Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær 19. árgangur Miðvikudagur 25. október 1995 10. töiublað Mikil alvara í sameiningarumræðu Sveitarfélögin við utanverðan Eyjafjörð skipa sameiginlega nefnd til að skoða skólamál og fleira Hér í Norðurslóð hefur verið sagt frá hugmyndum um stofnun skólaþjónustuskrifstofu á Dalvík sem þjóna mundi öllum skólunum við utanverðan Eyjafjörð þegar grunnskólarnir verða alfarið komnir á ábyrgð sveitarfélaganna. Á vegum Eyþings er nú verið að útfæra frekar tillögur um hvernig sveitarfélögin í Norð- urlandskjördæmi eystra skipa málum þegar fræðsluskrifstof- urnar verða lagðar niður. Sjón- armiði bæjarstjórnar Dalvíkur um að skrifstofa verði hér sem hluti af sameiginlegri lausn hefur verið komið á framfæri. Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri á Dalvík er í nefnd á vegum Eyþings sem fjallar um þetta mál. Hún er nú að störfum og mun skila af sér tillögu innan fárra vikna. Að frumkvæði Dalvíkurbæjar hefur verið sett á legg önnur nefnd til að útfæra hugmyndina um skrif- stofu hér og hafa sveitarstjómir á svæðinu tilnefnt fulltrúa í þessa nefnd. Frá Ólafsfirði verða Óskar Sigurbjömsson skólastjóri og Rún- ar Guðlaugsson félagsmálastjóri, frá Dalvík Halldór Guðmundsson félagsmálastjóri og Anna Baldvina Jóhannesdóttir aðstoðarskólastjóri, frá Svarfaðardal Helga Hauks- dóttir skólastjóri, frá Árskógs- strönd Amþór Angantýsson skóla- stjóri og frá Hrísey Sigurður Þor- steinsson skólastjóri. I erindisbréfi nefndarinnar er sagt að auk grunnskólamála eigi nefndin að athuga hvemig þjón- usta við leikskóla, tónlistarskóla og einnig bamavernd og ýmis fé- lagsþjónusta sveitarfélaganna geti tengst þessari skrifstofu. Hér á svæðinu er ekki starfandi leik- skólafulltrúi eins og æskilegt væri og gert er ráð fyrir í lögum um leikskóla. Þó hvert sveitarfélag um sig hafi ekki treyst sér til að ráða leikskólafulltrúa er kominn mögu- leiki til að leysa fram úr því sam- eiginlega. Bamavernd og þjónusta við fatlaða er málefni sem hefur verið í skoðun en ekkert fast fram- tíðarform er komið á. Oskar Sigurbjömsson frá Olafs- firði kallar nefndina saman og heldur hún fyrsta fund sinn í byrj- un vikunnar. Nefndinni er ætlað að vinna hratt og eiga niðurstöður hennar úr athugun þessara mála að liggja fyrir á allra næstu vikum. Nefnd um frekara samstarf Bæjarstjórar og oddvitar á svæð- inu hafa á undanfömum árum haldið með sér samráðsfundi til að ræða ýmis mál sem eru sameigin- leg með sveitarfélögunum. Einn slíkur fundur var haldinn í byrjun október og þar kom fram mikill vilji þessara embættismanna til að vinna sameiginlega að úrlausn ým- issa sameiginlegra verkefna og auka samvinnu sveitarfélaganna. í framhaldi af þessum fundi sam- þykkti bæjarstjórn Dalvíkur tillögu sem borin var fram af oddvitum allra lista sem sæti eiga í bæjar- stjóm. Tillagan var svohljóðandi: „Til að fylgja eftir þeim mikla samstarfsvilja sem fram kemur í fundargerð 54. samráðsfundar, samþykkir bæjarstjóm að fela bæj- arstjóra að leita eftir því að skipuð verði sameiginleg nefnd þessara sveitarfélaga sem fari yfir og meti möguleika á frekara samstarfi og /eða sameiningu þeirra. Bæjar- stjórn leggur áherslu á, að ef já- kvæð niðurstaða fæst af hálfu hinna sveitarfélaganna verði skip- an nefndarinnar hraðað, svo hún geti hafið störf hið fyrsta." Undir þessa tillögu skrifuðu Svanfríður Jónasdóttir, Trausti Þorsteinsson og Kristján Ólafsson. Tillagan var samþykkt einróma af öllum sjö bæjarfulltrúum. Það er því ljóst að á næstu mán- uðum verður mikið rætt um sam- eiginleg verkefni og sameiningu hér á þessu svæði og alveg hugs- anlegt að tíðinda verði fljótlega að FYRSTI HAUSTSNJÓRINN féll á dögunum en staldraði stutt við. Hvönnin sú arna gránaði fyrir hærum um stund. Fleiri haustmyndir eru á bls. 4. ✓ Askrifendasöfnunin Kappinn snjalli Einn lesandi Norðurslóðar varð þeirrar gæfu aðnjótandi að finna blaðinu þrjá nýja áskrifendur í síðasta mánuði. Sá heitir Þórarinn Eldjárn í Gullbringu og fær hann lof að launum: Heill þér, kvœðaklórarinn! Kappinn snjalli; Þórarinn. Anclans Edenslundurinn, Eldjárnaði hundurinn* *(SigurpáIl heitinn á Steindyrum notaði „hundur" sem gæluorð yfir menn. „Sá Eldjámaði hundur" hafði liann á orði uin einstaklinga af Eldjámsætt). Áskriftarsöifiunin mun halda áfram og eru lesendur hvattir til að líta vel í kring um sig eftir nýjum áskrifendum. Nokkrir hafa safnað einum og jafnvel tveirn en vísuna fá þeir ekki fyrr en sá þriðji er í höfn. HjHj Hugmyndir Árna Steinars Jóhannssonar um skipulag lóðar umhverfis félagsheimilið á Húsahakka. Framkvæmdir hafnar við knattspyrnuvöll Framkvæmdir við félagsheimilið á Húsabakka fara nú fljótlega að hefjast aftur eftir nokkurt hlé. Trévek hefur gert tilboð í seinni áfanga verksins, þ.e. innrétting- ar, og er nú verið að skoða það tilboð að sögn Átla Friðbjörnssonar oddvita. Gert er ráð fyrir að húsið verði fullbúið í janúar eða febrúar 1997. Hvort einhver hluti þess, t.d. salur verði brúkhæfur eitthvað fyrr er al- farið undir verktökum komið segir Atli hvort sem það verða Tré- verksmenn eða einhverjir aðrir. Árni Steinar Jóhannsson hefur lagt fram tillögur að skipulagi lóðar- innar. Nú þegar hefur verið gengið frá grófjöfnun undir fyrirhugaðan knattspymuvöll vestan við félags- heimilið nýja. Verður völlurinn látinn síga og jafna sig eftir jöfn- unina í vetur en næsta sumar munu framkvæmdir við lóð halda áfram. Ut í óvissuna - Pátttakendur í sjöunda himni Það hefur víst varla farið fram- hjá neinum hér um slóðir að tveir framtaksamir Dalvíkingar, þeir Júlíus Júlíusson og Bjarni Jónsson, standa fyrir ævintýra- ferðum um þessar mundir sem þeir nefna „Út í óvissuna“. Fyrsta ferðin var farin helgina 6.-8. október og tók þátt í henni 18 manna hópur víðsvegar að af landinu. Dagskráin var fjöl- breytt eins og vænta mátti og kom þátttakendum sífellt á óvart eins og lofað hafði verið. Að sögn Bjama voru átján- menningamir afskaplega ánægðir með túrinn enda höfðu þeir eftir helgina reynt eitt og annað sem aldrei hefði hvarflað að þeim að gera annars, farið í fjós, ratleik, eróbikk og sund, siglt á gúmmí- bátum, snætt grillmat á bílaverk- stæði, þegið veitingar í helli í Múlagöngum og tjúttað fram eftir nóttu á balli á Sælunni svo fátt eitt sé nefnt. Enginn veitti því athygli að það haugrigndi svo að segja alla helgina, enda hitti þetta ævintýri á mestu rigningarhelgi ársins á Norðurlandi. Það hlýtur að segja nokkuð til um stemmninguna. Að sögn Bjama hefur næsta ferð ekki enn verið ákveðin en send hafa verið kynningarbréf vítt og breitt um landið til starfsmannafélaga, í skóla og víðar og vonast þeir fé- lagar til að geta haldið úti reglu- legum óvissuferðum í allan vetur. Dagskráin verður aldrei sú sama frá ferð til ferðar og ferðaáætlunin eingöngu kunn fararstjómnum tveimur, Júlla og Bjama, sem kunnir eru hér um slóðir fyrir einkar frjótt ímyndunarafl og uppátektarsemi í ríkum mæli. Allt Eyjafjarðarsvæðið er leiksvið þeirra og leikendumir vonandi fólk af öllu landinu sem finnst gaman að lifa og láta koma sér þægilega á óvart. Þama er á ferð- inni góð nýbreytni fyrir t.d. starfs- mannafélög sem slær allar hefð- bundnar árshátíðir út. Fjölmargir aðilar lögðu þeim félögum lið í fyrstu ferðinni og vildi Bjami nota tækifærið og þakka þeim öllum stuðninginn. Hann lagði áherslu á að ferðir þessar væru ekki síður við hæfi heimamanna en annara og hvatti ferðaglaða Dalvíkinga til að slást með í för út í óvissuna. HjHj Dalvískar byggingar vekja athygli Nýlega rak á fjörur okkar Fréttablaðið Húsið. í þessu tölublaði er ítarleg umfjöllun um byggingafyrirtækið Tré- verk hf. á Dalvík og birtar ljósmyndir af byggingum sem fyrirtækið hefur reist hér á Dalvík. Þar er sundlaugin á Dalvík kjörin bygging mánaðarins og henni gerð nákvæm skil í ntáli og myndum.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.