Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 18.11.2004, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I 47. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 18. NÓVEMBER 2004 I 15 Perlu Gullmolar 8Sigríður Kristjánsdóttir tók saman Breyting á stöðu yfirmanns varnarliðsins þýðir ekki að flugherinn sé að taka við rekstri stöðvarinnar af flotanum. Þetta segir Robert S. McCormick nýr yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en hann er ofursti í f lugher Bandaríkjanna. Segir hann engar ákvarðanir hafa verið teknar um slíkar breytingar, enda háðar samráði íslenskra og bandarískra stjórn- valda. A ð s p u r ð u r u m samdrátt í starfs- emi Varnarliðsins sem verið hefur í f r é t t u m a ð undanförnu og teng i s t brey t- ingum á skipan Bandaríkjaf lota í Ev rópu seg i r McC or m ick að breytingarnar hér á landi séu í takt við minnkuð umsvif, enda sjái f lotinn um rekstur þjónustustofn- ana Vanarl iðsins. „Þetta bitnar þó ekki á skuldbind- ingum vegna varnarsamningsins og er í samræmi við bókun við varnarsamn- inginn sem gerð var árið 1996 þar sem segir að báðir aðilar muni sem fyrr leitast við eftir því sem við verður komið að draga úr kostnaði á varnarsvæðinu,“ sagði McCormick í samtali við Víkurfréttir. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi Varnarliðsins segir að yfirstjórn varnarliðsins sé svonefnd sameinuð herstjórn sem þýði að yfir- maður hennar geti verið úr öllum greinum Bandaríkjahers. Yfirmaðurinn heyri undir Ev rópu he r s t jór n i na og stjórni aðgerðum og samræmi störf þ e i r r a e i n i n g a sem honum eru lagðar til. „Þessar einingar nefn- ast í e inu lag i Va r n a r l ið ið á Íslandi, og eru f lugher til loft- varna, f lugdeild f lotans til eftir- lits með skipa og kafbátaferðum og f l o t a s t ö ð i n s e m a n n a s t r e k s t u r va r na rs töðva r i n na r á Kef lav í ku r f lug vel l i og rekstur og þjónustu á öðrum varnarsvæðum. Starfið hefur verið í höndum sjóliðsforingja á undanförnum árum, en foringjar úr f lug- her og landher hafa einnig gegnt þessari stöðu,“ segir Friðþór. 8 Yfirmenn Varnarliðsins oftast komið úr flotanum: Flugherinn ekki að taka við Ökumaður sem átti leið sína um Hafnargötu í síðustu viku lenti í þeirri miður skemmtilegu reynslu að keyra á kant umferðareyju sem sást mjög illa sökum þess að nýfallinn snjór lá yfir öllu. Engar merkingar eru enn komnar upp á eyjunum á götunni þannig að erfitt var að greina þær. „Þetta sést nú ekki svo vel fyrir og myrkrið og snjórinn var ekki til að bæta það,” sagði ökumað- urinn í samtali við Víkurfréttir. Felgan á framhjóli bifreiðarinnar skemmdist nokkuð og stórt gat kom á dekkið sem er ónýtt eftir atganginn. Lögreglan sagði að búast hefði mátt við slíku en þeir hefðu þó ekki fengið aðrar tilkynningar um slíkt. Skoða þyrfti þessi mál til að koma í veg fyrir að fleiri biðu skaða af. Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar, staðfesti við Víkurfréttir að þeir hefðu vitað af þessu vandamáli. Bæjarstarfmenn væru þegar farnir að útbúa skiltin og bjóst hann við því að þau yrðu sett upp í þessari viku. Ómerkt umferðareyja veldur skemmdum Perlunýjungar! Sigríður Kristjánsdóttir, eigandi Perlunnar, er nýkomin frá Blackpool af FitCamps ráðstefnu sem haldin var um helgina. Boðið var uppá margt nýtt þetta árið og má þar nefna nýju spinning hjólin sem eru með hreifanlegt stýri, ný útfærsla af pöllum, dans, box, boltaleikfimi og margt fleira spennandi. Sigríður kom með ýmsar nýjungar heim af námskeiðinu sem munu nýtast viðskiptavinum Perlunnar. Einnig var mikið af nýrri tónlist og margir góðir fyrirlestrar t.d um matarræði, bakvandamál og mikilvægi þess að leggja rækt við líkamann. Einnig var séstakur fyrirlestur um börn á aldrinum 9 til 15 ára og hvernig hægt sé að sporna við offituvandamálum allsstaðar í heiminum með hvatningu og réttri og skemmtilegri hreyfingu. Perlan mun byrja á einhverjum nýjungum fyrir jól en svo verður allt nýtt komið í byrjun janúar. Einnig verður önnur ráðstefna í byrjun apríl á næsta ári og að sjálfsögðu verður Perlan með þar! Umferðareyjan var mjög illgreinileg eins og sést á þessari mynd. Á innfelldu myndinni sést felgan sem skemmdist.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.