Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.2015, Blaðsíða 32
2 Ferðir - Kynningarblað Helgarblað 10.–13. apríl 2015 Fjölbreytt afþreying í boði Steinsstaðir ferðaþjónusta í Skagafirði H jónin Friðrik Rúnar Frið- riksson og Jóhanna Sig- urðardóttir hafa frá árinu 2004 rekið ferðaþjónustu að Steinsstöðum, 11 kíló- metra frá Varmahlíð í Skagafirði. Á Steinsstöðum má finna gisti- heimili, tjaldstæði, sumarhús, leik- tæki fyrir börnin, og sundlaug með heitum potti. „Staðurinn er mjög vinsæll fyrir ættarmót og það eru 22 ættarmót bókuð í sumar. Í miðri viku er meira um erlenda ferða- menn,“ segir Friðrik. Gistiheimilið er uppgerður skóli sem rúmar 35–40 manns. Herbergin eru 2–4 manna, þau eru samtals 16 og þar af 6 með snyrtingu. Borðstofa, setustofa og eldhús er í gistiheimilinu, ásamt frírri internettengingu. Umhverfið er hlýlegt og fallegt og skemmti- legar gönguleiðir í nágrenninu. Fjósið er gamalt útihús sem var nýlega breytt og allt tekið í gegn. Í því eru sex herbergi með snyrtingu, og rúma samtals 16 manns, og tveir salir, báðir með eldunaraðstöðu, annar rúmar 100 manns og hinn 70 manns. Sumarhúsið er einnig nýupp- gert, gamalt og notalegt sumarhús. Sumarhúsið er 2–3 manna með borðstofu, svefnherbergi, snyrtingu og eldunaraðstöðu. Á Steinsstöðum er boðið upp á morgunmat, hádegismat og kvöld- mat eftir óskum hvers og eins, ef pantað er með fyrirvara. Á Steinsstöðum eru einnig tvö góð tjaldstæði með inniaðstöðu: matsal, eldunaraðstöðu, snyrtingu, geymslu og fleira. Á Steinsstöðum er einnig bílaþvottaplan, heitt og kalt vatn, rafmagn í húsbíla og los- unarútbúnaður fyrir húsbíla. Góð samvinna er við aðila í nágrenninu sem bjóða upp á ýmsa afþreyingu og því næg af- þreying í boði fyrir þá sem hana vilja: „Við erum í tengslum við Viking rafting og hestaleigur í nágrenninu og það er paintball hérna,“ segir Friðrik. Friðrik nefnir að lokum að mikið sé um að tíundu bekk- ir úr skólum alls staðar að af landinu komi í útskriftarferð á Steinsstaði, fara nemendurnir í raft- ing, paintball, klettaklifur, sjóstöng, skotfimi, Drangeyjarferð og fleira. Það er ljóst að það er hægt að hafa nóg fyrir stafni að Steinsstöðum í Skagafirði. Frekari upplýsingar má fá í síma: 899-8762 netfang:steinstadir@sim- net.is. n Steinsstaðir Húnaflói Sauðárkrókur Hvammstangi „Fjórhjólaferðirnar eru okkar aðalsmerki“ Þórisstaðir: gisting, fjórhjólaferðir, veiði og fótboltagolf H jónin Elvar Grétarsson og Aðalbjörg Alla Sigurðar- dóttir, sem rekið hafa fjór- hjólaleiguna Snilldarferðir við miklar vinsældir síð- an 2012, tóku við rekstri Þórisstaða í Hvalfirði 1. apríl. Á Þórisstöðum er stórt og fjöl- skylduvænt tjaldsvæði sem liggur við Þórisstaðavatn. Tjaldsvæðið er með hreinlætisaðstöðu, rafmagn og þjón- ustu fyrir húsbíla. Þjónustumiðstöð Þórisstaða nefn- ist Kaffikot og er þar rekið kaffihús og boðið upp á léttar veitingar á góðu verði. Samkomusalur Þórisstaða, Fjárhúsið, er tilvalinn fyrir ættarmót, brúðkaup, starfsmannaskemmtan- ir og aðrar samkomur og tekur allt að 200 manns í sæti. Sértjaldsvæði er við Fjárhúsið. „Það eru aðeins ör- fáar helgar lausar í sum- ar,“ segir Elvar. Minni salur sem tekur 50– 70 manns er einnig á staðn- um, ásamt sumarbústað sem hægt er að leigja. Fjölbreytt afþreying er í boði og má nefna fót- boltagolf, veiði og fjórhjólaferðir. „Fjórhjólaferðirnar eru okkar aðals- merki,“ segir Elvar. Fjórhjólaleigan býr að átta tveggja manna Polaris- fjórhjólum. Meðferð hjólanna er kennd áður en lagt er af stað og all- ar ferðir eru með leiðsögn. „Á vorin og haustin er mikið um að fyrirtækjahópar komi til okkar og fari á fjórhjól og annað og sjá- um við einnig um mat, en grillað er fyrir mannskap- inn. Þetta er mjög vinsælt,“ segir Elvar. Þórisstaðir bjóða upp á nýj- ung sem vígð verður um hvíta- sunnuhelgina: fótboltagolfvöll. „ Reglurnar eru þær sömu og í golf- inu, en holurnar eru stærri og all- ir geta sparkað bolta, þó að þeir geti ekki spilað golf,“ segir Elvar. Hægt er að kaupa stangveiðileyfi í þremur stöðu- vötnum: Geita- bergsvatni, Þóris- staðavatni (Glammastaðavatni) og norðanverðu Eyrarvatni. Jafnframt er hægt fara í ratleiki og gönguferðir og einfaldlega njóta fjöl- breytts landslags og fuglalífs Hval- fjarðar. Á veturna er tjaldvagna- geymsla á Þórisstöðum og hægt að koma tjaldvögnum og fellihýs- um í geymslu. Fjórhjólaferðirnar eru í boði allt árið, en tjaldsvæði og samkomusalur frá 1. maí út september, allar nánari upplýsingar má fá í símum 431-1549 og 691-2272 eða með því að senda póst á snilldarferdir@gmail.com. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.