Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Blaðsíða 26
brjósti átti sig á því að í flestum tilfellum er fleygskurður og geislameðferð jafnörugg meðferð og brottnám brjósts. Nákvæm vinnubrögð við fleygskurðaðgerðir vegna brjóstkrabbameins skipta verulegu máli hvað varðar útlit eftir aðgerð. Skiptir þar máli að skurðir séu lagðir með réttu sniði, gerðir séu aðskildir skurðir í holhönd, forðazt sé að skilja eftir sauma í kirtilvefnum og að því gætt að stöðva vandlega blæðingar í aðgerðinni. Nokkrum vikum eftir fleygskurðinn er rétt að hefja geislameðferð á eftirstæðan brjóstvef. ( völdum tilfellum getur verið ráðlegt að gefa einnig geislameðferð á eitlasvæðin eftir brottnám eitla en slíkri geislameðferð fylgir talsvert aukin hætta á fylgikvillum, svo sem sogæðabjúg. Sé hnútur í brjósti um eða yfir 4 cm eða ef hnútur er stór í hlutfalli við brjóstið sjálft er mælt með brottnámi brjóstsins. Sama gildir ef mörg æxli eru þekkt í brjóstinu eða ef röntgenmynd hefur sýnt dreifðar kalkanir í brjóstinu. Hafi brjóst, sem í finnst krabbamein, áður verið geislað er ekki mælt með fleygskurði. Geislalækningar Geislalækningar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð brjóstkrabbameins. Áður var venja að gefa geislameðferð á aðgerðarsvæðið eftir brottnám brjósts, einkum ef mein- vörp voru í eitlum. Samanburðarrannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir að draga megi úr hættu á endurkomu sjúkdóms- ins á bringu þá hefur slík geislameðferð hverfandi áhrif í þá átt að draga úr áhættu á fjarmeinvörpum og sáralítil áhrif á lífslíkur til lengri tíma. Því er ekki lengur mælt með geisla- meðferð eftir brottnám brjósts og holhandareitla nema í völdum tilfellum, svo sem þegar æxlisvöxtur finnst í skurð- brúnum eða veruleg eitlameinvörp greinast í holhönd. Geislameðferð í kjölfar fleygskurðar, þar sem krabba- meinshnútur hefur verið fjarlægður úr brjósti, minnkar verulega líkur á endurkomu meinsins í brjóstinu. Venjuiega eru gefin 45-50 Gy með háorkugeislatækni á eftirstæðan brjóstkirtil, oftast 2 Gy á dag þannig að meðferðin tekur 5- 6 vikur. Stundum er bætt við 10-15 Gy aukaskammti á æxlissvæðið, annaðhvort með geislavirkum nálum, sem stungið er í vefinn, eða viðbótar ytri geislun. Með aukinni þátttöku kvenna í hópleit, þar sem leitazt er við að greina krabbamein í brjósti áður en þau verða þreifanleg, koma nú til aðgerðar margar konur með mun minni hnúta en áður gerðist. Venjan er sú að mæla með geislameðferð eftir fleygskurð hjá þessum konum með sama hætti og hjá þeim sem greinast með stærri æxli. Vera má að þetta sé óþarflega mikil meðferð en þar til niðurstöður samanburðarrannsókna liggja fyrir þykir ekki rétt að breyta aðferðinni. Annað atriði, sem tekizt er á um, er hvernig bezt sé að tvinna saman geislameðferð og lyfjameðferð þegar beggja er þörf. Meginhættan, sem stafar af brjóstkrabbameini, felst í tilhneigingu þess til að dreifa sér til fjarlægra hluta 314 líkamans og valda þannig miklu heilsutjóni. Þar sem nú eru til virkar aðferðir til að stemma stigu við þessari útbreiðslu þá telja margir læknar nauðsynlegt að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir greiningu þar sem sýnt hefur verið fram á að slík meðferð er þeim mun árangursríkari sem æxlisbyrðin er minni. Á móti kemur að sama máli gegnir um hugsan- legar eftirstöðvar æxlis í brjóstinu eftir fleygskurð, betra kann að vera að geisla brjóstið sem fyrst eftir aðgerð áður en æxlisfrumurnar taka að fjölga sér að ráði. Þar við bætist að ef lyf og geislar eru gefin samtímis eru auknar líkur á að útlit brjóstsins verði lakara en ella jafnframt því sem sam- tímis meðferð getur lagzt svo þungt á sjúklinginn að draga þurfi úr meðferðinni eða hætta um tíma. Slíkt getur verið mjög óæskilegt. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í Ijós að ekki skiptir máli varðandi endurkomuhættu meinsins í brjóstinu þó að geislameðferðin dragist í 3-6 mánuði eftir skurðaðgerð. Því mæla margir læknar nú með því að Ijúka fyrst lyfjameðferð, án þess að þurfa að skerða skammta, áður en geisla- meðferð hefst. Hormónalækningar Eins og áður hefur komið fram getur brjóstkrabbamein tekið sig upp aftur mánuðum, árum eða jafnvel áratugum eftir fyrstu meðferð. Talið er að þessu valdi örmeinvörp, sem náð hafi að sá sér til fjarlægari líffæra áður en æxlið var fjarlægt úr brjóstinu. Sú staðreynd, að samanburðar- rannsóknir sýndu ekki fram á betri lækningalíkur þótt víð- tækari skurðaðgerðum væri beitt, renndu stoðum undir þessa tilgátu. Fyrstu aðgerðir til að takast á við áhættu um að sjúk- dómurinn tæki sig upp að nýju fólust í því að gera eggja- stokka sjúklinganna óvirka, annaðhvort með brottnámi eða geislum. Þetta var í fyrstu reynt þar sem í Ijós hafði komið að oft mátti ná fram marktækri en tímabundinni svörun hjá konum með útbreitt brjóstkrabbamein með því að gera eggjastokkana óvirka. Síðar kom í Ijós að þær konur, sem reyndust hafa östrógen og/eða prógesteron viðtæki í krabbameinsæxlum voru líklegri til að hafa gagn af slíkri meðferð. Brottnám eða geislun á eggjastokka er óafturkræf aðgerð sem auk þess að valda skyndilegum tíðahvörfum eykur hættu á beinþynningu og hækkun á blóðfitum ásamt hjarta- og æðasjúkdómum og gagnast ekki öllum konum með brjóstkrabbamein. Því var eðlilegt að reyna lyf sem gætu unnið gegn hinum hvetjandi áhrifum kvenhormóna á æxlisfrumur. Karl- hormón gátu gagnazt við að draga úr vextinum en þeim fylgdu óviðunandi aukaverkanir. Því voru þróuð and- hormón (antiöstrógen) og er Tamoxifen þeirra langþekktast og mest rannsakað. Fyrir liggja samanburðarrannsóknir á tugum þúsunda kvenna með brjóstkrabbamein sem ótvírætt hafa sýnt fram á gildi þessa lyfs við að auka lífs- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.