Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 20.02.1985, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta:Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friöbjörnsson Prentun: Prentsmiðj'a Björns Jónssonar Tvær þjóðir í landi l>að þykir gefast yfirleitt heldur illa þegar saman búa tvær þjóðir í einu litlu landi. Á Shri Lanka búa tvær þjóðir og ciga í blóðugum erjum sín á milii. Hérna í Vestur-Evrópu hölum viðiand,sem heitir Belgía. Þar búa tvær þjóðir ogeiga ístöð- ugum illdcilum o.s.frv. Nú heyrist talað um að á ísiandi búi tvær þjóðir nei'nilega sú ríka, sem véröur æ ríkari og sú snauða, sem verður æ snauðari. í þcssu tali öliu er auðvitað sá beiski sannleikur að efnahagsmismunur þegnanna er allt of mikili, á því er enginn vafi, og alverst að hann virðist fara vaxandi en ekki minnk- andi. En aö tala um tvær þjóðir í þessu sambandi er samt hin mesta fjarstafða. Ilest okkar tilheyra þrátt fyrirállt hvorugum hópnum, þeim ríka eöa þeirn snauða. Flestir eru eínhver- staðar þarna á milli, hvorki ríkir né snauðir, heldur það, sem kallað er á góðri og gildri íslensku bjargálna fólk. Þá væri nær að tala um tvær þjóðir hér í öðrum skilningi, nefnilega höfuðborgarþjóðina og landsbyggðarþjóðina. Þessar ,,þjóðir“ tala að vísu sama tungumálið, en eiga þó orðið verra og verra með að skilja hvor aðra aö því er virðist. Andstæðurnar rnilli þessara hópa þjóðarinnar eru að skerpast. Þaðeru ístórumdráttumandstæðurnarmilli þeirra sem nytja landið og miðin og draga hráefnin úr skauti náttúr- unnar og hinna sem ráðstafa andvirði þessara hluta ogstarfa í þjónustugreinum í víðustu mcrkingu. Þetta eru aðstæður, sem kalla fram sundrungu ogendameðósköpumefþær láað þróast áfram með núverandi hætti. Það er bcinlínis skclfilegt hve blindir þessir hópar eru á vandamál hvors annars, þegar svo er komið að annar er farinn að efast um sjálfan tilverurétt hins. Ekki er hægt því að neila að margir dreifbýlismcnn hafa horn í síðu höfuðborgarinnar, telja hana allt of yfirgangs- sama og fyrirlerðamikinn haus á þjóðarlíkamanum. Þó hafa ekki heyrst raddir um að við þurfum enga höfuðborg. Hinsvegar heyrast margar raddir,stundum eins ogsamstilltur kór, sem syngur þann söng að þjóðin hafi enga þörf fyrir svokaliaö dreilhýli, engan landbúnað í heföbundnum íslenskum stíl ogjafnvel enga fiskibæi nema þááSuð-Vestur- landi. Þessar raddir koma allar frá Reykjavík. Hvað er til ráða, ekki er hægt að banna fóiki að tala og alitaf verða vor á meðal andlegir vandræöagripir. Eins og fyrri daginn verður að treysta hér á hinn venjulega, heilbrigða borgara í báðum fylkingum, sem lætur sanngirni og skynsemi ráða orðum sínum og gerðum, en hafnar öfgunum. Með tilstyrk þeirra verður umræðunni haldið á sæmilega menningarlegu plani meðan lausnir verða fundnar, sem kippa grundvellinum undan þeim öfgaoröum ogskrifum um byggðamál, sem við höfum mátt búa við upp ásíðkastið. En lausnin hlýtur aö miða að ástandi, sem skapar jalnvægi milli hópanna og stöðvar það óskaplega streymi lólks og Ijár- magns frá frumatvinnuvegum landsbyggðarinnar til þjónustu- greina höfuðborgarsvæöisins, sem nú er í lullum gangi. H.E.Þ. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmuog langömmu. Önnu Arnfríðar Stefánsdóttur frá Gröf. Dalbæ, Dalvík. Sérstakar þakkir til íbúa og starfsfólks Dalbœjar. Jón Jónsson Stefán Jónsson Gunnar Jónsson Jón Anton Jónsson Helgi Jónsson Filippía Jónsdóttir Gerður Jónsdóttir Kristján Tryggvi Jónsson Svanfríður Jónsdóttir Hanna Soffía Jónsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Kristín Klemensdóttir Hekla Tryggvadóttir Hanney Árnadóttir Hafsteinn Pálsson Arngrímur Kristinsson Margrét Ingólfsdóttir Eiríkur Helgason Sveinbjörn Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnaböm. Helgi Hallgrímsson V ættar stöðvar _lLl í Dalvíkurumdæmi Bústaðir huldra vætta og álagastaðir Holtsdalur, Ytra-Holti í sögnum af Guðlaugu Bjarna- dóttur, sem Þorsteinn Þorkels- son fræðimaður á Syðra-Hvarfi (og víðar) hefur skráð, og birt er í ritsafninu Grímu hinni nýju, 5. bindi, bls. 116-118, er eftir- farandi frásögn: „Svo er sagt, að Guðlaug væri uppalin á bæ þeim, er Ytra-Holt heitir. Þegar hún var unglingur, var hún á sumrin látin reka kýr fram á dal þann, er skerst til fjalla á milli Ytra- og Syðra- Holts,og Holtsdalurernefndur; var oft önnur yngri stúlka með henni. Einn morgun snemma sumars, er þær ráku kýrnar, komu tvær ókunnugar kýr saman við hinar og rak Guðlaug þær með. Svona gekk allt sumarið, á meðan kýrnar voru reknar, að þær komu saman við hinar á morgnana og yfirgáfu þær á kvöldin, og alténd á sömu slóðum, nálægt steini einum stórum. Stúlkan sem með Guðlaugu var, sá aldrei kýr þessar.” Það fylgir sögunni, að Guðlaug hafi fengið einhvers konar „leðurpening” með áletrun, hjá huldufólkinu, fyrir að reka kýr þess, og átti að fylgja honum gæfa, en systur tvær, er voru á heimilinu náðu honum af henni og týndu honum. Hún fékk þó peninginn aftur og sama sagan endurtók sig, en þá sá huldu- konan að ekki þýddi að láta hana hafa gripinn, henni myndi aldrei haldast neitt á honum. Eftir það gekk á ýmsu hjá Guðlaugu þessari en jafnan var hún mjög dulskyggn. Böggvisstaðahólar (Böggvisstöðum) Þorsteinn á Syðra-Hvarfi hefur einnig skráð söguna „Þórey á Böggvisstöðum“ er birtist í Grímu h. nýju, 5. bindi, s.55-56. Þar segir frá Þóreyju Sigurðar- dóttur, konu Jóns Sigurðssonar er bjó á Böggvisstöðum 1763- 1781. Dag einn varð henni gengið út á bæjarhlaðið, meðan fólk var í baðstofu að dagverði. Þar stendur þá ókunnur maður, sem heilsar henni, dapurlegur á svip, og segist eiga við hana erindi. „Hann segist ætla að biðja hana að ganga með sér lítinn spöl hérna út fyrir túnið; þar séu híbýli sín; kona sín liggi á gólfi og geti ekki fætt, nema einhver mennsk manneskja fari höndum um hana.“ Þórey færist undan þessum tilmælum ífyrstu en lætur þó að lokum tilleiðast og fer með manninum „góðan kipp út fyrir túnið.“ „Nokkru ofar en í beinni stefnu milli bæjanna Böggvisstaða og Brim- ness, eru hólar, sem kallaðir eru Böggvisstaðahólar.“ Stefndi huldumaðurinn að einum hólnum og sáust þar opnar dyr, sem þau fara inn um. „Sá Þórey konu liggja þar á gólfi; fór hún höndum um hana, og greiddist þá bráðlega hagur hennar. Laugaði Þórey barnið og lagði það við brjóst móðurinni.“ Síðan fylgdi huldumaðurinn henni til bæjar, og þakkaði innilega. Kvaðst hann ekki geta launað henni sem vert væri. „Þó vil ég mæla svo um“, bætti hann við, „að aldrei skal þig hamingju þrjóta, né næstu afkomendur þína.“ Síðan skildu þau og varð hún ekki vörvið huldumanninn framar. Þórey dó árið 1778. Böggvisstaðahólar eru á lág- lendinu innan og ofan við Dalvíkurkaupstað, utan og ofan við Böggvisstaði. Þetta munu vera jökulruðningshólar að uppruna, og hafa þeir því að mestu sloppið við efnistöku, og munu flestir vera nokkuð heilir ennþá. Hins vegar er nú ekki vitað hvaða hóll það var sem Þórey var leidd í, enda er enginn þessara hóla verulega stærri en hinir, nemaetv. Stórhóllinn, sem er utan við aðalhólasvæðið, skammt fyrir ofan kirkjuna, en þangað er alllangur spölur frá Böggvisstöðum. I sögunni af Þóreyju á Böggvisstöðum kemur fyrir mótíf (minni) sem er mjög algengt í íslenskum huldu- fólkssögum, þ.e. fæðingarhjálp, sem menn veita huldukonum, og hljóta góð laun fyrir. Margar ljósmæður hafa orðið fyrir þessari reynslu, oftast á yngri árum, og var því almennt trúað að þeim heppnuðust betur störf sín en öðrum. Nykurinn í„PollaIæk” á Böggvisstöðum Séra Jón Norðmann, prestur í Grímsey og síðar á Barði Rjótum (1849-1877), segir eftir- farandi sögu í Þjóðsagnasyrpu sinni, er hann nefndi „Allra- handa“ bls. 31. (Einnig birt í þjóðsögum J.Á. og J.Þork.) „Þorsteinn Illugason (fæddur hér um 1760, d. 1854) sagði mér frá því, þegar ég var barn, að á bæ þeim sem hannólst upp (Böggustöðum í Svarfaðardal), var nykur í Pollalæk þar skammt frá. Tók þá heimilis- fólkið sig til heilan dag og bar alltaf eld í lækinn, til að fæla nykurinn burtu. Var þar ekki vart við hann síðan, og ekki er hann þar nú.” Örnefnið Pollalækur finnst nú ekki í örnefnaskrám Böggvis- staða eða grannjarða þeirra, sem hér eru tiltækilegir, enda er | líklegt að það sé einungis samheiti í frásögninni, þótt skrifað sé með stórum staf, og merki í rauninni aðeins pollóttur lækur. Berast böndin þá að kíldragi því sem fyrrum var undir brekkunum niðri á Flæðunum og pollum eða tjörnum sem því voru tengdar, einkum Folaldapytti, sem svo er nefndur, og á að vera kenndur við folald, sem Þorvaldur skáld í Sauðanesi stefndi þangað með einni af sínum alkunnu vísum. En pytturinn gæti eins verið kenndur við nykur, sem oftast birtist í gervi hesta, sem kunnugt er. Þetta dæmi frá Böggvisstöðum mun vera það eina í íslenskum þjóðsögum þar sem getið er um þessa aðferð að fæla burt nykurinn, en eldur var reyndar almennt notaður til forna, í því skyni að fæla burt illvætti. Huldubáturinn á Böggvisstaðasandi I jólablaði Norðurslóðar árið 1982 (6. árg.lO.tbl.) er frásaga Tryggva Jónssonar á Dalvík, er nefnist: ,,Hvað var það sem við sáum.“ Segir þar frá einkenni- legri sýn, er bar fyrir Tryggva og nokkra félaga hans, þar á meðal Steingrím Þorteinsson kennara, Vegamótum á Dalvík, er þeir voru að veiða silung með fyrir- drætti við Böggvisstaðasand, einhverntímann áárunum 1930- 1940. Þetta var að kvöldlagi (eftir kl.10) í júní, ogþví albjart enda veður hið besta, þó alskýjað væri. Þegar þeir félagar koma að sandinum fjórir saman á báti, sjá þeir að annar bátur er þar kominn, og liggur við sandinn svo sem að hálfu dreginn upp, á miðju fyrirdráttarsvæðinu. Gerðu þeir ráð fyrir að þetta væri bátur á vegum Jóns Stefánssonar á Hvoli, sem einnig hafði umsjá með fyrir- drætti á Sandinum, og hófu nú störf sín vestast á honum, eða næst þorpinu og færðu sig austur í átt til bátsins. Voru þeir af og til að gefa honum gætur, einkum er þeir nálguðust hann meira, og sáu þá að hann var gulmálaður, og uppi í honum sátu þrír menn, tveir andspænis einum á þóftunum, og beygðu sig niðu', eins og þeir væru að gera að einhverju í botni bátsins. Einnig sáu þeir bárulöðrið renna upp með síðu bátsins. Þeim fannst þetta því ein- kennilegra sem lengra leið, og sýnin breyttist ekkert, enda voru nú liðnir um tveir klukku- tímar frá því þeir sáu hana fyrst. En þegar þeir eiga eftir aðeins um 70-80 m. að bátnum, segist Tryggvi hafa beygt sig niður og litið sem snöggvast af honum, en þegar hann rétt sig upp var báturinn horfinn, sama virðist hafa gerst varðandi hina félaga hans, a.m.k. sá nú enginn þeirra bátinn lengur. Þeir hlupu nú þangað sem hann átti að vera, en þar sáust heldur engin verksum- merki, ekki einu sinni kjölfar í sandinum. Ekki var þó nóg með að þeir félagar fjórir sæju bátinn, heldur virðist ótvírætt, að áður um- getinn Jón Stefánsson sá hann einnig, því hann ætlaði þetta kvöld í fyrirdrátt á Sandinn, en sá þá að þar voru tveir bátar fyrir og hætti því við að fara. Er frásögn Tryggva stað- fest af Steingrími og Jóni Stefánssyni, og sjálfur rifjaði Steingrímur þennan atburð upp við okkur Þóri s.l. sumar, og lýsti honum nákvæmlega eins. Kvaðst hann ekki hafa hug- mynd um hvað þarna hefði verið á ferðinni, en gat þess þó til, að það hefði verið svipsýn, eftir bát sem þarna hefði farist fyrir nokkrum áratugum. Verður að sjálfsögðu aldrei úr því skorið, hvort þeirfélagar hafi þarna séð huldufólksbát eða svipsýn, en þó finnst mér fyrri tilgátan sennilegri, með tilliti til þess hve sýnin sást skýrt og lengi, litarins á bátnum, og hvað allt virtist eðlilegt. Er það heldur ekkert einsdæmi að huldubátar sjáist hér við fjörðinn og annarstaðar, sbr. söguna frá Sauðakoti sem sagt er frá hér á eftir. Einnig eru sumarnætur vanalegasti tíminn fyrir huldufólkssýnir, en svipir sjást fremur á öðrum tímum árs og við önnur skilyrði. Framh. Leiðréttingar og athugasemdir við grein úr síðasta blaði. Leiðréttingar og athugasemdir við grein mína um „Vætta- stöðvarnar“ í síðasta tbl. Norður- slóðar, hafa borist frá tveimur Dalvíkingum, þeim Guðmundi Árnasyni hitaveitustjóra, og Yngva Antonssyni fv. bónda á Framh. á bls. 7 2 NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.