þorsteinsdóttir ... [et al.]]. - Reykjavík : Menntamálaráðuneytið, apr. 1999. - 37 s. : töflur ; 30 sm Gagnagrunnar ; Bókasöfn ; Skýrslur Sólveig Þorsteinsdóttir 1947 ; Menntamálaráðuneytið RDA Um aðgang bókasafna, stofnana og einstaklinga að erlendum og innlendum gagnasöfnum : skýrsla nefndar á vegum menntamálaráðuneytisins / Sólveig Þorsteinsdóttir, Jón Þór Þórhallsson, Andrea Jóhannsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir. - Reykjavík : Menntamálaráðuneytið, apríl 1999. - 37 bls. : töflur ; 30 sm Gagnagrunnar ; Bókasöfn ; Skýrslur Sólveig Þorsteinsdóttir 1947 ; Jón Þór Þórhallsson 1939 ; Andrea Jóhannsdóttir 1947 ; Sigrún Magnúsdóttir 1950 ; Menntamálaráðuneytið AACR2 Halldór Laxness 1902-1998 Salka Valka / Halldór Laxness. - [5. útg.]. - Reykjavík : Vaka-Helgafell, 1989. - 453 s. ; 21 sm. - 1. útg.: 1931-1932 Skáldsögur ; Íslenskar bókmenntir RDA Halldór Laxness 1902-1998 SALKA VALKA / HALLDÓR LAXNESS. - 5. útgáfa. - Reykjavík : Vaka-Helgafell, 1989. - 453 bls. ; 21 sm. - 1. útgáfa: 1931-1932 Skáldsögur ; Íslenskar bókmenntir Tvö dæmi um skráningu, annars vegar samkvæmt AACR2, hins vegar samkvæmt RDA. Þegar höfundar eru fleiri en þrír er heimilt að greina þá alla samkvæmt RDA. Upplýsingar um höfunda má greina án hornklofa þótt þær komi ekki fram á titilsíðu. Skammstafanir eru að mestu aflagðar, nema mælieiningar og nokkur orð sem hefð er fyrir að skammstafa í íslensku. Bls. er til dæmis hefðbundin skammstöfun fyrir blaðsíður og verður tekin upp í stað s. fyrir síður sem notað hefur verið í Gegni. Texta á titilsíðu með hástöfum er heimilt að taka þannig upp samkvæmt RDA. Hvort svo skuli gert í Gegni er meðal þess sem er háð ákvörðun skráningarráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.