SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7

SÍBS blaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 7
SÍBS BLAÐIÐ 2015/2 7 valda umtalsverðu heilsutapi íslensku þjóðar- innar þegar litið er til lengri tíma. Framhalds- skólar eru í lykilhlutverki og geta haft veruleg áhrif á hreyfingu og velferð nemenda og því þarf í raun að fjölga íþrótta- og heilsuræktartímum en ekki fækka þeim. Í umfjöllun um framlag hins opinbera til heilsu- eflingar og fyrirbyggjandi aðgerða í grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að benda á framúrskarandi framlag Embættis landlæknis. Embættið hefur lagt mikla áherslu á að auka og styrkja heilsueflingu á þessum skólastigum og meðal annars verið með ákveðin verkefni í gangi eins og Heilsueflandi grunnskóla og Heilsuefl- andi framhaldsskóla. Íþrótta og æskulýðsstarf Félagasamtök eins og Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Landsamtök skáta og fleiri standa fyrir afar mikilvægu forvarnar- og lýðheilsustarfi í íslensku samfélagi, bæði meðal barna, ungmenna sem og fullorðinna. Þessir aðilar eru allir að sinna sínum verkefnum vel en því miður þá er stuðn- ingur opinberra aðila mjög lítill og langt frá því sem gengur og gerist í þeim löndum sem við berum okkur oft saman við, eins og Norður- löndin. Hér þurfa stjórnvöld að auka sitt framlag verulega. Almenningur Á síðasta áratug hefur orðið mikil heilsueflingar- vakning meðal almennings. Heilsuræktar- geirinn hefur vaxið mjög hratt og margir nýta sér þann möguleika til að hreyfa sig og stunda líkamsrækt. Einnig hefur fólk verið duglegt að koma á fót hópum þar sem það getur stundað hreyfingu og um leið notið félagskapar og má í því sambandi nefna mismunandi hlaupahópa og gönguhópa. Með tilkomu bættrar aðstöðu til hjólreiða í mörgum sveitarfélögum þá hefur orðið algjör sprenging í notkun reiðhjóla bæði til og frá vinnu og einnig í frístundum. Þótt margir einstaklingar í okkar nútímasamfélagi hafi tíma og tækifæri til að stunda hreyfingu þá eru á hinn bóginn margir sem ekki hafa getu eða ráðrúm til þess. Þessi hópur á oft á tíðum erfitt uppdráttar því skipulögð og markviss heilsuefling hjá fyrir- tækjum og stofnunum er mjög stutt á veg komin á Íslandi, sem þýðir að fáir atvinnurekendur gefa svigrúm til að stunda hreyfingu á vinnutíma eða styrkja hana fjárhagslega. Að vísu á þetta einnig almennt við í heiminum en talið er að eingöngu 7% fyrirtækja í Bandaríkjunum vinni markvisst að heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðum meðal sinna starfsmanna. Aldraðir Eins og allir vita þá mun eldri einstaklingum fjölga mjög hratt á næstu árum. Því er afar mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög setji fram sameiginlegar áætlanir um hvernig hægt verði að tryggja daglega hreyfingu þessa aldurshóps. Jafnframt þarf að endurskipuleggja þjónustu fyrir þennan aldurshóp og setja hreyfingu í for- gang, og efla félagstengsl með það að markmiði að gefa eldri einstaklingum tækifæri á að taka þátt í fjölbreyttri heilsurækt og þar með auka vellíðan. Markvissar aðgerðir sem miða að því að auka hreyfingu og viðhalda góðri heilsu þessa aldurshóps geta sparað umtalsverða fjár- muni í félags- og heilbrigðiskerfinu þegar fram líða stundir. Að lokum, í ljósi breyttra lifnaðarhátta og hvernig samfélagið er uppbyggt þá er afar mikilvægt að auka vægi heilsuuppeldis í okkar þjóðfélagi, í skólum, á vinnustöðum og á heimilum. Efla þarf ábyrgð, þekkingu og heilsulæsi fólks og þar með koma á meiri SJÁLFBÆRNI á sviði heilbrigðis, en þetta næst m.a. með því að efla vitund og skilning fólks á umhverfisþáttum sem hafa áhrif á heilsu þess. - G ræ ni hlekkurinn - Lífrænt og ljúf fe ng t Markvissar aðgerðir sem miða að því að auka hreyfingu og viðhalda góðri heilsu geta sparað umtalsverða fjár- muni í félags- og heilbrigðiskerfinu.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.