Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 10

Norðurslóð - 15.12.1987, Blaðsíða 10
„Söngsins unaðsmála - Viðtal við Jóhann Daníelsson kennara og söngvara í fyrsta tölublaði Norðurslóðar var þess getiö að Jóhann Daníels- son hefði orðið fimmtugur 18. nóvember á því ári. Nú hefur Norðurslóð náð tíu ára aldri og Jóhann bætt við sig einum tug og orðinn sextugur. Það er ekki úr vegi að þessi tvö afmælisbörn taki tal saman ekki síst þar sem bæði eiga sterkar rætur í svarfdælskri mold. Jóhann gerði sér og kunningjum dagamun í tilcfni afmælis- ins og koni þá í Ijós, sem margir vissu, hve vinsæll og vinamargur maðurinn er. Kiwanishúsið var troðfullt og kom fólk víða að. Mörg afburða skemmtileg atriði voru flutt í fagnaði þessum. Margar drápur lluttar bæði lesnar og sungnar. Eitt af atriðum í hófinu var að afmælisbarniö söng og lét salinn syngja með sér „Við fjallavötnin fagurblá“ eða lagið sem Jóhann söng í mynd- inni Land og synir, til sælla minninga. Við byrjuðum einmitt að tala um þessa mynd. Jóhann sagði að sér væri minn- isstætt hversu gaman hefði verið að taka þátt í gerð myndarinnar. Atriðið sem hann kont fram í var tekið upp á einum degi. Snjór hafði fallið dagana á undan, en þennan dag var hlýtt. Satt best að segja myndaðist heilmikil gangna- stemmning í hópnum, ekki síst þegar stemman Yfir kaldan eyði- sand var sungin við textann hann Hjalta Haralds Fjallabrúnin fyrna skörp. Alþýðusöngvarinn Á meðan spjall okkar fór fram flettum við í blaðaúrklippum sem Jóhann hefur haldið til haga um ýmis mál. Meðan annars var að finna dónta um myndina. Ingi- björg Haraldsdóttir kvikmynda- gagnrýnandi segir meðal annars í sinni umsögn. „Eitt atriöi í myndinni mun áreiðanlega seint úr minni. Þaö er atriðið í göngun- um, þar sem alþýðusöngvari syngur hárri og skýrri tenórröddu „Við fjallavötnin fagarblá“. Hann stendur á bakka fjalla- vatnsins og í baksýn sjást félagar hans ganga framhjá án þess að gefa honum neinn sérstkan gaum. Þegar söngvarinn lýkur laginu taka aðrir við og syngja önnur lög. Hauststemmningin er allsráðandi og hjárta landsins slær.“ í svipuðum dúr var önnur krítik. Myndin hefur verið sýnd í sjónvarpi víða um heim t.d. í Japan. Ekki höfum við fengið blaðagagnrýni þaðan svo við vit- um ekki hvernig Japanir hafa skynjað hauststemmninguna og alþýðutenórinn. Hins vegar hefur Sveinbjörn Steingrímsson sagt frá því, hrærður, að þegar hann og fjölskyldan höfðu komið sér fyrir í Noregi á síðasta ári til árs dvalar og kveiktu í fyrsta sinn á sjónvarpi hefði fyrstu tónarnir verið alþýðutenórsins en þá var Norska sjónvarpið að endursýna myndina. Annars hefur Jóhann svo sem sjálfur sungið á erlendri grund. Fjórar söngferðir hefur liann far- ið með karlakórnum Fóstbræðr- um 1960. Ári síðar fór hann ntcð sama kór til Finnlands og Rússlands. Söngstjóri Fóst- bræðra var þá Ragnar Björnsson Báðar þessar ferðir voru eftir- minnilegar ekki síst seinni ferðin og gefum Jóhanni orðið: í framandlegu landi Hér var um að ræða fyrstu för íslensks kórs til Rússlands. Menntamálaráðhera Sovétríkj- anna, kona nokkur að nafni Furt- seva var í heimsókn hér á landi og við það tækifæri söng kórinn fyrir hana. Það með öðru varð til þess að ferð þessi var farin. Ekki veit ég hvort þáttur ráðherrans var að öðru leiti nrikill en eitt er víst að móttökur og allt viðmót var með fádæmum gott Við komum inn í landið með langferðabílum frá Helsinki og þegar við komum að landamærunum var allt auð- velt og auðsótt t.d. ekkert leitað í farangri. Allt uppihald og ferða- kostnaður í landinu var okkur að kostnaðarlausu og fengum við meira að segja dagpeninga. Margt var afar framandlegt í þessu landi og kom spánskt fyirr sjónir. I verslunum fengum við aldrei gefið til baka í peningum heldur sælgæti og öðru smálegu og til dærnis á pósthúsum alltaf í frímerkjum. Kórinn söng víða og alls staðar við góðar undirtektir. í Moskvu sungum við í Tchaikovskysöng- höllinni fyrir fullu húsi um 1500 manns. Fiest lögin þurftum við að endurtaka og syngja mörg aukalög. Við vorum komnir í yfirhafnirnar og út á götu þegar við vorum enn kallaðir fram á sviðið. Okkur var sýnt margt mark- vert og allsstaðar þar sem biðrað- ir voru var okkur kippt framfyrir vafalaust af gestrisni. Þannig var það til dæmis við grafhýsi Leníns og Stalíns sem þá voru hlið við hlið. Þeir voru stoltir af neðan- jarðarlestarkerfinu sem þá var nýlegt, enda var þetta mikið mannvirki. Þar voru mósaik- myndir af leiðtogum landsins upp á veggjunr. Heldur var það grát- broslegt að sjá eyðurnar þar sem búið var að má þá út sem í ónáð voru fallnir á þeim tíma. En vinsemd fólksins var hreint ótrúleg. Margir reyndu að kaupa af okkur fötin sem við stóðum í og þeir sem áttu amerískt tyggjó gátu orðið rikir með því að selja fólki það. Við blöðum um stund í blaða- úrklippum og er greinilegt að á þessum tíma hefur ferð þessi þótt viðburður hér á íslandi. Seinni tvær ferðirnar sem Jóhann tók þátt í voru með karlakórnum Geysi á Akureyri. Til Bretlands fór kórinn 1971 og tók þátt í lista- hátíð í Stoke. Auk þess var sung- ið í Glasgow bæði konsert í háskölanum og fyrir sjónvarp. í sjónvarpsupptökunni voru kór- telagar í forláta peysunt frá Heklu. Á eftir slógust heima- Með Fóstbræðrum. Burstaðir skór á Jóhanni karlinum, á Karli Jóhanni í Osló. I*au hjón bæði, Jóliann Daníelsson og Gíslína Gísladóttir. Ljósmynd: Ó.Th. menn um peysurnar og voru þær allar seldar á staðnum. Söngstjóri í ferðinni var Philip Jenkins en undirleikari Kári Gestsson. Sigurður Demens Fransson er síðan orðinn söngstjóri kórsins í seinni ferðinni sem var til Ítalíu. Kórinn söng aðallega í heimahér- aði Demens, fjallahéruðum Norður Ítalíu. Mjög eftirminni- leg ferð segir Jóhann. Á þessum árum var Jóhann starfandi á Akureyri og söng því með Geysi bæði í kórnum og sem einsöngvari. Hins vegar var Jó- hann starfandi á Dalvík þegar hann fór ferðirnar með Fóst- bræðrum sem fyrr var getið. Hann var fenginn til að taka þátt í ferðunum og fékk unr veturinn sendar nótur til að æfa sjálfur fyr- ir norðan. í faðmi námsmeyja Jóhann er íþróttakennari að mennt, lauk íþróttakennara- skólanum vorið 1949. Þá um haustið og næsta haust á eftir kenndi hann á námskeiðum suð- ur með sjó í Grindavík og á Eyrabakka og Stokkseyri. Eftir áramót þessa vetur var hann með námskeið á Blönduósi. Á þessum árum var íþróttakennsla í skólum á landsbyggðinni meira og minna í námskeiðsformi. Um leið var gjarnan þjóðdansanámskeið. Fjóra næstu vetur var Jóhann fastur kennari á Blönduósi og var við bæði almenna kennslu og íþróttakennslu. Hannstarfaði við alla skólana á Blönduósi, þar á meðal Kvennaskólann. raunar bjó Jóhann á heinravist Kvenna- skólans innun um námsmeyjar og borðaði í mötuneytinu með þeinr. Nú dró blaðamaður í efa að í blaðaúrklippum verði að leita heintilda um samskipti hans við meyjarnar. En svo reynist þó vera. 1 gömlu íþróttablaði má finna mikla lofgrein sem ein nánrsmeyjan skrifar um sýningar- hóp sem í skólanum var undir stjórn Jóhanns. En um önnur samskipti verðunr við að leita heimilda hans sjálfs: Ekki veit ég hvernig það hljómar en ég var bæði hlédrægur og feiminn í samskiptum við hið veikara kyn þarna í skólanum. Fyrsta máltíðin í mötuneytinu er mér sérlega minnisstæð. Ég taldi sjálfsagt að öll athygli þeirra beindist að mér og því borðaði ég settlega og lagði mig það heiftar- lega fram í þeim efnum að þegar ég sat einn í matstofunni hafði ég ekkert tekið eftir þegar náms- meyjarnar luku við máltíðina og yfirgáfu salinn. Fæðið í mötuneytinu var mikill veislukostur en ég var svolitið Mynd úr íþróttablaðinu. Sýningarhópur núinsnivyja og íþróttakennarinn. 10 NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.