Norðurslóð - 24.01.1996, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 24.01.1996, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Ráðning jólagetrauna Norðurslóðar 1995 Myndagáta Norðurslóðar innum og hrciAum irfrhljóAum. f ra<\ciu, rtkk C+“sr+) L ) «r0 am ........ F& FríiHr _* e",a- Æ, “f ___________________________ í j#4h éíl ftMHt* kntUMýé*** . *4S*' ^Q? mtukt'F. I «<* Í^***S • /í:rí*t- ^r/*J * ^A¥Íh Lausn á myndagátu Dregið var úr réttum lausnum og upp kom nafn Erlu As- mundsdóttur, Kringlumýri 10, Akureyri. Hún fær send bókaverðlaun. Ljóðagetraun Til þess að spara plássið verða spurningarnar ekki endurteknar hér, heldur látið nægja að feitletra rétt svar. 1. Jörðin, undan grímu grætur. (Höf. Sigurður Breiðfjörð). 2. Krummi, brýndi gogginn vel. (Krummavísur, Jón Thorodd- sen). 3. Einkavinurinn minn. (Tóm- asarhagi, Jónas Hallgríms- son). 4. Háin, af Vakra Skjóna. (Vakri Skjóni, Jón Þorláksson Bæg- isá) 5. Hafnarslóð á. (ísland, Bjarni Thorarensen). 6. Fáninn. (Til fánans, Einar Benediktsson). 7. Island. (Island ögrum skorið, Eggert Olafsson). 8. Brennivínið, bætir allt. (Höf. Páll Ólafsson). 9. Þegar þeir sjá á bæjunum rjúka. (Þjóðvísa). 10. Kona í barnsnauð. (Sveinn Pálsson og Kópur, Grímur Thomsen). 11. A kolbláum ís. (Móðurást, Jónas Hallgrímsson). 12. Vorgyðjan. (Vorhvöt, Stein- grímur Thorsteinsson). 13. Sólin skreytir skiparaðir. (Sjó- mannasöngur, St.Thorst.). 14. í tunglsljósi á ís. (Álfadans, Grímur Thomsen). 15. Þröstur. (Sumarkveðja, Stein- grímur Thorsteinsson). 16. I 56 ár samfellt hér. (Guðbr. Hólabiskup, Matthías Joch.). 17. Klárinn minn. (Sprettur, Hannes Hafstein). 18. Sól er að kveðja... (Kvöld í sveit, Guðm. Guðmundsson). 19. Fjöritíu franskar duggur. (Jón Ólafsson). 20. Selurinn látrar sig um þetta hvíta grjót. (Hafís, Einar Ben.) 21. I svanalíki lyftist moldin hæst. (Svanur, Einar Ben.). 22. Torfan kyssir náinn. (Enginn grætur Islending, Jónas Hallgr.). 23. Grettir heldur í feldinn. (Úr Grettisljóðum, Matth. Joch.). 24. Kemur út, bindur hnút að hálsi hanans, hengir hann og étur. (Þorsteinn Erlingsson). 25. Skúli gamli sat á Sörla einum. (Skúlaskeið, Grímur Thom- sen). 26. Blessuð lömbin bera Snoppu að blómsturtopp. (Sig. Guð- mundsson). 27. Hjartað í mér er, eins og bráðið smér. (Höf. ókunnur). 28. Til æskudraumalanda. (Sigl- ing, Örn Arnar) 29. Argur fólinn urgar hólinn. (Hjálmar Jónsson). 30. Um ljúfar ljósar sumarnæt- ur. (Hannes Hafstein). Þau sem sendu inn réttar lausnir eru þessi: Jóna G. Snævarr, Seltj.n., Freygarður Þorsteins- son Rvík, Lilja og Dómhildur Klaufabr.koti, Jónína Kristjánsdóttir Klængshóli, Björn Daní- elsson Laugabrekku, Bjöm Þórðarson Ak., El- ísabet og Aðalgeir Mánárbakka, Sigvaldi Jóns- son Húsavík, Fjölskyldan Baldursheimi. Svan- hvít Ingvarsdóttir Syðri Skál, Stefán Jónmunds- son Dalvík, Eysteinn Gíslason Skáleyjum, Hall- grímur Einarsson Urðum, Hálfdán Pétursson Ak. Starfsmenn Heilsugæslustöðvar Ak. Jó- hanna og Óttar Svalbarði, Anna Björg og Gísli Ak, Pálína Jóhannesdóttir Möðruvöllum og Anna Sölvadóttir Ytra-Garðshomi. Dregið var úr réttum lausnum og upp kom 9. nafnið, og það er Fjölskyldan Baldursheimi Arn- arneshreppi. Þau fá senda bók áð- ur en langt líður. Til hamingju. Lausnarvísur Jólakrossgátunnar 1995 eru þessar: Andinn mér í brjósti býr brenn í skinni að vanda Hrukka ennið hnykla brýr helli í mig landa. Stýra andans penna er puð párafram og aftur upp og niður. Góði guð gefmér endist kraftur Líkist helst til léttasótt loksins fæðist vefur. Höfundurinn liallarfljótt liöfði á kodda og sefur. Fréttatengdar setningar kross- gátunnar eru: Séra Friðrik reistur minnis- varði á fœðingarstað hans. Ohemju snjóþyngsli einkenndu veturinn sem leið, og vatnavextir voru miklir í kjölfar leysinga. Yfir Heljardalsheiði á hjólum. Fyrsti kjörni þingmaður sem sögurfara af. Kvartett kenndur við Tjörn. Ævintýraferð út í óvissuna eru nýstárlegar ferðir gerðar út frá Dalvík. Kvenfélagið Tilraun 80 ára. Vígð nýbygging við Dalbœ. Dregið var úr réttum lausnum, og upp kom nafnið Gunnar Frið- riksson Ásvegi 7 á Dalvík. Til hamingju Gunnar. Þú færð senda bók. Ögerlegt er að birta nöfn þeirra sem sendu inn lausnir, þeir skifta fleiri tugum, og plássið er búið. Bestu þakkir fyrir þátttök- una. Svör við bókmenntaget- raun Norðurslóðar 1995 1. Englar alheimsins - Höfundur Einar Már Guðmundsson 2. Svartfugl - Gunnar Gunnarsson 3. Atómstöðin - Halldór Laxness 4. Grámosinn glóir - Thor Vil- hjálmsson 5. Egils saga Skallagrímssonar - Snorri Sturluson. Þeir sem sendu inn réttar lausn- ir voru: Hálfdán Pétursson Ak., Bjöm Þórðarson Ak., Eysteinn Gíslason Skáleyjum, starfsmenn Heilsugæslu Ak., Óttar og Jóhanna Svarbarði, Ingibjörg Hjartardóttir Rvík, Þómnn Elíasdóttir Hafnarfírði. Vinningshafi bókmenntaget- raunar 1995 er Hálfdán Pétursson Hjarðarlundi 9, Akureyri. Til hamingju. Vísubotnar Fjöldi vísubotna barst, og er ógern- ingur að birta þá alla.Við erum þó með sýnishorn af þeim til gamans. Fyrripartamir voru: 1. Hvernig verður veturinn von er að menn spyrji 2. Svar við lífsins leyndardóm liggur í þessum orðum 3. Bráðum koma jólin jamm Ég er ekki frá því Botnar við 1. vísu: Ætla má að ótíðin eftirjólin byrji. Eysteinn Gíslason Ufinn kannske í endirinn allvel þó liann byrji. Hjalti Finnsson. Gamla eymdarsönginn sinn sagt er margur kyrji. Hartmann Eymundsson. Trúlegt er að trekkurinn tímanlega byrji. Heiðdís Norðfjörð. Hörkufrost og hretin stinn held eg á Þorra byrji. Hjálmar Freysteinsson. Enginn sönginn metur minn mikið þótt eg kyrji. Pétur Pétursson. Eflaust kaldur enn um sinn og yfir snjónum smyrji. Svanhvít Ingvarsd. Passar ekki Pétur minn um páska vorið byrji. Sig Jósefsson. Botnar við 2. vísu: Gaktu hœgt á gœfuskóm Guðs að nœgtaborðum Ey. G. Frúnni skaltu fœra blóm fari allt úr skorðum P. P. Ljúft er að vökva lífsins blóm líkt og skáldið forðum. Þorvaldur Hallsson. Ekki duga orðin tóm allt þá fer úr skorðum H. Eym. Eg slœ þvífrá og sletti í góm og slít úr öllum skorðum. 3 Baldvinsdætur Botnar við 3. vísu: Börnum gefíð besta namm bók ogfötin spáný. Sigvaldi Jónsson. Því heyrist stundum haldiðfram að heimurinn sé á því. Hjalti. F. Að Dalvíkingum fari fram efflestir lentu á því. Hjálmar Fr. Að barniðfái að bragða namm sem berst í skóinn hjá því. Sig. Jósefsson Þau líða fljótt við dufl og djamm og drengir verða á því. 3 Baldvinsdætur. Svarfdælabúð Dalvík Bondadagur Þorrí byríar Þorramatur í úrvali Utbúum þorramat í trog fyrir smærri eða stærri hópa Pantið tímanlega!

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.