Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.03.2006, Blaðsíða 2
 Reykjanesbær: Bjóða fram S-lista í Sandgerði Á FÉLAGSFUNDI í Sam- fylkingunni í Sandgerði 21. febrúar 2006 var ákveðið að bjóða fram lista við sveitar- stjórnarkosningarnar í vor undir listabókstafinum S og að óskað yrði samvinnu við óháða borgara. Deildar meiningar hafa verið í félaginu um hvort boðið yrði frarn undir listabókstaf- inum K en Samfylkingin heíúr undanfarnar kosningar verið í samstarfi við óháða borgara í K-listanum. Stjórn félagsins lét kanna skoðanir félagsmanna á þessu í símakönnun á mánu- dagskvöldið. Það náðist í 118 manns og 100 svöruðu. Um 26% vildu að Samfylk- ingin byði fram K-lista, 28% vildi S-lista og um 45% sögðu að það skipti ekki máli hvor stafurinn yrði notaður. Á fundinum var einnig ákveðið að fara í opið próf- kjör til að velja þrjá efstu menn listans. Landsbankinn MUNDI Hugmynd að slagorði fyrir Sandgerðisbce: „Iðnaðarsvœði sem rokkar“ Bæjaryfirvöld í Sandgerði hyggjast nýta Rockville-svæðið undir iðnaðarhverfi. Nú þegar búið er að jafna mannvirkin þar við jörðu eru til staðar lagnir og grunnar sem vel væri hægt að nýta í þessu skyni. Að sögn Sigurðar Vals Asbjarnarsonar, bæjarstjóra í Sandgerði, hefur Hitaveita Suðurnesja lagt í umtalsverðan kostnað við hitaveitu- og rafmagnslagnir inn á þetta svæði. Auk þess er þarna mikil holræsalögn sem liggur út í Garðskagasjó. Þessar lagnir er vel hægt að nýta áfram auk þeirrar gatnagerðar sem fyrir liggur á svæðinu. Bæjaryfirvöld áttu fund með utanríkisráðherra á þriðjudag vegna málsins en svæðið er ennþá inni á varnarsvæði og vonast er til að hægt verði að ná samkomulagi um afhendingu þess innan tíðar. Að sögn Sigurðar getur iðnaðarhverfi á þessum stað haft góða tengingu við bæði Helguvík og flugvallarsvæðið. Verið sé að undibúa markaðsátak varðandi atvinnumálin í Sandgerði og vonandi verði hægt að móta það með þetta svæði inn í myndinni. H Sparisjóðurinn í Keflavík: I öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum Sparisjóðurinn í Kefla- vík mun loka hringnum í afgreiðsluneti sínu á Suðurnesjum næsta mánu- dag. Sparisjóðurinn tekur þá við afgreiðslu Landsbankans í Sandgerði ásamt samningi um póstafgreiðslu sem Lands- bankinn og fslandspóstur hafa verið aðilar að. Á næsta ári heldur Sparisjóð- urinn upp á 100 ára afmæli en fyrsta afgreiðslan var opnuð í Keflavík 1907. Næsta afgreiðsla var opnuð í Njarðvík 1977, fimm árum síðar í Garði og í Grindavík 1987. Afgreiðslan í Vogum var opnuð 2002 og nú er hringnum lokað með opnun afgreiðslu í Sandgerði. Afgreiðslan verður á sama stað fyrst um sinn en ekki er úti- Iokað að hún verði flutt í nýtt húsnæði seinna á árinu. Stærsta breytingin sem nýir og núver- andi viðskiptavinir Sparisjóðs- ins í Sandgerði munu finna fyrir er að opnunartíminn verður færður í sama horf og í öðrum afgreiðslum. Opnað verður kl. 9:15 og opið verður til 16:00 alla virka daga. Til hægðarauka fyrir viðskipta- vini afgreiðslunnar munu einungis bankanúmer þeirra breytast en öll reikningsnúmer haldast óbreytt. Afgreiðslan verður mönnuð blöndu af starfs- mönnum Sparisjóðsins og nú- verandi starfsmönnum Lands- bankans. Geirmundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri lýsti ánægju sinni með að Sparisjóðurinn skyldi loksins vera kominn með af- greiðslu í Sandgerði. „Margir Sandgerðingar hafa lagt hart að okkur undanfarin ár að koma til Sandgerðis, bæði viðskipta- vinir okkar og annarra. Það varð síðan úr að við gengum til samninga við Landsbankann um kaup á afgreiðslunni. Með kaupunum er Sparisjóðurinn í Keflavík nú í öllum sveitarfé- lögum og alls staðar vinnum við náið með samfélaginu að upp- byggingu íþrótta- og menning- arstarfs." I tilefni af opnuninni mun Sparisjóðurinn veita fé til sam- félagsins í formi peningagjafa til íþróttafélagsins Reynis, Björg- unarsveitarinnar Sigurvonar og Fræðasetursins. Á sama tíma mun afgreiðsla Sparisjóðsins í Garði verða flutt um set yfir á Heiðartún 2. Þar verður afgreiðslan til húsa þar til ný ráðhúsbygging hefur risið á lóð gamla Sparisjóðsins. Zl Efstu sætin óbreytt hjá Sjálfstæðis- mönnum Efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins eru óbreytt frá sveitarstjórn- arkosningunum 2002 og mun Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, áfram leiða framboðslistann en hann mun ekki gefa kost á sér fyrir kom- andi Alþingiskosningar. Þá fjölgar konum um 30% á nú- verandi framboðslista frá þeim síðasta en af 22 frambjóðendum eru 9 konur á lista. Listinn er eftirfarandi: Árni Sigfiisson Böðvar Jónsson Björk Guðjónsdóttir Steinþór Jónsson Sigrtður Jóna Jóhannesdóttir Þorsteinn Erlingsson Garðar Vilhjálmsson Guðný Ester Aðalsteinsdóttir Magnea Guðmundsdóttir Haraldur Helgason Anna Steinunn Jónasdóttir Gunnlaugur Kárason Margrét Sæmundsdóttir Sigurvin Guðfinnsson Margrét Sturlaugsdóttir Árni Þór Ármansson Iris Valþórsdóttir Einar Magnússon Albert Albertsson Sigrún Hauksdóttir Konráð Lúðvíksson Kristján Pálsson Lestrarmenning í Reykjanesbæ: FÁLKINN OG STIÁNI BLÁIVERÐLAUNAÐIR Fálkinn og Stjáni blái reyndust hlutskarpastir í handritasam- keppni Lestrarmenningar Reykjanesbæjar en samkeppn- inni var m.a. ætluð til að vekja athygli barna á að skemmti- legt söguefni geti leynst allt um kring. Fálkinn er enginn annar en Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrum landsliðsmaður í lcnattspyrnu, en bókahandritið hans „Litla rauða músin“ hlaut verðlaun ásamt bókahandriti Ingibjargar M. Möller er ber nafnið „Aragrúi." Dómnefnd valdi handritin af mikilli kostgæfni en hana skipuðu þau Guðni Kolbeinsson, formaður dóm- nefndar, Guðbjörg M. Sveinsdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir. Samkeppnin var öllum opin en skilyrt var að aðalsögusviðið væri Reykjanesbær og nánasta umhverfi. Alls bárust 13 handrit í sam- keppnina en málfar handrita Þorgríms og Ingibjargar sem og um- hverfi sagnanna þóttu vel til þess fallin að efla áhuga barna á lestri góðra bóka. Hvort um sig fengu Þorgrímur og Ingibjörg 400.000 kr. í peningaverðlaun við hátíðlega athöfn í Listasal Duus húsa í Reykja- nesbæ. Oddvitar Framsóknarfiokks og Samfylkingar í Reykjanesbæ, þeir Kjartan Már Kjartansson og Jóhann Geirdal afhjúpuðu á þriðjudag nýtt merki sameiginlegs framboðs flokkana og óháðra. Nýja nafnið er A-listinn. Framboðinu er sérstaklega stillt til að fella núverandi meiri- hluta Reykjanesbæjar og auka aðgengi kjósenda að stefnumótun bæj- arfélagsins óháð flokkum. A-listinn gagnrýnir núverandi meirihluta hvað varðar fjárhagsstöðu sem er orðin ógnun við að bærinn geti sinnt hlutverki sínu. Núverandi meirihluti hefur steypt Reykjanesbæ í skuldafen. Bærinn skuldar mest af öllum bæjarfélögum landsins á hvern ibúa. Ef ekkert verður að gert mun þessi alvarlega fjárhags- staða koma hart niður á þjónustu við íbúana. Hlutverk A-listans er að stöðva þessa skuldasöfnun og lækka greiðslubyrði sveitarfélagsins, segir m.a. í fréttatilkynningu framboðsins. VtKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 2 VÍKURFRÉTTIR 9. TÖLUBLAÐ I 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.