Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 25.10.1983, Blaðsíða 5
Ættarmót á Dalvík Afkomendur Rósu og Jóns í Nýjabæ Á liðnu sumri, þegar Norðurslóð var í fríi, var haldið mikið og merkilegt mót afkomenda hjón- anna í Nýjabæ, Jóns og Rósu, sem kölluð hafa verið „foreldrar Dalvíkur“. Þessa viðburðar var getið í blöðum og ítarlega frá honum skýrt í íslendingi á Akureyri. Það þykir okkur ekki nægilegt svo við báðum einn af ættinni, Júlíus Kristjánsson á Dalvík, að fræða lesendur Noður- slóðar um ættarmótið og tilefni þess. Júlíus brást vel við beiðninni og hér birtist árangurinn. Ritstj. Egill Júlíusson les ávarp sitt. Um Jón og Rósu í Nýjabæ Dagana 6. og 7. ágúst s.l. var haldið á Dalvík ættarmót niðja Rósu Þorsteinsdóttur og Jóns Stefánssonar í Nýjabæ. .Þau hjón eru talin frumbyggjar Dalvíkur, en hér á Böggvis- staðasandi hófu þau landnám sitt á vordögum árið 1887 og þá 96 ár síðan föst búseta hófst hér á Dalvík. Það er upphaf að fastri byggð eða búsetu á Böggvisstaðasandi, að þau hjón keyptu þar torfbæ eða kofa er Nýibær hét. Bæ þennan átti Halldór nokkur Guðmundsson, sem athvarf átti þar um stuttan tíma. „Ungu hjónin voru örsnauð að veraldlegum fjármunum, en rik að mannkostum, sem margir þurftu saman að fara, til þess að það landnám yrði, sem vísir varð að Dalvíkurkaupstað". Rósa Þorsteinsdóttir var fædd á Öxi.hóli í Hörgárdal, 12. júlí árið 1856, en lést þann 29. mars árið 1928. Hún ólst upp að mestu leyti á Völlum í Svarfað- ardal hjá sr. Páli Jónssyni og konu hans Kristínu Þorsteins- dóttur. Rósa var mikilhæf kona að sögn kunnugra, enda oft og einatt til hennar leitað af næstu nágrönnum. Hún var talin nær- færin bæði við menn og mál- leysingja og naut þess að hjálpa og aðstoða ef með þurfti. Jón Stefánsson var fæddur að Böggvisstöðum þann 21. ágúst árið 1859 og lést hann 18. mars árið 1935. Hann ólst upp hér í Svarfaðardal á ýmsum þæjum. Jón gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í þágu sveitar og héraðs. Hann var fyrsti atvinnu- veitandinn á Dalvík og jafn- framt fyrsti skattþegn staðarins. Um áratugaskeið var hann póstagreiðslumaður og átti lengi sæti í sveitarstjórn. 1908 þegar Útvagsmannafélag Norðlend- inga var stofnað var Jón þar í fararbroddi enda einn af fyrstu vélbátaútvegsmönnum hér. Sama er að segja um verslunar- og viðskiptamál, þar var hann einnig mikill baráttumaður um bætta hagi íbúa þessa byggðar- lags. Hann var þar af leiðandi fyrsti fulltrúi þorpsins út á við og skeleggasti baráttumaður byggðarinnar. Þann 4. júlí 1879 voru þau Rósa Þorsteinsdóttir og Jón Stefánsson gefin saman í hjóna- band og ári seinna reistu þau sér fyrst bú á Ölduhrygg. Þeim búnaðist vel í byrjun, því að samkævmt tiundaskrá 1882 er bústofn þeirra álíka ef ekki meiri en sumra gróinna bænda í dalnum. En það harðnar í ári - leiguliðar þeirra tíma urðu oft og einatt að víkja af jörðum sínum fyrir þeim er meira máttu sín. Frá Ölduhrygg lá leiðin í Garðakot, síðan að Grund og næst í Gullbringu. Úr Gull- bringu fara þau að Tjörn - þá jarðnæðislausir öreigar - þar -sem þau gerast vinnuhjú hjá séra Kristjáni Eldjárn Þórarins- syni og konu hans Petrínu Hjörleifsdóttur. Þaðan lá svo leiðin niður að sjávarsíðunni, og eins og fyrr segir árið 1887 hefja þau búsetu á Sandinum. Aldamótaárið flytja þau í nýreist timburhús við hlið gamla torfbæjarins. Gekk Jón Stefánsson þar mest að verki við bygginguna, enda annálaður smiður, hafði m.a. verið yfir- smiður við byggingu Tjarnar- kirkju nokkrum árum áður. Hús þetta nefndi hann Nýja- bæ, en oftast kennt við höfund sinn og nefnt Jónshús. Hús þetta stendur enn og er að sjálf- sögðu elsta íbúðarhúsið á Dalvík. Nýjabæjarhjónunum varð 6 barna auðið, en 5 þeirra komust til fullorðins ára, þ.e. Þorsteinn, kaupmaður í Baldurshaga, Jónína húsfreyja í Sunnuhvoli, Sigurður Páll, kaupmaður í Sigtúni, Petrína Þórunn, ljós- móðir í Lambhaga, Kristján Eldjárn, skipstjóri í Nýjabæ og Kristín Sigríður, sem lést 19 ára að aldri. Auk þess átti Rósa 2 börn fyrir hjónaband, Kristján Hall- dórsson, er lést barn að aldri og Maríu Eðvaldsdóttur, húsfreyju í Vegamótum. „Nýjabæjarbörnin tóku trygg- lyndið í arf. Þau leituðu ekki langt yfir skammt, en ílentust á Sandinum, neyttu þar atorku sinnar, gáfna og manndóms og byggðu upp staðinn, er að tillögu Jóns í Nýjabæ fékk nafnið Dalvík; þegar byggðin hafði fest rætur“. Ættarmótið Tilefni þessa ættarmóts var afhjúpun og vígsla minnisvarða um landnemahjónin, sem niðjar þeirra höfðu reist við Nýjaþæ. Þar hafði Jón Stefánsson „ræktað og nytjað allstóra landspildu úr ófrjóum holta- móum“. Það var á sínum tima, að Sigurður P. Jónsson hreyfði þeirri hugmynd, að um þau hjón yrði sett upp minnismynd og má segja, að af frumkvæði Sigurðar hafi verið í þetta ráðist enda af hans hendi skildir eftir nokkrir fjármunir í þeim tilgangi. Þeir aðilar, sem höfðu veg og vanda um framgang málsins voru, Elín Sigurðardóttir, Frið- þjófur Þórarinsson, Hjálmar Júlíusson, Júlíus Kristjánsson Jón Stefánsson. og Steingrímur Þorsteinsson en framkvæmdum stjórnaði Gylfi Björnsson. Það kom einnig í hans hlut, að sjá um undirbún- ing allan að ættarmótinu ásamt Maríu Snorradóttur, sem hafði yfirumsjón og vann mikið að þeim veitingum, sem fram voru bornar mótsdagana. Minnisvarðinn er hannaður af Guðbjörgu Ringsted, með lágmyndum af Rósu og Jóni gerðar af Jónasi Jakobssyni. Byggingu stöpulsins vann Björn Þorleifsson. Ættarmótið hófst með ávarpi Gylfa Björnssonar. Síðan fór fram kynnig móts- gesta, en mættir voru milli 260 og 270 niðjar og makar. Það var Hjálmar Júlíusson, sem sá um þann þátt og var jafnframt kynnir mótsins. Að kynningu lokinni var sameiginleg kaffi- drykkja en allt fór þetta fram í Víkurröst. Að þessu loknu var komið saman við Nýjabæ, þar sem eldsti afkomandinn Jón Egill Júlíusson flutti ræðu og minntist „afa og ömmu“, og afhjúpaði síðan minnisvarðann. Sóknarpresturinn sr. Stefán Snævarr flutti blessunarorð og ávarp flutti Stefán Jón Bjarna- son þæjarstjóri. A minnisvarðann neðan við lágmyndirnar er fest málmplata og í hana greipt eftirfarandi: í minningu hjónanna í Nýjabæ, Rósu Þorsteinsdóttur og Jóns Stefánssonar, frumbyggja Dal- Um kvöldið neyttu ættingjar saman kvöldverðar í Víkurröst en síðan fór fram kvöldvaka, þar sm kynslóðabil var ekkert - því þar skemmtu sér saman allt frá 14 daga gömlu að 75 ára aldri. A vökunni komu fram með fjölbreytta dagskrán m.a. Sigrún Jóelsdóttir, Halla Jónas- jóttir, Baldur Brjánsson, Sigvaldi Júlíusson, Þórir Baldursson og fleiri niðjar Nýja- bæjarhjónanna. Mótinu var Rósa Þorsteinsdóttir. framhaldið á sunnudag, en þá var um morguninn gengið til messu í Dalvíkurkirkju. Eftir hádegisverð í Víkurröst var farið í Upsakirkjugarð þar sem Rósa Þorgilsdóttir lagði blóm á leiði „langömmu og afa“. * „Suniir komnir langvegu að.“ Kristín Sigurðardóttir frá Lamb- haga ásamt eiginmanni og tengda- dóttur. Við minnisvarðann var svo mótinu formlega slitið með stuttu ávarpi Egils Júlíussonar. Skilnaðarstundin rann síðan upp með sameiginlegri kaffi- drykkju í Víkurröstinni. Mót þetta tókst í alla staði vel enda víkur, en hér hófu þau búsetu á vordögum árið 1887. vandlega undirbúið af þeim, sem til þess völdust og buðust. I grein í Islendingi 11. ágúst s.l. ritar einn þátttakandinn Gísli Jónsson frá Hofi, eftirfarandi að ættarmótinu loknu: „Eg var svo lánsamur að mega sækja ættarmótið mikla á Dalvík og sjá ættarmótið á svip fólksins og atferli þess. Reisn, góðvild, traust oghöfingsskapur er runninn í blóð þessa fólks. Mig langar til þess að þakka það, að hafa fengið að kenna hlýju þess, hugulsemi og rausn- ar, þegar sameinast var um að sýna þeim, sem lögðu grunninn, ruddu veginn og vísuðu leiðina, þann þakklætisvott sem þau eiga skilið. Stundum er erfitt að inna þakkarskuld af höndum. Jafnvel sá vandi var leystur, svo að ekki varð að fundið, þessa sumardaga á Dalvík, þar sem ættkvistir Jóns og Rósu hafa fengið heimslistirnar í vöggu- gjöf“. Mikil ánægja ríkti meðal þátt- takenda með vel heppnað ættar- mót enda allstór hópur niðjanna að heimsækja heimaslóðir for- feðra sinna þeirra Rósu og Jóns í Nýjabæ í fyrsta skipti. Frá þessu móti fór fólk til síns heima sumir komnir um langvegu, jafnvel úr öðrum löndum, sér betur meðvitandi um ætt síná og uppruna. Allar myndirnar tók J. Hallgr. . . allt, sem grær, ber merki fornra minja. Hvert moldarfrœ er vöxtur tveggja kynja. Og sami réttur er þeim báðum borinn. Frá barnsins vöggu liggja œvisporin að myrkri gröf sem eilífð vakir yfir. Við yrkjum sömu jörð - og stofninn liftr Minnisvarðann reistu niðjar þeirra sumarið 1983. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.