Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 30
Ofiir- fyrirsæta í hjúknmar- stétt Málvt'rk Eggerts Giiilinimtlsitoiitir tif Þóriiiini borsltónstlóllur J'rtí I9H7. Fyrr á þessu ári barst fyrir- spurn til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá Dansk sygeplejerád um málverk af íslenskri hjúkrunarkonu eftir Eggert Guðmundsson frá 1937. Málverkið er nú hjá Hovedstad- ens Sygehusfællesskah í Kaup- mannahöfn en mun áður hafa hangið uppi á Ríkisspítalanum þar í horg. Oskað var upplýsinga um hvaða hjúkrunarkona hefði setið fyrir hjá listmálaranum. Ljósmynd af málverkinu var látin ganga á fundi deildar ellilífeyris- þega í Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga og upplýsingarnar létu ekki á sér standa. Fyrirsætan hét Þórunn Þor- steinsdóttir. Hún fæddist 9. febr- úar 1912 og lést 18. mars 1973. Hún lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla íslands vorið 1933, stundaði framhaldsnám í Helsinki í Finnlandi í 7 mánuði 1933 og í Stokkhólmi í Svíþjóð í 6 mánuði 1946. Hún starfaði sem hjúkrunarkona á Landspítalan- um í Reykjavík frá 1934 til 1948 er hún varð deildarstjóri á kven- sjúkdómadeild Landspítalans. Þeirri stöðu hélt hún til dauðadags. Þórunn mun hafa hjúkrað eiginkonu listmálarans Eggerts Guðmundssonar á Landspítalan- um. Þeim hjónum var vel við hana og Eggert fór þess á leit við hana að fá að mála af henni mynd. Þórunn fékk sérstakt leyfi til að ganga í hjúkrunarbúningi með kápu utan yfir frá spítalan- um niður í miðbæ til vinnustofu Eggerts þar sem hún sat fyrir í miðdegishléinu milli kl. 14 og 16 á daginn. Henni fannst honum sækjast verkið seint og myndin verða mun stærri en hún hafði gert sér í hugarlund. Tilbúið var málverkið sent til Danmerkur á sýningu og selt. Um 1980 var vígð lítil kapella við kvennadeild Landspítalans, helguð minningu Þórunnar Þor- steinsdóttur. Aðstandendur framkvæmdanna vildu kaupa málverkið af henni aftur til Islands og báðu Eggert Guð- mundsson um aðstoð við að finna það. Þrátt fyrir eftirgrennslan tókst ekki að hafa upp á því. Eggert málaði því annað málverk af Þórunni sem nú er varðveitt á kvennadeildinni. Þeir sem þekkja Þórunni segja þó að Eggerti hafi ekki tekist jafnvel upp við það og 222 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.