Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 7
Frá ritstjóra iMð SVO? Þorgerður Ragnarsdóttir Ljósm.: Lára Long Undanfarið ár hefur verið farsælt í útgáfumálum hjúkrunarfræð- inga. Tímarit hjúkrunarfræðinga hefur haldið áætlun og komið út fimm sinnum. Fengist hefur sam- þykkt að ritrýndar greinar, sem birtast í blaðinu, verða skráðar í International Nursing lndex og á Medline. Þá er eftirtektarvert að almennir fjölmiðlar vitna í hlaðið og taka efni þaðan til umfjöllunar. Síðast en ekki síst virðast hjúkr- unarfræðingar ánægðir með tímar- itið sitt. Það er orðið sjaldgæft að heyra nokkrar óánægjuraddir frá þeim. Ritstjóri og ritnefnd hafa því notið þess að sigla lygnan sjó sem veitir ákveðna fullnægju- og ánægjutilfinningu í hili. Slík sigling er þó ekki gallalaus. Það skilar fleyinu lítt áfram og er fremur leiðigjarnt til lengdar. Hingað til hafa þeir sem sjá um blaðið sótt leiðbeiningar um hvert skuli stefna með útgáfu þess til starfandi hjúkrunarfræðinga. Það hefur gefið byr undir báða vængi að hlýða á gagnrýni og hugmyndir þeirra. Nú eru hins vegar flestir sem við spyrjum álits á blaðinu sáttir við það eins og það er. Við viljum setja markið hærra en það er fátt um svör hvernig. Það er reyndar grátbroslegt að á árinu sem við fengum þessa virðulegu viðurkenningu um að fá ritrýndar greinar skráðar í alþjóð- legum „indexum“ hefur aðeins ein slík grein hirst í ritinu. Hjúkrun- arfræðingum sem stunda rann- sóknir af alvöru, eru í framhalds- námi eða stíla á starfsframa innan háskóla skal bent á að ritrýndar greinar eru metnar til eininga og framgangs innan kerfisins. Það er tími til kominn að hretta upp erm- arnar og fá birtar eftir sig greinar á móðurmálinu sem nýtast íslensk- um hjúkrunarfræðingum. Það er ekki nóg að tala um að nauðsynlegt sé að gefa út háfræðilegt hjúkrun- arblað á Islandi ef engar slíkar greinar berast. Starfandi hjúkrunarfræðingar sakna fræðigreina í blaðinu. Það er í raun eina athugasemdin sem hefur komið um hvað megi betur fara. Þeir vilja fá greinar til að læra af og nota í klíník. Aðstand- endur blaðsins hafa ítrekað leitað til hjúkrunarfræðinga sem ætla má að búi yfir þekkingu, reynslu eða tækni sem vert er að miðla öðrum. Leitað hefur verið fanga hjá há- skólakennurum, verkefnisstjórum og fræðslustjórum stóru sjúkra- húsanna. Alls staðar fást sömu svör. Jú, það er heilmikið að ger- ast, margt sem gaman væri að segja frá en lítill tími til að setjast niður og skrifa um það. A næsta ári hefur ritnefnd ákveðið að reyna að bæta um bet- ur og sett sér það markmið að auka vægi klínísks efnis í blaðinu til að koma til móts við þessar óskir hjúkrunarfræðinga. Gerð verður tilraun með blöð um ákveðin málefni sem varða hjúkr- un eða svið hjúkrunar. Stungið hefur verið upp á vinnuvernd, geðhjúkrun og líðan kvenna. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar. Aætlað er að gera efninu skil með viðtöl- um og greinarstúfum, auk þeirra fræðigreina sem vonandi streyma frá hjúkrunarfræðingum til birt- ingar. í fyrsta blaði 1998 hirtast nýjar siðareglur hjúkrunarfræðinga og í tengslum við það verður fjallað um eðli og inntak hjúkrunar. Með ósk um áframhaldandi ánægjulegt samstarf og enn betra blað á næsta ári óska ég lesendum Tímarits hjúkrunarfræðinga gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. JÓN ARNAR MAGNÚSSON „Uppáhalds surmjólkin mín!" TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5.TBL. 73. ÁRG. 1997 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.