Norðurslóð - 30.11.1982, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 30.11.1982, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Ekki er gott að vita, hvaða mann skáldið á öldinni sem leið hefur sérstaklega haft í huga, þegar hann kvað þessa þjóð- kunnu stöku. En það er á hinn bóginn alveg vandalaust að ákveða hvaða þjóðkunnum núlifandi íslendingi þessi lýsing hæfir best. Sá er ritstjóri víðlesins dagblaðs í Reykjavík. Hann er haldinn svo botnlausu hatri í garð móðuratvinnu- vegar þjóðarinnar og reyndar allra þjóða, landbúnaðar, að hann skrifar og lætur lesa eftir sér í útvarp þessi og þvílík ummæli: „landbúnaðurinn er og hefur alltaf verið baggi á landi og þjóð“. (sept 1980) og að finna þarf „aðferð til að losna smám saman við (hefðbundinn landbúnað) mesta böl þjóðarinnar fyrr og síðar“. (nóv. 1982) Það er skelfilegt til þess að vita að slíkur lastari skuli sitja á ritstjórnarstól í höfuðborginni og geta spúið eitri sínu út yfir land og lýð gegnum ríkisútvarpið. Sjálfsagt eru þessum last- yrðum ætlað að kitla eyru fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki eru í jafn náinni snertingu við grasrótina og aðrir lands- menn og skilja e.t.v. ekki eins vel hversu mjög sveitir og bæir eru hvort öðru háð atvinnulega og menningarlega. Vonandi er þó óþarft að taka þetta mjög nærri sér. Vonandi er hægt að treysta því að aldrei komist til valda í þessu landi svo vesælir stjórnmálamenn að þeir sjái ekki aðra leið til að leysa tiltölulega auðviðráðanleg vandamál land- búnaðar en þá að leggja hann niður. Við höfum víti til varnaðar. Á millistríðsárunum létu Bretar eftir sér að leyfa heimalandbúnaði sínum að drabbast niður í samkeppni við innflutning á hræódýrum matvælum frá samveldislöndum og nýlendum. Þegar ósköpin dundu yfir i annað sinn 1939 hafði þessi vanrækslusynd nær því komið þeim á kaldan klakann. Samskonar „útsölukaup" vill ritstjórinn róggjarni að við íslendingar stundum nú og lofum eigin landbúnaði að líða undir lok. Bretar lærðu á sínum tíma dýrkeypta en þarfa lexíu. Hún hlýtur að geta gagnast okkur líka. H.E.Þ. auglysir: Mikið úrval jjólagjafa: JÓLAKERTI LEIKFÖNG GJAFAVÖRUR FERÐAÚTVÖRP ÚTVARPSKLUKKUR BÍLAÚTVÖRP - SEGULBÖND - HÁTALARAR - TÓNJAFNARAR ARMBANDSÚR SKÍÐI - BINDINGAR - SKÍÐASKÓR - SKÍÐAFATNAÐUR GOSDRYKKJAVÉLAR BLÓMALJÓS BLÓM OG BLÓMASKREYTINGAR MOKKAFATNAÐUR OG MARGT FLEIRA Opið á laugardögum til kl. 16.00 og sunnudögum til kl. 14.00. Athugið! Þeir sem enn eiga eftirað greiða leigu fyrir frysti- hólf eru vinsamlega beðnir að gera það hið fyrsta. Tekið er á móti greiðslum í fóðurvöru- deildinni hjá Jónmundi Zóphóníassyni. Ú.K.E. Júlíus Kristjánsson, Gylfi Björnsson. Kristmundur Bjarnason, Guðbergur Magnússon og Kristján Ólafsson, staddir á Sjávarborg Skagaf. í ág. 1980. Ljósm. Helgi Halldórsson. Framhald af forsíðu. „Var formlega opnun safnsins ekki eitthvað tengd Landsbóka- safninu?" „Jú, og þótt ekki væri viðhöfn mikil eða margmenni við þá athöfn, var hún afskaplega ánægjuleg. Ekki síst tilefnið. Þannig var að ungur svarfdæl- ingur, Kristinn Jóhannesson, lektor, sem nú er búsettur í Svíþjóð, óskaði eftir því að Landsbókasafn Islands sendi norður til H.S.D. þaugögn.sem hann þyrfti að nota við fræði- störf meðan hann dveldi á Dalvík í jólaleyfi sínu í fyrra. Sendingin kom til H.S.D. 15. desember. Okkur fannst það marka tímamót og um leið vera viðurkenning á tilurð safnsins, þegar eitt elsta og virtasta safn landsins sendi þessi gögn og þegar innsigli sendingarinnar var rofið, var lýst yfir formlegri opnun safnsins. Eins og þú veist leyfa húsa- kynni ekki margmenni. Athöfn- inni lauk svo með kaffidrykkju þeirra manna sem eru í stjórn og varastjórn“. „Hverskonar efni er það sem safnið geyrnir?" „Það er til sérstök reglugerð fyrir H.S.D., sem þú þarft að sjá. I lögum frá 1947 um hlutverk héraðsskjalasafna kemur fram að þau eiga að varðveita, flokka og skrá gögn stjórnsýslulegs eðiis. H.S.D. á því að innheimta og varðveita opinber gögn Svarfaðardals- hrepps og Dalvíkurbæjar. Við höfum keypt ýmsar bækur og rit, t.d. ættfræðirit ef fólk vildi stunda eitthvert grúsk. Það þarf líka að eiga ættfræðirit til að nota með kirkjubókafilmum, sem við höfum þegar fest kaup í ásamt lesvél. Svona til gamans má geta þess að Mormónar hafa einkarétt á að ljósmynda allar kirkjubækur á Islandi. Við erum búnir að fá filmur af kirkjubók- um frá öllum prestaköllum í Eyjafirði þ.a.m. Hvanneyrar- prestakalli. Norðanblöðin svo- kölluðu erum við að reyna að fá. Við kaupum t.d. blöðin Austra og Austurland, því að hér er talsvert af Austfirðingum". „Hvernig fer söfnun annars efnis fram og hvernig kynnið þið safnið?“ „Við skrifuðum bréf á hvert heimili í Svarfaðardal, síðan skiptu stjórn og varastjórn milli sín bæjum og fóru á eftir bréfun- um. Undirtektir voru yfirleitt mjög góðar. En það verður að segjast eins og er, að við höfum ekki ennþá farið skipulega yfir Dalvíkina í þessum erindagjörð- um. Safninu hafa m.a. áskotnast merkileg einkasöfn t.d. frá Melum og Ytra-Hvarfi. Slík söfn eru ómetanleg.“ „Er ekki sumt af því, sem safninu berst, viðkvæmt og vand- meðfarið efni?“ „Jú, blessuð vertu. Við fáum stundum í hendur kassa, sem við erum beðin að fara í gegnum og kennir þá oft margra grasa. Upp koma t.d. dagbækur og bréf, bæði viðskiptalegs og persónu- legs eðlis. Það gefur því auga leið að margt verður að umgangast með varúð. Þetta á líka við um opinber gögn sem fjalla um persónuleg málefni. En ég vil taka það fram að fólk getur óskað eftir lokun, þ.e. að efnið sé innsiglað um vissan ára- fjölda“. „Hefur safnið eitthvað leitað til brottfluttra Svarfdælinga?“ „Já, við höfum skrifað út um 200 bréf til þeirra víðsvegar um landið, en það verður að segjast eins og er að við höfum orðið fyrir nokkrum vonbrigðum þar, því fáir hafa sýnt þessu áhuga. Þó má geta þess að einn burtfluttur hefur liðsinnt okkur mikið. Það er Júlíus Daníelsson, sem með sanni má kalla „okkar mann í Reykjavík“. Hann er óþreytandi að hafa upp á efni og ljósrita á söfnum fyrir sunnan“. „Hvernig er safnið fjár- magnað?“ „H.S.D. hefur ekki notið neins framlags fjárhagslega frá ríkinu. Við gerum okkar fjár- hagsáætlun í lok hvers árs og vil ég taka það fram að báðar sveit- arstjórnirnar, sem að safninu standa hafa sýnt þörfum þess mikinn skilning og veitt það sem beðið hefur verið um. Þá leitaði stjórnin eftir styrk frá Þjóð- hátíðarsjóði Islands og fékk á þessu ári kr. 20.000,- og svipaða upphæð 1981. Einnig hefur Menningarsjóður KEA veitt safninu kr. 5.000,- í ár og sömu upphæð 1981. Kann stjórn H.S.D. þessum aðilum bestu þakkir fyrir“. „Eins og fram hefur komið í þessu spjalli, er lesefni safnsins margvíslegt. Hvað með gamlar myndir og efni á snældum?" „Það er til nokkuð af mynd- um. Allmikið er geymt hér í skápum. Þegar safnið fær meira húsrými verður væntanlega hægt að flokka myndirnar og kóma geymslu þeirra í betra horf. Heimildasöfnunamefndin, sem í voru auk mín þeir Steingrímur Þorsteinsson og Þorgils Sigurðs- son, stóð t.d. fyrir söfnun radda gamals fólks ásamt Lionsklúbbi Dalvíkur. Þessi viðtöl voru tekin upp á segulbönd og þyrfti því að reyna að vinna þau upp á snældur. Þau hafa að vísu verið vélrituð og efni þeirra líka geymt þannig. Þetta er enn sumt fyrir vestan, annað komið heim. Það má geta þess að þegar ritun Sögu Dalvíkur lýkur bætist mikið magn gamalla, svarf- dælskra heimilda í safnið, þar sem höfundur hefur verið ólatur við öflun þeirra, hvort heldur þar er um að ræða frumrit eða ljósrit af þeim.“ „Eftir að hafa blaðað í árs- skýrslum, sem eru ýtarlegar og viðamiklar, langar mig að spyrja þig, svona til gamans, hvort þú getir nefnt mér eitthvað mjög gamalt eða merkilegt, sem nú er varðveitt hér á H.S.D.?“ „Af nógu væri að taka. Mér koma í hug fyrstu héraðsblöðin, „Ljótur" og „Skíði“, sem voru handskrifuð blöð og litu dagsins ljós fyrir aldamót. Frumritið af „Þóri Snepli" er einnig til hér“. „Viðtalið er víst orðið lengra en til stóð, en viltu ekki nota tæki- færið og koma einhverju á fram- færi við lesendur Norðurslóðar?“ Mér er mest í mun að koma á framfæri þakklæti stjórnar H.S.D. fyrir þann velvilja sem við mætum hvarvetna í störfum okkar fyrir safnið. Eg vil líka biðja fólk að íhuga hvort það geti ekki notfært sér tilveru þess. Hvernig er t.d. með Grunnskól- ann? Er ekki hugsanlegt að nemendur geti sótt fróðleik um eldri tíma í safnið? Að lokum vil ég biðja lesendur að hafa samband við okkur ef þeir kynnu að hafa eitthvað í fórum sínum, sem ætti heima í vörslu H.S.D." Stjórn Héraðsskjalasafns Svarfdæla skipa: Júlíus Kristjánsson, Dalvík. Gylfi Björnsson, Dalvík. Kristján Olafsson, Dalvík. Guðbergur Magnússon, Þverá, Svarfaðardal. Sigurjón Sigurðsson, Syðra- Hvarfi, Svarfaðardal. Varamenn: Jóhann Daníelsson, Dalvík. Jóhannes Haraldsson, Dalvík. Baldvin Magnúson, Hrafns- staðakoti, Dalvík. Gisli Þorleifsson, Hofsá, Svarf- aðardal. Haukur Valdemarsson, Skeiði, Svarfaðardal. Safnið er opið almenningi þriðjudaga og föstudaga frá kl. 13.00 til 16.00. 0 SKÍÐAÞJÓNUSTAN DRAFNARBRAUT 8 - Sl'MI 61409 Allur skíðabúnaður - nýtt og notað Ásetning bindinga - Viðgerðir JÓN HALLDÓRSSON. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.