Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 22

Fréttablaðið - 14.12.2017, Síða 22
Heilbrigðismál Stuttu eftir að leigu­ samningur var undirritaður milli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og einkafyrirtækisins Grav­ itas um leigu á skurðstofu til að fram­ kvæma magabands­ og magaerm­ araðgerðir var samningnum breytt, skyldur HSS auknar í samningnum en leigan um leið lækkuð. Halldór Jónsson, forstjóri HSS, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Einkafyrirtækið Gravitas fram­ kvæmir magabands­ og magaerm­ araðgerðir á einstaklingum í yfir­ vigt. Voru gerðar um 330 aðgerðir á síðasta ári og er fjöldinn í ár svipaður að sögn Halldórs. Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þús­ und krónur á aðgerð en fimm mán­ uðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð. „Það er alveg ljóst að HSS er ekki að greiða með þessari starfsemi,“ segir Halldór. „Þegar við skoðum málið heildrænt erum við að nýta þá aðstöðu sem fyrir er, fá fyrir það greitt sem stendur fyllilega undir því sem við setjum í samninginn. Einn­ ig verður til fjármagn sem við getum nýtt í annan rekstur. Því er það ábati fyrir okkur hjá HSS. Vonir standa til að þessi starfsemi eflist og eru við­ ræður í gangi við fleiri einkaaðila um að nýta aðstöðuna.“ Í maí árið 2015 er gerður samn­ ingur við fyrirtækið þar sem skyldur HSS eru listaðar. Auk aðgangs að húsnæði er hjúkrunarfræðingur HSS í vinnu á aðgerðadag sem sinnir móttöku og útskrift allan daginn og annar starfsmaður sinnir sótthreins­ un. Auk þess skal HSS annast þrif á skurðstofugangi en ekki á skurð­ stofu. Greiddi Gravitas 100 þúsund krónur til HSS fyrir hverja aðgerð. Í október sama ár er samningur­ inn framlengdur. Kemur þar fram að fyrri samningur gildi en jafn­ framt eru skyldur HSS auknar. Annar hjúkrunarfræðingur er að störfum frá HSS í fjóra tíma á dag og á heil­ brigðisstofnunin að annast aukalega þrif á skurðstofu fyrir hverja vinnu­ lotu, útvega margnota tau á skurð­ stofu, fatnað á sjúklinga og annast þrif á því sem og að kaupa stærri skjá á skurðstofu samkvæmt beiðni Gravitas. Auk þess er verðið lækkað niður í 80 þúsund krónur á hverja skurðaðgerð. Einstaklingar sem ákveða að undirgangast þessar aðgerðir greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð kostar hálfa aðra milljón króna. Ekki náðist í Auðun Sigurðsson, eiganda Gravitas, við vinnslu fréttarinnar. sveinn@frettabladid.is Juku eigin skyldur en lækkuðu leiguverðið Einkafyrirtæki leigir skurðstofu af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um fimm daga í mánuði og greiðir stofnuninni fyrir hverja aðgerð. Stuttu eftir að samningar voru gerðir var samningur framlengdur, skyldur HSS auknar en leiguverð lækkað. Heilbrigðisstofnunin hefur talsverðar tekjur af hverri framkvæmdri aðgerð fyrirtækisins Gravitas. Fréttablaðið/Pjetur Viðskipti Af fimm þúsund viðskipta­ vinum hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. hafa 12 sagt þjónustunni upp síðan algert kerfishrun varð hjá fyrir­ tækinu sem olli því að vefþjónusta þúsunda fyrirtækja og einstaklinga lá niðri um nokkurra daga skeið. „Samstaða viðskiptavina með okkur er nánast algjör sem við sjáum til dæmis á því að allan tímann sem þetta stóð héldu endurnýjanir á hýsingaráskriftum áfram eins og ekkert hefði í skorist, sem er bara ótrúlegt,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. „Það eru allar deildarþjónust­ ur komnar upp,“ segir Mörður, aðspurður um gengi björgunar­ aðgerða og biður hann viðskiptavini að skoða vefi sína vel og tölvupóst og láta vita strax ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. Mörður segir þjónustuna sem fyrirtækið veitir fagaðilum og þeim sem starfa í kerfisstjórn hafa farið verr út úr þessum hörmungum. „Við­ skiptavinir með VPS­þjónustu hafa nú fengið nýja þjóna og við vinnum að því að ná til baka eins miklu og mögulegt er af þeim gögnum sem voru á upprunalegu sýndarþjón­ unum. Það er gríðarlegt verk.“ Orsakir kerfishrunsins eru enn ókunnar og eru í rannsókn hjá starfs­ mönnum Nýherja. Mörður segir sér­ fræðinga telja ólíklegt að um árás eða skemmdarverk hafi verið að ræða, þótt ekkert sé útilokað um orsak­ irnar. – aá Segir aðeins tólf hafa farið frá 1984 Mörður ingólfsson er framkvæmdastjóri 1984 ehf. Fréttablaðið/antonbrink Í upphaflegum samningi greiddi fyrirtækið 100 þúsund krónur á aðgerð en fimm mánuðum seinna hafði leigan lækkað í 80 þúsund á hverja aðgerð 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F i m m t U d A g U r22 F r é t t i r ∙ F r é t t A b l A ð i ð 1 4 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 C -5 4 C 4 1 E 7 C -5 3 8 8 1 E 7 C -5 2 4 C 1 E 7 C -5 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.