Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 20

Svava - 01.10.1903, Blaðsíða 20
116 kápu ei' liggur á öxlum þeim, en konuv stuttkiitli; sumar konur vefja utan um sig ullarvoð, alveg upp að augum. Það er líka algengt að sjá konur bera á bak- inu ungbörn sín í þessum voðum. Daglegalífið er ekki margbreytilegt hjá þessum hell- isbúum og hefir á sér nokkuð kynlegan blæ. I dögun rísa þeir úr rolckju, en fyrsta verk húsbóndans er, að reyna með furuköngli að rífa niðurúr kolsvarta hárlubban- um á sér, en húsmóðirin gengur að steini sínum og tekur til að mylja sundur maískorn, sem hún síðan býr til kökur úr og steikir þær á grunnri leirpönnu yfir glæðum. I leirbolla hrærir hún saman ögn af muldu maískorni og vatn; en til að gera drykk þenna ljúfieng- an, lætur hún í bollanu seyði af ljúfætum rætum, Stundum sér maður húsfrevju setja leirpott á glóðir — er húu lætur hvíla á þremur steinum — og sýður í honum baunir. Mýs eru uppáhaldsréttur hjá Tarahú- mörum. Þeir eru svo sólgnir í þessi litlu dýr, að þeir sækja oft um leyfi hjá Mexikóbúura að fá að veiða þau í híbýlum þeirra. Eu ávalt er sjálfsagt að biðja um levfi. Mýsuar veiða þeir í gildrur, sern bera vott um töluvert hugvit hjá þjóðllokk þessum. Smádýr þessi matroiðir húsfreyja þannig: fyrst flær hún þau, síðan þræðir hún þau að endilöngu uppá viðartá og steikir þau á leirrist

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.