Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2000, Síða 54
Bækur og bæklingar Losnum við reykinn Öndum léttar Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa á undanförnum mánuðum unnið að átaki í tóbaksvörnum. Starfsmannaþjónusta Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur gefið út bækling til upplýsingar fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Rakel Valdimarsdóttir, forstöðumaður, hefur tekið efnið saman, hannað bæklinginn og er ábyrgðarmaður. Bæklingurinn fjallar um hvernig auðveldast er að hætta reykingum og ná tökum á vanabindingu nikótíns. M.a. erfjallað um algengustu nikótínlyfin, styrkleika þeirra, notkunarreglur, lengd meðferðar og hliðarverkanir. Þá er fjallað um algengustu einkenni ofskömmtunar nikótínlyfja, hver helstu fráhvarfseinkenni eru og hvernig takast má á við þau og hvernig unnt ef að koma í veg fyrir bakslag. ' Næring og mataræði Danska hjúkrunarfélagið hefur gefið út bókina „Næring og mataræði“. í fréttatilkynningu frá félaginu segir að næring og mataræði sé mikilvægur hluti meðferðar sjúklinga og tilgangur bókarinnar sé að veita hjúkrunarnemum gagnlegar upplýsingar varðandi þessa þætti. Þetta er áttunda útgáfa bókarinnar og í henni er að finna viðbótarkafla um tengsl hjúkrunar og næringar, mataræði sem getur komið í veg fyrir sjúkdóma, mataræði sem hentar sjúklingum með hina ýmsu sjúkdóma, sjúkrahúsfæði, sérfæði. Að sögn útgefenda hentar bókin bæði hjúkrunarnemum og hjúkrunarfræðingum, í henni eru fjölmargar myndir og töflur og í lok hvers kafla er bent á ýtarefni fyrir þá sem áhuga hafa á að lesa meira um tiltekna efnisflokka. Monitoring ambient air quality for health impact assessment Útgefandi WHO 1999. Laboratory Diagnosis of Sexually Transmitted Diseases Útgefandi WHO 1999 Listin að spegla meltingarveginn Holsjárskoðanir og holsjáraðgerðir Ritinu er ætlað að fræða nema í heilbrigðisfræðum, hjúkrunarfræðinga og lækna um holsjárskoðanir, þ.m.t. tilgang, ábendingar, frábendingar, framkvæmd og undirbúning fyrir rannsóknir. Fræðsluefni á íslensku hefur fram að þessu verið af skornum skammti og er ritinu ætlað að bæta þar úr. Ásgeir Theodórs yfirlæknir og Guðjón Leifur Haraldsson læknanemi hafa tekið efnið saman. Bæklingurinn er til sölu á meltingarsjúkdómadeild St. Jósefsspítala. Námskeið Námskeið Endurmenntun- arstofnunar Háskóla íslands Þroski á unglingsárum M.a. verður fjallað um sjálfsmynd unglinga, vitrænan og siðrænan þroska á unglingsárum. Kennari: dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor, við HÍ. Tími: 3.,4. og 6. mars kl. 8:30-12:30 Verð: 9.500 kr. Áhrif sjónvarps á börn og unglinga Fjallað um áhrif sjónvarps á íslensk börn og unglinga og lögð sérstök áhersla á sambandið milli ofbeldismynda og andfélagslegrar hegðunar. Kennari: Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðlun. Tími:17. mars kl. 14:00-18:00, 18. mars kl. 10:00-14:00, 24.mars kl. 14:00-18:00 og 25. mars kl. 10:00-14:00. Verð: 8.800 kr. Fíkniefni: Verkun, einkenni og útlit Vísbendingar um neyslu unglinga og hvaða ráðstafana er hægt að grípa til í slíkum tilvikum. Möguleg úrræði innan skóla og utan hans. Umsjón: Aldís Yngvadóttir, deildarsérfræðingur hjá Námsgagnastofnun og afbrotafræðingur. Tími: Akureyri, 4. maí kl. 10:00-17:00. Verð: 8.800 kr. Sjálfsvígsfræði með sérstöku tilliti til sjálfsvíga ungs fólks. Sjálfsvígsfræði og sjálfsvígsatferli. Kennarar: Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þórisson sálfræðingar. Tími: 5. maí kl. 9:00-16:00 og 6. maí kl. 9:00-13:00. Verð: 10.800 kr. Áfengissýki foreldra og áhrif hennar á heimilislífið Hvaða áhrif hefur áfengissýki foreldra á börn? Hver er munurinn á því að vera áfengissjúk kona og að vera áfengissjúkur karlmaður? Tengsl trúarhugmynda við misnotkun áfengis og bata. Kennari: dr. Sigurlína Davíðsdóttir, lektor við HÍ. Tími: 17.,18. og 20. mars kl. 8:30-12:30. Verð: 9.500 kr. Upplýsingatækni-tölvunýting Markmið námsins er að kynna notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Fjallað verður um aðferðafræði, almennan og sérhæfðan hugbúnað fyrir heilbrigðisstofnanir og notkun hans í rekstri og stjórnun. M.a. verður fjallað um sérhæfðan hugbúnað fyrir heilbrigðisstofnanir, notkun tölvupósts og Internets, upplýsingaleit, stefnumótun, áætlanagerð og framtíðarsýn. Kennari: Jón Freyr Jóhannsson forstöðumaður kerfisfræðideildar Ríkisspítalanna. Tími: 27. apríl kl. 16:00-20:00, 29. apríl kl. 9:00-13:00 og 4., 11., og 18. maí kl. 16:00-20:00. Verð: 16.200 kr. 54 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.