Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 19

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans - 19.06.1993, Blaðsíða 19
Það er með ólíkindum hve erfitt getur verið að kveða niður gamla drauga. Þeir eru margir lífseigir og taka á sig nýjar og nýjar myndir. í Ríkisútvarp- inu-Sjónvarpi er afskap- lega reimt þessa dagana. Fyrirbænir og vígt vatn hafa ekki megnað að kveða niður afturgöng- ur sem þar eru á sveimi. í stuttu máli birtist draugagangurinn í Sjónvarpinu þannig að vinnubrögð og sjónarmið eru ekki í takt við tímann og sú samfélags- mynd sem þar er sýnd, er í svart-hvítu og heyrir fortíðinni til. Konur eru lítt sjáanleg- ar, nema þá sætar stelpur upp á punt, og svo sannarlega ekki þátttakendur í þjóð- málaumræðunni. Þetta endurspeglaðist vel í umræðuþáttum sumarsins. Á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst sl. voru á dagskrá Sjón- varpsins 15 umræðuþættir. í hópi 14 stjórnenda voru þrjár konur (ein þeirra stýrði tveim þáttum). Þátttakendur voru alls 75, þar af 20 konur. Ekki lagaðist slag- síðan í september þegar ein kona var í hópi þeirra 20 karla sem ræddu alvarleg málefni í umræðuþáttum Sjónvarpsins. Þessi saga er hvorki ný né draugurinn óþekktur. En hitt er ekki eins algengt að útvarpsráð samþykki einróma ályktanir um þessi mál. Það gerðist þó á fundum út- varpsráðs 15. og 22. október sl. Sú fýrri gekk út á það að gerð skyldi könnun á hlut kvenna í fréttum Útvarps og Sjónvarps og fréttatengdum þáttum með það fyrir aug- um að athuga hver þróunin hefði verið síð- an 1987 þegar konur voru aðeins 12% við- mælenda í fréttum Sjónvarps og það jafn- framt í mjög afmörkuðum málafiokkum. Viku síðar gagnrýndi útvarpsráð að við- mælendur í sjónvarpsumræðum væru svo til eingöngu karlar með áþekk stjórnmála- viðhorf og fól útvarpsstjóra að sjá til þess að grundvallarreglur væru í heiðri hafðar. Nú er að sjá hvort veraldleg meðöl dugi til að halda Móra í skefjum eða hvort sér- stakar særingar þarf til. —kaá mmmem ■EKBBHBB ssw--1 awfr*** “■e'*'Í£k * ‘CSSkj * ssss* Kjaraseðlar DV er ný, kraftmikil sparnaðarleið fyrir alla lesendur DV. Kjaraseðlarnir munu birtast þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga og gilda sem raunverulegur afsláttur af þeirri vöru eða þjónustu sem tilgreind er á hverium seðli. Þú klippir kjaraseðlana út úr blaðinu og framvísar í viðkomandi verslun þegar þú kaupir þá vöru sem tilgreind er á seðlinum. Einfaldara gæti þaö varla veriö. Reyndu kraftmikinn sparnað f raun og nýttu þér kjaraseðla DV. Langar þig að starfa með Kvennalistanum - eða bara fylgjast með? Hringdu á skrifstofú samtakanna f síma 91-13725 (fax 91-27560). Skrifstofán er opin á mánudög- um og miðvikudögum frá ld. 13 til 16 og á þriðjudögum, fimmt- udögum og föstudögum kl. 15 til 18. Kvennalistinn gefúr út frétta- bréf í hverjum mánuði. Áskriftin er ókcypis! í fréttabréfinu er birt yfirlit yfir fundi, sagt frá starfinu úti í öngunum og á þingi, auk alls þess sem ástæða þykir að vekja athygli á. Fyrir þær konur sem búa á Suðvcsturhorninu gæti næsta skref verið að mæra í laugardags- kaffi. „Köffin" hafa unnið sér fastan sess í vetrarstarfi Kvenna- listans. Við fáum til okkar gesti sem spjalla um allt milli himins og jarðar. I haust höfúm við t.d. rætt um konur í karlasporti og heilsufar kvenna. Laugardags- kaffið er á Laugavegi 17, 2. hæð, og stendur frá ldukkan 11 til 13. Það eru allir velkomnir! Félagsfundir Reykjavíkur- og Reykjanesanga eru auglýstir í fréttabréfinu góða. Þeir eru haldnir einu sinni í mánuði að vetri tii. Þær konur sem búa úti á landi og vilja komast í tæri við kvennalistakonur eru bcðnar unt að hringja í starfskonu á skrif- stoftinni í Reykjavík. Hún gefur upplýsingar um hvert best cr að snúa sér á hverjum stað og getur vonandi auðveldað áhugasömum konum að kynna sér starfið. 19

x

Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pilsaþytur: afmælisblað Kvennalistans
https://timarit.is/publication/1231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.