Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.06.2007, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 21.06.2007, Blaðsíða 22
22 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Framkvæmdastjórinn er bjartsýnn á framhaldið Keflvíkingar voru nokkuð fyrirferðamiklir þegar verðlaun voru veitt fyrir fyrsta þriðjung Landsbankadeildar karla í knattspyrnu fyrr í þess- ari viku. Þeir Baldur Sigurðs- son og Símun Eiler Samuelsen voru valdir í úrvalslið fyrstu sex umferðanna og þá var Pumasveitin, stuðningsmanna- sveit Keflavíkur, valin besta stuðningsmannasveitin þessar fyrstu sex umferðir. Puma- sveitin sem og aðrir stuðnings- menn Keflavíkur eru vel að titlinum komnir og fyrir vikið munu 150 þúsund krónur renna óskipt inn í yngriflokka- starf Knattspyrnudeildar Keflavíkur. Framkvæmdastjóri deildarinnar, Valgeir Guð- mundsson tók við verðlaun- unum fyrir hönd Pumasveit- arinnar. „Það er frábært að eiga hér tvo leikmenn í úrvalsliðinu og svo er það ekki spurning að Puma- sveitin er alveg brilljant,“ sagði Valgeir í samtali við Víkurfréttir en hann tók við starfi fram- kvæmdastjóra KSD Keflavíkur í apríl á þessu ári. „Við höfum verið nokkuð óheppnir að undanförnu t.d. 2-1 tapið heima gegn FH og 2- 2 jafnteflið á útivelli gegn Val. Þrátt fyrir það er ég þess viss að 14 bestu leikmenn okkar séu á pari við 14 sterkustu leikmenn annarra liða í deildinni,“ sagði Valgeir. Rætt hefur verið um að Keflavíkurhópurinn sé nokkuð brothættur og hafi verið það undanfarin tímabil því breiddin hafi ekki verið nægileg en Val- geir segir að það standi ekki til að bæta neitt við núverandi hóp. „Þessi hópur sem er hjá okkur núna verður út sumarið og nú eru loksins allir að smella saman og verða heilir. Strákarnir hafa sýnt það að undanförnu að hóp- urinn þolir það að missa 1-2 leikmenn. Við þurfum kannski helst að einbeita okkur að því að halda haus gegn öllum liðum í deildinni sama hvar þau eru í töflunni og þá eigum við að vera í toppbaráttunni.“ Hversu svangir eru Keflvíkingar þar sem Íslandsmeistaratitillinn hefur ekki komið suður fyrir ál- ver síðan 1973? „Það er kannski erfitt að lýsa því en það má merkja á tali flestra að Keflavík hefur nú í nokkurn tíma leikið einn skemmtilegasta og besta boltann í deildinni. Núna vilja menn bara fá sigur, sama hvort boltinn sé flottur eða ekki, það er bara sigurinn sem telur og ég veit að formaðurinn okkar iðar í skinninu og vill endilega fá þann stóra heim,“ sagði Val- geir og bætti við að það væri mikilvægt að halda sjó og síðan herða róðurinn. „Það er ekkert sem bendir til annars en að það séu bjartir tímar framundan í fótboltanum í Keflavík og ég vonast bara til þess að menn missi ekki dampinn heldur haldi áfram á sömu braut.“ Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir heim-sótti stelpur í 3. og 4. flokki hjá Keflavík á þriðju- dag þar sem hún hélt fyrirlestur og stjórnaði svo æfingu með hópnum á Keflavíkurvelli. Góður rómur var gerður að komu Margrétar og hefur mik- ill áhugi verið fyrir komum þessa sterka leikmanns um land allt. Það lýsir kannski best áhuganum hjá stelpunum í Keflavík að margar hverjar tóku sér frí frá vinnu til þess að geta verið viðstaddar þegar Margrét Lára kom til Kefla- víkur. Margrét verður í eldlínunni með íslenska kvenna- landsliðinu sem mætir Serbum á morgun. Margrét Lára heillaði í Keflavík Þorvaldur sigurvegari í golfmóti Atafls Þorvaldur Guðjónsson hafði sigur í boðsmóti Atafls sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru síðastliðinn föstudag. Mótið var hið veglegasta og gæddu kylfingar sér á rjúkandi kjötsúpu fyrir mót. Nokkur vindur var í Leirunni en það fékk ekki á menn sem komu í hús með fínt skor og halaði Þorvaldur inn 40 punktum. Að móti loknu var kylfingum boðið í veglega matarveislu og úrslit í mótinu gerð kunn. Úrslitin urðu sem hér segir: Punktar með forgjöf: 1 Þorvaldur Guðjónsson 40 2. Jóhann Ríkharðsson 39 3. Vilhjálmur Ingvarsson 37 Flestir punktar án forgjafar: Gunnar Már Gíslason, 27 Nándarverðlaun 3. braut-Guðmundur Kr. Jóhann- esson 4,62 m. 16. braut-Sigurður Geirsson 1,16 m. Næstur holu í 2 höggi á 9. braut. Björgvin Sigmundsson-3,01 m. Á myndinni eru sigurvegararnir í flokki með forgjöf. Frá vinstri Grímur Halldórsson, forstöðu- maður innkaupasviðs hjá Atafli. Vilhjálmur Ingvarsson, 3. sæti, Þorvaldur Guðjónsson sigurveg- ari, Jóhann Ríkarðsson 2. sæti og Kári Arngrímsson forstjóri Atafls. Sólrún Ósk Íþrótta- maður Voga 2006 Sólrún Ósk Árnadóttir var á dögunum kjörin Íþrótta- maður Voga fyrir árið 2006. Sólrún er metnaðarmikill og samviskusamur íþróttamaður sem fer þangað sem hún ætlar sér. Sólrún hefur staðið sig einkar vel á árinu og m.a. tryggt sér þáttökurétt á A.M.Í (Aldursflokkameistaramót Ís- lands) í sumar í fjölda greina. Sólrún er bæjarfélaginu jafnt sem íþróttafélaginu til sóma á allan hátt. Sólrún er aðeins 12 ára gömul og á framtíðina fyrir sér, svo það verður spennandi að fylgjast með henni í framtíð- inni og er hún vel að titlinum komin. Valgeir, Símun og Baldur í höfuðstöðvum KSÍ við verðlaunaafhendinguna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.