Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 22.04.1986, Blaðsíða 8
Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir Á skírdag, 27. mars var skírður í Dalvíkurkirkju, Sigurður Kristinn. Foreldrar hans eru Anna Kristín Ragnarsdóttir og Guðmundur Aðalsteinn Sigurðsson frá Bessastöðum. Heimili þeirra er að Skíðabraut 15, Dalvík. Á páskadag 30. mars var skírður í Urðakirkju, Einar. Foreldrar hans eru Halla Soffía Einars- dóttir, Urðum, Svarfaðardal, og Hafliði Ólafsson, Öldugötu 5, Dalvík. Á páskadag, 30. mars, var skírður í Dalvíkurkirkju, Karl Heiðar. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Karlsdóttir, Hóli, Dalvík og Friðrik Þórarinsson, Bakka, Svarfaðardal. Þann 20. apríl var skírð í Dalvíkurkirkju, Arna Gerður. Foreldrar hennar eru Anna Arnfríður Arngrímsdóttir (frá Miðtúni, Dalvík) og Ingvar Marinósson. Heimili þeirra er að Ránargötu 30, Akureyri. Andlát Þann 14. apríl lést á Akureyri Þórhallur Pétursson á Vöku- völlum, fyrrum bóndi í Hreiðarsstaðakoti og á Grund í Svarfaðardal. Hann var jarðsettur á Akureyri þriðjudaginn 22. apríl. Pípuorgelið kemur Á fundi 8. mars s.l. samþykkti sóknarnefnd Upsasóknar að kaupa pípuorgel í Dalvíkurkirkju. Orgelið er 12 raddir sem skiptast á tvö spiiaborð og fótspil. Samið var við danska orgelverksmiðju, P. Bruhn og Sön, og verður orgelið afhent eftir tvö ár. Tilboð þessarar verksmiðju reyndist hagstæðast í krónum talið, miðað við tilboð annarra verksmiðja sem leitað var til, en þó er öruggt að um mjög vandaða vöru er að ræða. Eiga svona orgel að geta enst í 200 - 250 ár ef aðstæður eru allar eins og best verður á kosið. Maður frá verksmiðjunni kom hingað til Dalvíkur í febrúar, og í samráði við hann og söngfólk var ákveðið að staðsetja orgelið niðri í kirkjunni, aftast og sunnan. Svona stórt pípuorgel kemst ekki fyrir uppi í turnloftinu, ásamt söngfólki. Staðsetningin hefur mikið verið rædd, og virðast flestir geta sætt sig við þessa lausn mála. Þeir bekkir sem verða að víkja fyrir orgeli og söngfólki verða settir upp í turn- loftið. Verð orgelsins er rúmar 3,1 milljón á núverandi gengi. Nú þegar ertil í orgelsjóði um þriðjungur þess verðs, en það er sú upphæð sem þarf að greiða við undirritun samnings. Sóknarnefnd Upsasóknar hefur gefið út platta af Dalvíkur- kirkju og rennur allur ágóði af sölu hans í orgelsjóð. JHÞ Sumarferð á Strandir Ferðamálaráð Svarfdælingasamtakanna í Reykjavík og nágrenni, í persónu Sveins Gamalíelssonar, hefur beðið blaðið að vekja athygli félaganna á því að nú er áformað, að fara í skemmti- og kynnisferð allar götur norður í Norður- fjörð á Ströndum sem eru endimörk hins byggða heims. Þetta er stórkostlega áhugavert landsvæði og má nefna áfanga á leiðinni: Hólmavík, Bjarnarfjörður, Djúpavík, Trékyllisvík, Ingólfsfjörður og Drangaskörð blasandi við í óbyggðunum þar norður af. Farið verður um helgina 11.-13. júlí. Þetta var aðeins tjl að vekja áhugann og athyglina. í júní- blaði Norðurslóðar verður nánar greint frá ferðaáætluninni og er vænst mikillar þátttöku. Með bestu sumarkveðjum. Ferðamálaráð Svarfdæla. Búferlaflutningar Maður kemur manns í stað A þessu vori virðist ætla að verða öllu meiri hreyfing í ábúð jarða í Svarfaðardal en venjulegt er. Alltaf þykir það tíðindum sæta, þegar fjölskyldur flytja burt úr sveitinni og aðrar koma í staðinn. Venju- legur íslenskur sveitahreppur er ekki fjölmennari en svo, að mörgum þykir sem sveitarfélagið sé ótraustara eftir en áður, ef eitt heimili tapast úr lestinni. Hof og Grund eru gamal- frægar jarðir hér í miðri sveit hvor andspænis annarri. Sagan segir, að þær séu landnáms- jarðir þeirra höfðingjanna Ljót- ólfs goða og Þorsteins Svarfaðar, sem löngum eltu grátt silfur sín á milli og veitti ýmsum betur, eins og þar segir. Nú eru að verða eiganda- og ábúandaskipti á báðum þessum höfuðbólum. Lára Stefánsdóttir, eigandi Hofs, hefur nú selt jörðina hjónum af Dalvík, Stefáni Jóns- syni og Filippíu Jónsdóttur. Þau munu flytja í Hof ásamt börnum sínum þremur og hefja búskapinn um mánaðarmótin maí-júní. Með í kaupunum er kúabúið á Hofi svo og nokkuð af búvélum og tækjum. Hér er að nokkru leyti um makaskipti að ræða, þar sem Lára kaupir íbúðarhús þeirra Stefáns og Filippíu við Mímisveg á Dal- vík. Þau hjónin á Grund, Guðríður Þorsteinsdóttir og Haraldur Hjartarson hafa nú selt jörð sína Friðrik Þórarinssyni frá Bakka, er ílytur þangað í miðjum maí ásamt með konu, Sigurbjörgu Karlsdóttur frá Hóli í Upsa- strönd, og syni þeirra ungum. Með í kaupunum er kúabúið og nokkrar kindur ásamt með búvélum og tækjum. Þau Guðríður og Haraldur flytja þá til Akureyrar í hús, sem þau hafa keypt í Lönguhlíðinni. Hingað komu þau frá Akureyri fyrir 13 árum, segjast hafa unað sér vel hér í sveit og biðja fyrir bestu kveðjur og þakklV fyrir góð kynni. Fremsta býli í Svarfaðardal er Köt, sem stendur lítið eitt framar en Atlastaðir hinumegin ár. Þar búa hjónin Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og tveir synir þeirra. Þau hjón hafa nú fest kaup í jörð í Skagafirði og hyggjast llytja þangað í næsta mánuði. Jörðin er Ytri-Hofdalir í Við- víkursveit. Fyrri eigendur eru Hólmsteinn Sigurðsson og Guðrún Bergsdóttir, fullorðin hjón, sem nú flytja til Sauðár- króks. Hvað nú verður um Kot er óljóst á þessari stundu. Það er sæmilegasta bújörð, enda hefur þar löngum verið vel búið og munu ýmsir sjá eftir ef jörðin fellur nú úr byggð. Þangað hefur margur maður orðið feginn að ná heim, þreyttur og kaldur eftir göngu yfir Heljar- dalsheiði. Fréttahornið Vonir standa samt sem áður til, að hér í sveit verði unnið eitt þarfaverk á vegamálasviðinu, þótt ekki flokkist það undir stórframkvæmdir. Eftir oddvita Svarfaðardalshrepps hefur blaðið það, að góðar vonir standi til, að byggð verði brú á Holtsána og vegurinn réttur úr þeirra háskalegu beygju, sem þar hefur verið um langt skeið og ógnað lífi og limum vegfarenda. Sem sagt góðar fréttir þótt í smáu sé. Kjörskrá Dalvíkur liggur nú frammi. Eins og sakir standa virðast 909 manns eiga kosningarrétt á Dalvík, 471 karl og 438 konur. Við bæjarstjórnarkosningar 1982 voru á kjörskrá 807 manns. Stafar fjölgunin að hluta til af lækkun kosninga- aldursins. I kjörstjórn á Dalvík eru Halldór Jóhannesson, Helgi Þorsteinsson og Stefán Jónsson. Æskulýðsfulltrúinn Gísli Pálsson hefur sagt upp störfum og er að flytjast burt með fjölskyldu sína. Gísli lætur af störfum í lok maí, hann kom hingað 1983 og tók þá við þessari stöðu sem var ný og ómótuð. Grásleppuveiði hefur verið fádæma dræm það sem af er. Þó var að heyra á grásleppu- körlum núna um helgina að þá hefði eitthvað verið líflegra. Aftur á móti hefur fjörðurinn verið mjög líflegur að undan- förnu. Mjög góð netaveiði hefur verið hér innan fjarðar og segja sjómenn að fjörðurinn sé fullur af fiski. Menn hafa fengið fisk á færi. Á togaraslóð virðist ekki vera mikill fiskur þessa stundina fiskurinn virðist halda sig á grunnslóð. Aftur á móti hefur rækjuaflinn verið mjög mikill. Fyrir helgina afhenti stjórn verkamannabústaða nýjum eigendum íbúðirnar 8 í blokk- inni Karlsrauðatorg 26 í Lág- inni á Dalvík. Tréverk hf á Dalvík byggði íbúðirnar og hófust framkvæmdir í júní 1984. Athöfnin fór fram með við- höfn og fengu eigendur íbúð- anna afhent fagra blómvendi sem og verktakinn, Tréverk h.f. og hönnuður hússins Haukur Haraldsson á Akureyri. A" rlega hefur Norðurslóð skýrt lesendum sínum frá áætluðum vegaframkvæmdum hér nærsveitis. Að þessu sinnier næsta litlu frá að skýra. Ekki er vitað um neinar meiri háttar framkvæmdir sem unnar verða í Svarfaðardal, en að líkindum verða vegarkaflarnir niður á Árskógssand og Hauganes lag- Anton Gunnlaugsson með þá gráu. færðir og sett á þá bundið slitlag. Lengra í burtu er svo Leiru- vegurinn innan Akureyrar, en þar verður lokið við uppfyll- inguna og brýr byggðar, þannig að sá langþráði vegur á að komast í gagnið á árinu. Félagsmálanámskeið á Húsabakka. Leiðbeinandinn í miðjum hóp Ijósklæddur. Ljósm. S.H. Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður í Svarfaðardal hélt félagsmálanámskeið að Húsabakka dagana 4. 5. og 6. apríl sl. Leiðsögumaður var Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri U.M.F.Í. Námskeiðið var vel sótt af ungmennafélögum, kvenfélags- konum og fl. sem áhuga höfðu, voru milli 20 og 30 manns á námskeiðinu, á öllum aldri eða frá 14 ára fram á sextugs aldur. Þótti námskeiðið takast í alla staði vel.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.