Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 2

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.02.1935, Blaðsíða 2
2 af hverjum spítala hefðu sitt blómsturbeð, sem þær mættu rækta. Gæti það orðið skemmt: legt. En um það má ræða nánar síðar. Þessar lfnur eru aðeins ritaðar til að vekja athygli á, að það er undir okkur sjálfum komið, hvort við fáum á sumrinu indælan, friðsælan stað, þar sem við get- um reglulega vel notið hvíldar og hressing- ar á frídögunum. Slíkt mundi hjálpa okkur til að byrja hverja nýja starfsviku með nýjum og margfölduðum kröftum. Stígum því á stokk og strengjum þess heit að húsið skuli fullgert á næsta sumri, Reykjavík, 23/2. '35. Sigurlaug árnadóttir. —oOo— Útdráttur úr fundargerð F. f. H. 2l/2.'35» Fundur var haldinn í K. R. húsinu fimtu- daginn 2l/2 '35» Formaður setti fundinn og gaf síðan orðið frk. Ölafíu Jónsdóttir. Lagði hún fram reikningsskil yfir sjóð Guðrúnar Gísladóttur Björns, og voru þau samþykt með öllum atkvæðum. Því næst tólc formaður til máls, kvað sjóðinn vaxa of hægt, og bað fjelagskonur að stinga upp á nýjum leiðum, sem greiddu betur fyrir sölu minningarspjaldanna, sem sjóðurinn aðal- lega byggist á. Fundurinn áleit að betur þyrfti að auglýsa spjöldin, t.d. hafa sölu á þeim í einhverri búð í miðbænum. Tók formaður að sjer að tala við frú Katrínu Viðar þessu viðvíkjandi. Frk. María Maack afhenti formanni banka- bók, með kr. 200.- ágóða af 15 ára afmælis- fagnaði fjelagsins, sagði hún að skemmti- nefndin legði til, að þessu yrði varið til að minnast starfsemi Fjelags ísl. hjkv. á 25 ára afmæli fjelagsins. Var það samþ. Næst v«.r á dagskrá sumarhúsmálið. Gaf formaður orðið frk. Kristínu Thoroddsen, sem fyrir hönd nefndarinnar skýrði frá að skoðaður hefði verið staður fyrir sumar- hús, og hefði nefndin fundið bestan stað hjá Reykjum í Mosfellssveit fyrir lóð und- -ir húsið. þar sem væri hverahiti. Samþykt með öllum atkvæðum að fá þá lóð ef mögu- legt væri. Frk. Sigurlaug Árnadóttir bar fram til- lögu um breyting á nafni Tímarits fjelags — ís1. hjúkrunarkvenna, fannst nafnið bæði langt og stirt. Stakk upp'á, fyrir hönd ritnefndar, að því yrði breytt í Hjúkrunar- kvennablaðið. Samþykt að breyta nafninu þannig. Að lokinni sameiginlegri kaffi- drykkju var síðan fundi slitið. Fundur starfsnefndar Samvinnu hjúkrunar- kvenna á norðurlöndum í Kaupmannahöfn, 26.-29. júní 1934. Fulltrúar frá Banmörku voru varaformaður D.S.R.frk. Gustava Hjort, frk. Hedvig Post, frk. Johanne Fenger og frk. Else Kaltoft. Frá Finnlandi voru mættir fulltrúarnir Venny Snellmann formaður þjóðarbandalags finskra hjúkrunarkvenna, frk. Lyyli Hagan og systir Rachel Edgren. Island sendi eng- an fulltrúa að þessu sinni en frk. Valgerði Helgadóttur var boðið að sitja fundinn, og gefa skýrslu til F.X.H., ef óskað væri eftir því. Frá Noregi mættu fulltrúarnir systir Bergljót Larsson, formaður í Norsk Syke- pleierskeforbund, systir Lulli Lous og systir Karen v. Tengen Brynildsen. Frá Sví- þjóð mættu fulltrúarnir systir Elísabet Lind, formaður í Svensk Sjuksköterskefor- ening, systir Anna Vogel og systir Greta Mueller. Tekið var á móti fulltrúunum af forstöðu- konu vinnumiðstöðvar D.S.R., frk. Elsu Kal- toft og var þeim þar boðið til morgunverð- ar. Aðalmóttökuhátíðin fór fram úti á veit- ingahúsi Löngulínu um kvöldið. Frk. Gustava Hjort bauð fulltrúana velkomna og systir Bergljót Larsson þakkaði fyrir hönd nefnd- arinnar. Aðalfundarhöldin hófust daginn eftir, miðvikudag 27. júní, og setti systir Berg- ljót fundinn um leið og hún minntist hins látna foringja norrænu samvinnunnar, frk. C. Munck með nokkrtim hlýjum orðum. Systir B.L. notaði um leið tækifærið til þess að minnast frú Henny Tscherning og frk. Emmu Áström. Hinir viðstöddu fulltrúar stóðu upp úr sætum sfhum á meðan. Systir Bergljót skýrði því næst frá því, að fyrverandi formaður í Svensk Sjuksköterske- forening av 1910, og systir Bertha Wellin,

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.