Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 70

Fréttatíminn - 15.04.2016, Page 70
70 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 15. APRÍL–17. APRÍL 2016 Þau Ólafur, Humera og sonur þeirra Faisal eru lítil fjölskylda í Vesturbænum sem talar þrjú tungumál sín á milli: Úrdú, íslensku og ensku. „Ég er lélegastur í úrdú og Humera í íslensku, en Fa- isal er jafnfær á öllum þremur tungumálum. Svo tökum við það besta úr öllum kúltúrum í klæðaburði, eins og þú sérð,“ segir Ólafur glettinn. Humera hefur borið út blöð á morgnana í átta ár og bera hjónin yfirleitt út saman. Dæmigerð morgun- stund hjá þeim hefst því klukkan fimm á morgnana, þegar Ólafur og Humera fá sér te áður en þau halda út í hverfið með blöðin. Morgunstundin Taka það besta úr öllum kúltúrum Mynd | Rut Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Ég er algjör safnari og eitt það skemmti-legasta sem ég geri er að skoða gamalt dót og fara á nytjamark-aði,“ segir Auður Ómarsdóttir, ritstjóri Instagram prófílsins Blandcore. Auður er menntaður myndlistamaður en tekur að sér störf í ljósmyndun og leikmunagerð. „Í þessum bransa getur verið bið á milli verkefna. Þá hangi ég inni á sölusíðum og skoða leikmuni. Það er endalaust af trylltum hlutum þar inni og ég hef ein- skæran áhuga á því að skoða hvernig fólk stillir hlutunum upp og myndar án nokkurar fagurfræði. Kostulegt er einnig að fylgjast með lýsingum á sölu- vörum og samskiptum fólks á bland.is“ „Ég fann mig knúna til þess að deila með fleirum öllu því áhugaverða sem bland.is hefur upp á að bjóða. Þeirri list sem fólk allsstaðar á Íslandi er ómeðvitað að skapa undir hatti blandsins. Menningin í kringum sölusíðuna er fyrirbæri sem þarf að „documenta“, margt af þessu á heima á safni.“ Auður fékk nýlega til liðs við ritstjórnina listamanninn Mel- korku Katrínu, sem einnig er þekkt sem Korkimon, og sviðs- listamanninn Jóhann Krist- ófer Stefánsson. Þær vörur sem stinga í auga, skortir fagurfræði og vekja athygli þeirra rata inn á Blandcore. „Við erum að tala um allt frá drekakveikjarahníf, frosnum ref sem er „tilvalinn til uppstoppunar“, leðurtösku sem var eitt sinn í eigu ungfrú alheims og fleira sem ég veit ekkert hvað er, til bílavarahluta og svoleiðis. Ég er með æði fyrir glerhlutum sem endurspegla, sérstaklega þegar það má sjá glitta í eigandann í spegilmynd- inni í fiskabúrum, sjónvarpi eða speglum.“ Ritstjórnin hyggst halda áfram að grafa upp gersemar á ís- lenskum sölusíðum og deila með áhugasömum. „Við viljum gefa út bók og halda ljósmyndasýn- ingu. Til þess þarf ég eiginlega að hafa samband við söluaðilana og fá myndirnar í betri gæðum. Við sjáum hvað setur.“ bland.is á heima á safni Instagram prófíllinn @blandcore er samansafn alls þess skondnasta, skrítnasta og skemmtilegasta sem má finna á sölusíðunni bland.is „Drekakveikjarahnífur“ sem er í miklu uppáhaldi hjá Auði Ómars- dóttur, ritstjóra Blandcore. Ritstjórn Blandcore, þau Auður Ómarsdóttir, Jóhann Kristófer og Melkorka Katrín, grafa upp ótrúlegar gersemar bland.is og deila á Instagram. Mynd | Kjartan Hreinsson „Dúkka“ sem er til sölu inn á bland.is „Starfið er mjög fjölbreytt. Ég sinni öllu kirkjuhaldi, geri allt klárt fyrir messuna á sunnudögum og sé um klukkurnar. Turninn er svo 90% af starfinu,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson, kirkjuvörður í Hall- grímskirkju. Hreiðar hefur starfað í kirkjunni í tíu ár og segir starfið hafa breyst mikið á þeim tíma. Nú felist vinnan aðallega í því að þjónusta ferðamenn en á góðum degi koma um 2000 ferðamenn í kirkjuna. „Lyftan er algjör bjarg- vættur fyrir okkur því kirkjan er svo skuldsett eftir allar lagfær- ingarnar sem voru gerðar hér í kringum hrunið.“ „Hér eru þrjár stórar klukkur. Hallgrímur stóri sem er nefndur eftir Hallgrími sjálfum, Guðríður sem er nefnd eftir konu hans og svo minnsta klukkan, hún Stein- unn, sem er nefnd eftir dóttur þeirra sem dó mjög ung. Steinunn er sú eina sem klingir í dag því hin- ar eru orðnar svo ryðgaðar. Stein- unn hringir bara fyrir messur og þá þarf ég að nota til þess sérstaka takka. Svo er hér klukkuspil sem hringir á kortersfresti sem spilar Big Ben stefið sem allir þekkja.“ Klukkuspilið er sjálfvirkt svo Hreiðar þarf ekki að hafa af því miklar áhyggjur, nema þegar það eru sérstakar athafnir, brúðkaup, jarðarfarir, páskamessa, jóla- messa eða tónleikar. „Við gefum til að mynda bara einn tón þegar það eru jarðarfarir en brúðar- sálminn þegar brúðhjón ganga hér út. Ábyrgðin er töluverð þegar kemur að þessu því það má auð- vitað ekki klikka með því að spila brúðarmarsinn í jarðarför, en það hefur sem betur fer aldrei gerst. Þetta eru allt mjög viðkvæmar og mikilvægar stundir sem ég tek þátt í hérna. Ein af fallegustu stundun- um sem ég upplifi hérna að opna dyrnar fyrir brúðina áður en hún gengur inn í kirkjuna og sjá alla veröldina speglast í augum hennar. Það má segja að ég sé maðurinn á bak við tjöldin.“ | hh Hringjarinn í Hallgrímskirkju „Ein af fallegustu stundunum sem ég upplifi hérna að opna dyrnar fyrir brúðina áður en hún gengur inn í kirkjuna og sjá alla veröldina speglast í augum hennar.“ Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.