Norðurslóð


Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 24.04.1996, Blaðsíða 6
6 - NORÐURSLÓÐ x ^ Hermína Gunnþórsdóttir: I Islendingabyggðum í suðurhluta Afríku - Frásögn af jólaheimsókn til Namibíu Göngutúr í Luderitz. Namibísk hangikjötsveisla. Frá vinstri: Kristín, Gunnþór, Þór, Ómar, Inga, Arný, Arnar og Ása. Það var á haustdögum sem drög voru lögð að því að sá hluti fjöl- skyldunnar sem enn hírðist á ísaköldu landi reyndi að heim- sækja foreldra okkar í Namibíu um jólin. Það var þó ekki hlaup- ið að því að fá flug og þegar nokkuð var liðið á desember virtist Ijóst að við kæmumst ekki að sinni. En tími kraftaverkanna var einmitt að ganga í garð og rétt fyrir miðjan mánuð hringdi pabbi í okkur með þær fréttir að tekist hefði að útvega okkur flug í gegnum skrifstofuna úti. Við höfðum engan umhugsunarfrest og vorum því á leiðinni til Nami- bíu eftir fimm daga. Foreldrar mínir höfðu dvalið í Namibíu frá því í maí. Aður en þau fóru vissi ég nánast ekkert um land og þjóð, annað en að það væri Afríkuríki. Namibía liggur að Atl- antshafi, á suðvesturströnd Afríku og er að mestu háslétta í um 1200 metra hæð, áttfalt stærra en ísland. Loftslagið er víðast heittemprað og mjög þurrt. Sandur er yfirgnæf- andi í landslaginu og víða má sjá há og tignarleg sandfjöll eða öldur. Namibía hefur lengst af verið und- ir stjóm annarra, Þjóðverja, Breta og síðast Suður-Afrfku en Nami- bía varð ekki sjálfstætt ríki fyrr en árið 1990. Ferðalagið hófst föstudaginn 15. desember. Við gistum hjá Hönnu móðu í Keflavík (Hanna móða er föðursystir mín en móður- systir annarra frændsystkina minna og því ávallt kölluð Hanna móða) og svo var lagt í hann árla morguns. Við flugum til London og biðum á flugvellinum á Heath- row í sex klukkutíma eftir fluginu til Namibíu. Spiluðum Svarta-Pét- ur á milli þess sem við virtum fyrir okkur mergð Japana og Indverja sem voru í miklum meirihluta í flugstöðinni. Tveggja hæða risa- fugl frá flugfélaginu Namibía air var brátt tilbúinn til að flytja okkur til Afríku. Eftir klukkutíma flug var millilent í Frankfurt en síðan haldið áfram. Fljótlega var borinn fram vel útilátinn kvöldverður og léttvín í boði fuglsins, allt með ágætum. Við vorum þó ekki sár- soltin því íslenski bóndinn og bóndasonurinn höfðu lagt á það mikla áherslu að við yrðum að borða vel og hafa magafylli þegar flugið hæfist, því óvíst væri að við fengjum vott né þurrt fyrr en á leiðarenda í Lúderitz! Annars gekk flugið vel og við vorum lent í Windhoek, höfuðborg Namibíu eftir 10 klukkustunda flug frá London, þaðan fórum við með lítilli eins hreyfils vél til Lúderitz. Við fengum hlýjar móttökur í alla staði. Eftir útsýnisferð um bæ- inn var heilsað upp á Islendingana sem flestir búa í tveggja hæða fjöl- býlishúsi inni í bænum. Það leyndi sér ekki þegar við nálguðumst slóðir íslendinganna, hlátrasköll frá svölum hússins og íslenskir krakkar í eltingaleik. A ströndinni hittum við fleira fólk sem lá í sól- baði og naut lífsins. Allir Islendingamir í Lúderitz og reyndar flestir sem starfa í Namibíu, hafa atvinnu tengda sjávarútvegi. Mikið þróunar- og uppbyggingarstarf er unnið í Namibíu af öðrum þjóðum og Is- lendingar hafa m.a. sinnt sjávarút- vegi. í Lúderitz sem er í suður Nami- bíu, búa um 50-60 Islendingar sem starfa hjá Fyrirtækinu Seaflower sem eru í eigu Islenskra sjávaraf- urða og namibíska ríkisins. Fyrir- tækið á nokkra togara en yfirmenn þeirra eru allir íslenskir og stjóm- endur fiskvinnslunnar í landi eru einnig flestir íslenskir. Pabbi er skipstjóri á togaranum Rex en mamma, ásamt annarri konu, hefur atvinnu í frystihúsinu við að kenna vinnubrögð og ekki síst við að halda uppi hraða sem mér skilst að sé ekki minnsta vandamálið. Nokkrum dögum eftir að við kom- um til Lúderitz fómm við í heim- í frystihúsi Seaflower. Steingerður og Sigmar raeða við gestina. Bak við þau má greina kunnugleg form Sæplastkerjanna frá Dalvík. Dalvíkurbœr SUMARKVEÐJA Með hœkkandi sól fylgja bestu sumaróskir til allra Dalvíkinga nœr og fjœr GLEÐIRÍKT SUMAR Dalvíkurbœr Útgerðarfélag Dalvíkinga sendir sjómönnum á b/v Björgvini og b/v Björgúlfi, fjölskyldum þeirra, svo og öðrum Dalvíkingum bestu óskir um gleðilegt sumar Sendum starfsfólki okkar á sjó og landi, svo og viðskiptovinum okkor um allt lond bestu óskir um GLEÐILEGT SUMAR BLIKI hf. I

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.