Norðurslóð


Norðurslóð - 13.12.1991, Blaðsíða 17

Norðurslóð - 13.12.1991, Blaðsíða 17
NORÐURSLÓÐ - 17 greina sem feður barnsins. Annar var Dagbjartur hálfbróðir Beggu. Beggu var það mjög mikilvægt að bróðir sinn gengist við barn- inu, því fór hún af stað að kanna málið. Þegar heim kom var hún spurð frétta úr ferðinni og svar- aði þá: „Ég bar barnið undir hann Dabba og það passaði ekki.“ Begga hafði ekki mörg áhuga- mál. Hún var lítið gefin fyrir hannyrðir og kunni varla með nál að fara og var klaufi við að prjóna. Eitt var það þó sem hún hafði mjög gaman af, en það var garðrækt. Á Völlum hafði Begga litla garðholu, þar sem hún rækt- aði m.a. kartöflur og sumarblóm. í þennan garð lagði hún mikla vinnu og hirti hann svo vel að aldrei sást ein einasta arfaplanta í beðunum. I garðinum gat Begga dundað sér heilu tímana og raulaði þá oft fyrir munni sér þennan frum- samda vísupart. „Það verður góð uppskeran hjá mér í sumar, já hún verður góð, já hún verður góð. “ Einu sinni þegar Begga var spurð að því hvað hún ræktaði í garðinum sagði hún: „Það eru bæði Sóleyjar og Fjóleyjar." Tvennt var það sem Beggu var illa við og hún óttaðist, en það voru bílar og veikindi. Upp í bíla fékkst hún ekki til að fara, heldur fór hún allra sinna ferða fótgangandi. í raun var ekki skrýtið að bílar hrelldu hana, þar sem þeir voru óþekkt fyrirbæri á uppvaxtarárum hennar. Margir sáu aumur á Beggu þegar þeir óku framhjá henni og vildu bjóða henni far og eru til nokkrar góðar sögur af þeim til- raunum. Ein sagan segir frá því þegar Begga var einu sinni á leið til Akureyrar og var boðið far af bíl- stjóra sem séra Stefán þekkti. Þennan mann hafði séra Stefán beðið að taka Beggu upp í, ef að hann keyrði fram á hana á leið- inni. Begga sagði svo frá þessu sjálf: „Og þegar ég var komin inn á hálsinn, þá hvolfdi hann sér þarna yfir mig, hvort sem ég vildi eða ekki. Svo byrjaði þessi skakstur og hristingur, eins og þú veist. Þá fór ég að selja upp og það var það sem mér blöskraði mest, hvað það kom fljótt. Þegar við komum inn hjá Glerá sagði hann að ég mætti bara fara.“ Veikindi óttaðist Begga nær eins mikið og bílana. Ef að hún frétti af veikindum á einhverjum bæ, sneyddi hún framhjá honum eða kallaði heim að bænum úr hæfilegri fjarlægð: „Er ekki pest- in hjá þér núna?“ Þegar Begga var á Völlum gekk eitt sinn flensa þar og til þess að koma hvergi nálægt þeim sem veikir voru í baðstofunni, fór hún heldur út um glugga en að ganga þar í gegn. Þessar varúðarráðstafanir hafa sennilega dugað Beggu vel, því að hún veiktist sjaldan. Hún fékk þó stundum kvef og slæman hósta og sagðist þá vera illt fyrir bringubrjóskinu. Begga hafði sitt eigið læknisráð við þessum kvilla. Hún tók eina til tvær teskeiðar af pipar án þess að blikna og oft virtist piparinn slá á hóstann. Annað heimatilbúið læknisráð notaði hún óspart við vogrís, sem hún fékk stundum, en það var að leggja sveskjur á vogrísinn og það ráð taldi hún óbrigðult. Nokkrar skemmti- legar sögur Hér á eftir fara nokkrar sögur af Beggu og skemmtilegu orðafari hennar. Þessar sögur hafa nokkr- ir sveitunga hennar sagt mér, sem þekktu hana vel og voru samtíða henni. Þessar frásagnir af Beggu eru ekki ætlaðar til að gera lítið úr henni á nokkurn hátt, heldur aðeins til gamans og til þess að hinn sérkennilegi persónuleiki hennar verði ljósari. Einu sinni sem oftar lá leið Beggu í Sökku, þegar hún kom á hlaðið varð á vegi hennar svín. Hún sagði þá: „Að sjá þetta, líkt er þetta hundi, alveg eins og kálfur, verpir hann á hverjum degi?“ Öðru sinni kom Begga í Sökku í asahláku og mikilli hálku. Þegar húsmóðirin á Sökku, Rósa Þor- gilsdóttir, spurði hana hvernig í ósköpunum hún hefði farið að þvi' að komast ein í þessu veðri, svaraði Begga. „Hún Fríða (Arn- fríður Sigurhjartardóttir, hús- freyja á Hofi) fylgdi mér nú út f Velli. Rósa spurði þá hvernig ferðin hefði gengið og sagði Begga þá: „Fríða var nú á klof- töfflum, hún skreið, en ég flaug yfir það allt saman. (Orðið klof- töfflur notaði Begga yfir stígvél.) Begga giftist aldrei og þegar hún var spurð að því af hverju hún hefði aldrei gifst, var hún vön að segja: „Ætli það hefði ekki orðið einhver bölvaður drullusokkurinn." Eða hún svar- aði þannig: „Hann þyrfti þá að vera betri en ég.“ Enda þótt Begga giftist ekki sjálf hafði hún áhuga á að aðrir gerðu það og einhverju sinni var hún að skamma mann fyrir að hafa ekki gift sig. Maðurinn tók lítið undir orð Beggu og hún varð vör við það og sagði: „Ef þú ferð út í það að gifta þig skaltu hafa það betra en þú ert sjálfur.“ Öðru sinni spurði hún Svein- bjöm Guðjónsson á Hreiðarsstöð- um: „Af hverju giftir þú þig ekki?“ Hann svaraði því til, að enginn vildi sig. En Begga dó þá ekki ráðalaus, og sagði: „Af hverju ferðu þá ekki til Ólafs- fjarðar, þar giftast allir.“ Begga hafði ákaflega gaman af því að syngja og eitt sinn var hún stödd á Melum 17. júní. Um kvöldið var Begga háttuð og komin í rúmið, en í útvarpinu var Þjóðkórinn að syngja undir stjórn Páls ísólfssonar. Páll var alltaf að segja fólkinu sem heima sat að syngja nú með kórnum. Þá reis Begga upp í rúminu og söng með af öllum lífs og sálar kröftum. Þegar lagið var búið sagði Begga: „Skyldi hann hafa heyrt til okkar?“ Eins og frá hefur verið greint fór Begga árlega út í Hrísey. Þeg- ar hún kom þaðan einhverju sinni, sagði hún eftirfarandi um karl í Hrísey sem seldi ull: „Það var karl í Hrísey og kerl- ingarnar voru alveg vitlausar í að fá það hjá honum og hann seldi það á 7 krónur kílóið.“ Á ferðum sínum milli bæja fékk Begga oft fylgd. Séra Stefán Snævarr fylgdi henni einu sinni frá Völlum upp í Uppsali og fyrir þeim var lækur. Séra Stefán lagði þá til að þau gengju ofar þar sem snjór væri yfir læknum og færu heldur þar yfir. Beggu fannst það mesti óþarfi og sagði: „Þú getur farið, en ég stekk.“ Begga fékk eitt sinn tækifæri til að fara til Siglufjarðar og þegar hún var búin að koma sér fyrir í bátnum varð henni að orði: „Ekki hélt ég að lægi fyrir mér að fara til annarra landa.“ Einu sinni ætlaði Begga að heimsækja Zophonías Þorkels- son frá Hofsá, en hann bjó þá í Ameríku. „Ég ætla bara að fara beint upp frá Hofsárkoti og koma hvergi við á íslandi, sagði Begga þegar hún var að segja frá ferðatilhög- un sinni.“ Begga lýsti einu sinni kaup- manni á Dalvík á þennan hátt: „Þgð er svo gott að versla hjá honum Sigga Jóns, að ég gæti rið- ið honum upp á hvern einasta einteyming." (Hér er átt við Sigurð Jónsson, fyrrum kaup- mann á Dalvík.) Hér verður látið staðar numið í útdrætti úr þessari ágætu ritsmíð um Beggu gömlu. Ýmsar fleiri sögur eru til af Beggu, mismerki- legar að sjálfsögðu, og væri ef- laust hægt að fylla heila bók ef þeim yrði öllum safnað saman. Þó getur blaðamaður ekki stillt sig um að bæta við einni sögu sem margir kannast við en er ekki að finna í ritgerðinni. Kristinn Stefánsson sonur séra Stefáns á Völlum var í miklum metum hjá Beggu. Hann var læknislærður og prófessor í læknisfræði við Háskóla Islands. Einhverju sinni er Kristinn stadd- ur heima á Völlum. Begga er þar einnig og ber sig eitthvað aum- lega svo Kristinn spyr hana hvað að henni gangi. Begga svarar því til að henni sé eitthvað illt í „naflabeininu“. Og hvar er nú naflabeinið?“ spyr Kristinn undr- andi. Þá hrópar Begga gamla upp yfir sig öldungis gáttuð: „Þú ættir nú að vera sprenglærðari og þekkja ekki á þér staðina.“ Begga var ekki hrifín af Ijósmyndurum. cl /V' U-ÚÚ / / u cr ia u u Uú / / (i uu (í D (x 0 Nordurslóðar Á u Ð: N 1 U ^ / Ekki er gerður greinarmunur á a og á, • LJ A/lS i i vV ,, nií r\ i og y, i og y, u og u, o og o.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.