Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016FRÉTTIR Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Á klukkustundunum eftir að breskir kjósendur höfðu ákveðið að ganga úr ESB skapaðist tómarúm þar sem stjórnmálamenn hefðu átt að ganga fram fyrir skjöldu. David Cameron sagði af sér sem forsætisráðherra. Þeir sem þóttu líklegir til að verða arftakar hans héldu sig í skuggunum á meðan þeir mátu stöðuna. Sigur- reifir útgöngusinnar frumsýndu sinn óræða svip sem þeir hafa haldið síð- an. Ekkert heyrðist frá fjármála- ráðherranum George Osborne. Meira að segja fulltrúi Bretlands í framkvæmdastjórn ESB byrjaði að undirbúa afsögn sína. Í þessu dimma og drungalega tómarúmi birtist Mark Carney með ræðupúltið að vopni og barítónrödd sem helst minnti á Morgan Freeman í hlutverki hughreystandi Banda- ríkjaforseta í stórslysamynd. Banka- stjóri Englandsbanka tilkynnti að 250 milljarðar punda yrðu til taks fyrir fjármálastofnanir á meðan þær löguðu sig að „viðburðum dagsins“. Það kallar á töluverða leikni að reyna að gera lítið úr stóráfalli og grípa í sömu andrá til umfangsmik- illa viðbragðsaðgerða. Þegar gagnrýnendur ESB saka Carney um að hafa stigið inn á hið pólitíska svið, þá hafa þeir nokkuð til síns máls. Því það var hann sem greip til þeirra brýnu aðgerða sem þörf var á svo að koma mætti á stöð- ugleika í landinu – eitthvað sem stjórnmálamenn eiga að hafa vit á að gera sjálfir. Fyrir þetta uppsker hann gagnrýni frá mönnum á borð við Daniel Hannan og Michael Gove; íhaldsmönnum af rómantísku sort- inni sem kann að vanta þá faglegu hagfræðiþekkingu sem seðlabanka- stjórinn býr yfir, en eru samt alltaf reiðubúnir að róa markaðinn með nokkrum hlutdrægum orðum í bundnu máli eða óljósum tilvitn- unum í káputextann á Leiðinni til ánauðar. Hverjir verða næstir? Ef spár Englandsbanka um efna- hagsvöxt á fyrsta ársfjórðunginum eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna reynast hafa verið rangar (ólíkt spám bankans um að sterlings- pundið myndi veikjast, „hugsanlega skarplega“), þá væri það að hluta til því að þakka hvernig bankinn brást við. Carney hefur varið sumrinu í að slökkva elda sem aðrir kveiktu. Á sama tíma sveik Gove vin sinn Boris Johnson í baráttunni um leiðtoga- sæti Íhaldsflokksins. Hver hefur sitt lag á að þjóna fósturjörðinni. Það sem gerir árásirnar á Carney svona óhugnanlegar er ekki að þær myndu leiða til þess að hann segði af sér í bræði. Sagt hefur verið að hon- um hafi hugnast að gegna starfinu áfram til 2021. Jafnvel þótt hann myndi kjósa að framlengja ekki skipunartíma sinn árið 2018 þá myndi það flokkast sem frekar öguð brottför. Nei – það sem veldur áhyggjum er hvað árásirnar segja um það sem koma skal. Carney er bara sá fyrsti til að fá yfir sig þessa plágu, fyrsta fórnarlamb „réttlætis sigurvegarans“ sem mun halda áfram að breiðast út á meðal fleiri opinberra starfsmanna sem voru ekki samvinnuþýðir í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar, eða sem gætu hentað sem blórabögglar ef hlutirnir þróast ekki á réttan veg. Þunginn á fjármálaráðherra Við ættum að hafa áhyggjur af framtíð Philip Hammond, svo að eitt nafn sé nefnt. Því meira sem fjár- málaráðherrann fjasar um harða út- göngu Bretlands úr innri markaði ESB, því fjandsamlegri verða fyrir- sagnir fjölmiðla í hans garð. Því minna sem hann daðrar við þann möguleika að slaka á peningastefn- unni, sem útgöngusinnar gáfu í skyn að mætti eiga von á, því harkalegri gagnrýni þarf hann að sitja undir úr öllum áttum. Allir fjármálaráðherrar þurfa að geta neitað óskum kollega sinna um meiri peninga, rétt eins og sá sem vinnur í lottóinu þarf að fást við beiðnir þurfalinga, en núna er meira í húfi. Trúverðugleiki þess að útganga Bretlands úr ESB hafi verið fjárhagslega jákvæð ákvörðun hvílir á atburðum eins og þegar Hammond mun gefa haustskýrslu sína um stöðu og stefnu ríkissjóðs þann 23. nóvember. Þegar í ljós kemur að þjónustustofnanir ríkisins synda ekki í seðlum þá mun fólk segja: „Ef við bara hefðum útgöngusinna í fjár- málaráðuneytinu. Ef við bara hefð- um einhvern sem væri að leggja sitt af mörkum til að Bretland sigri.“ Frá því 1997 hefur aðeins einn annan fjármálaráðherra vantað alla þrætugirni og skort ráðgjafa sem myndu ekki láta sitt eftir liggja í götuslagsmálum ef þeir þyrftu. Það var Alistair Darling sem fékk yfir sig eld og brennistein sinnar eigin ríkisstjórnar fyrir að segja að kreppan árið 2008 gæti orðið nokkuð slæm. Hammond ætti að hafa þetta í huga, og byrja að búa sig undir það versta. Fyrirtæki í skotlínuna Við ættum líka að hafa áhyggjur af fyrirtækjunum, sérstaklega þeim erlendu, sem þurfa að hækka hjá sér verð næsta ár og þarnæsta, til að vega á móti veikingu sterlings- pundsins. Munum að Carney er frá Kanada og er því ekki í alvörunni út- lendingur í augum þessa söfnuðar á hægriarmi stjórnmálanna, sem trúir því að menningarheimur enskumæl- andi manna sé í alvörunni til. Dugði það samt ekki til að honum yrði hlíft við árásunum. Ímyndum okkur hvað gerist þegar þýsk lágvöruverðs- verslun eins og Aldi eða Lidl byrjar að hækka verðið á nauðsynjavöru. Það mætti semja handritið að her- ferðinni gegn þeim strax í dag. Það þarf ekki meira en nokkrar ræður þar sem ráðist er á tiltekin fyrirtæki til að almennur ótti byrji að skjóta rótum. Ef maður skyldi halda að ráð- herrar muni grípa til varna fyrir þessi fyrirtæki í nafni hins frjálsa markaðar, þá væri maður óttalegur sakleysingi. Árið 2012 eltu dag- blöðin bankamanninn Stephen Hester á röndum til að knýja hann til að afsala sér kaupauka sem greiddur var fyrir að hreinsa upp rýrnaðar eignir sem aðrir höfðu hlaðið upp. Ríkisstjórn sem var ekki jafn hentistefnusinnuð að eðlisfari og sú sem núna er við völd stóð að- gerðalaus hjá. Árið 2013 var helsta hitamálið í pólitíkinni tillaga þess efnis að setja þak á rafmagnsverð þrátt fyrir hækkandi fram- leiðslukostnað. Það sem koma skal Enginn ætti að vorkenna Carney. Hann býr í London þar sem hann fær greidd rausnarleg laun frá hinu opinbera og hann tók að sér starfið vitandi hversu mikill ofsi einkennir breska stjórnmálamenningu. En aðrir ættu að líta á þá meðferð sem hann hefur sætt sem fyrirheit um frekari árásir. Sumir (en ekki allir) útgöngusinnar sjá svikara í öllum hornum og eru ólmir í að láta þá kenna á því. Ofsóknaræði þeirra gef- ur til kynna að þeir geri sér ekki grein fyrir því að þeir fara núna með völdin í landinu. En tilburðir þeirra við að skelfa og ógna gefa til kynna að þeir viti fullvel hver það er sem núna ræður. Carney ekki síðasta skotmark útgöngusinna Eftir Janan Ganesh Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, hefur sætt töluverðum þrýstingi frá stjórnmálamönnum eftir Brexit-kosningarnar og telur greinarhöfundur það gefa vísbendingu um það sem koma skal. AFP Mark Carney seðlabankastjóri kemur af fundi með Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti 10 fyrr í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.