Morgunblaðið - 01.08.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa lýst því yfir að þeir ætli að stofna sjálfstætt ríki sem þeir kalla „Litla Rússland“ og vona að nái yfir alla Úkraínu. Áður höfðu þeir þjóðnýtt mörg fyrirtæki á yfirráða- svæðum sínum og er talið að tugir þúsunda íbúanna hafi misst vinnuna vegna þjóðnýtingarinnar, að sögn þýska vikublaðsins Spiegel. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Al- þýðulýðveldinu Donetsk sögðu í vik- unni sem leið að nýtt sjálfstætt ríki yrði stofnað eftir þjóðaratkvæða- greiðslu og það ætti að heita Malo- rossíja, eða Litla Rússland. Á keis- aratímabilinu notuðu Rússar það heiti yfir mestan hluta þess land- svæðis sem núna tilheyrir Úkraínu. Aðskilnaðarsinnarnir sögðu að Don- etsk yrði höfuðborg nýja ríkisins, sem ætti að ná yfir öll landsvæði Úkraínu. Kænugarður ætti aðeins að gegna hlutverki „miðstöðvar menn- ingar og sögu“. Fáránleg „leiksýning“ Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði að yfirlýsing aðskilnaðarsinnanna væri fáránleg „leiksýning“, runnin undan rifjum „leikbrúðustjórnendanna í Kreml“. Úkraínumenn og bandamenn þeirra á Vesturlöndum myndu „aldrei leyfa þessu að gerast“. Talsmaður Vladimírs Pútín Rúss- landsforseta sagði að leiðtogi að- skilnaðarsinna í Alþýðulýðveldinu Donetsk, Alexander Zakhartsjenkó, hefði átt frumkvæði að yfirlýsing- unni. Stjórnvöld í Moskvu hefðu ekki vitað af henni fyrr en greint var frá henni í fjölmiðlum. Leiðtogar að- skilnaðarsinna í Alþýðulýðveldinu Lugansk sögðust ekki hafa sam- þykkt yfirlýsinguna og sögðu að um- ræða um stofnun nýs ríkis væri „ótímabær“. Aðskilnaðarsinnarnir náðu stórum svæðum í austurhéruðum Úkraínu á sitt vald árið 2014, m.a. borgunum Donetsk og Lugansk. Stjórnvöld í Kænugarði og á Vesturlöndum saka Rússa um að hafa vopnað upp- reisnarmenn í austurhéruðunum og sent þangað þúsundir hermanna, en Rússar hafa neitað því. Að sögn Spiegel hafa aðskilnaðar- sinnarnir þjóðnýtt 53 fyrirtæki í austurhéruðunum eftir að Petro Por- osjenkó, forseti Úkraínu, sleit við- skiptatengslum milli austurhérað- anna og annarra svæða í landinu. Talsmaður Pútíns sagði að Rússar styddu þjóðnýtinguna. Flest fyrirtækjanna voru í eigu úkraínska olígarkans Rinats Akhmetov, sem stórauðgaðist á einkavæðingunni í Úkraínu eftir hrun Sovétríkjanna árið 1991. Að- skilnaðarsinnarnir lokuðu m.a. stál- verksmiðjum og stórum kolanámum sem hafa verið mjög mikilvægar fyrir efnahag Úkraínu. Ráðgjafi Pútíns áhrifamestur Spiegel hefur eftir Aleksander Khodakovskí, fyrrverandi öryggis- málaráðherra Alþýðulýðveldisins Donetsk, að um 100.000 manns, eða einn af hverjum tíu íbúanna, hafi starfað í fyrirtækjunum sem voru þjóðnýtt. Hann hefur átt í útistöðum við leiðtoga Alþýðulýðveldisins Don- etsk og kveðst hafa miklar áhyggjur af versnandi ástandi á yfirráðasvæði þeirra. „Án stuðnings Rússlands væru Úkraínumenn búnir að kyrkja okkur fyrir löngu.“ Hermt er að framleiðsla þjóðnýttu verksmiðjanna hafi hrunið vegna skorts á hæfum stjórnendum, hrá- efnum og rekstrarfé. Að sögn Khoda- kovskís voru verksmiðjurnar settar undir stjórn fyrirtækis sem nefnist Wneschtorgserwis. Það er skráð í uppreisnarhéraði í Georgíu, Suður- Ossetíu, sem Rússar hafa viðurkennt sem sjálfstætt ríki eftir að hafa hjálp- að rússneskumælandi aðskilnaðar- sinnum að komast þar til valda. Khodakovskí segir að heilu verk- smiðjurnar hafi verið rifnar niður og tækin hafi verið seld til Rússlands. Hann telur að Vladislav Súrkov, ráð- gjafi Pútíns og sendimaður hans í al- þýðulýðveldunum, sé áhrifamesti maðurinn á yfirráðasvæðum aðskiln- aðarsinnanna. Hyggjast stofna Litla Rússland  Alþýðulýðveldið Donetsk stefnir að stofnun nýs ríkis sem nái yfir öll landsvæði Úkraínu  Aðskiln- aðarsinnar hafa þjóðnýtt fyrirtæki í austurhéruðunum  Tugir þúsunda íbúanna hafa misst vinnuna Tengist Rússlandi NATO-ríki Herlið NATO Utan NATO 2014-2017 Stjórnvöld í Moskvu innlima Krím í Rússland og sökuð um að ýta undir uppreisn aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu Ákveðið á leiðtogafundi NATO í Varsjá að koma sérstökum hersveitum (EFP) fyrir í löndummeð landamæri að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi Rússar segjast ætla að koma fyrir eldflaugum í Kalíníngrad Fyrstu hermennirnir í nýjum hersveitum NATO sendir til Litháens NATO efnir til heræfinga nálægt Suwalki- skarði Árlegar heræfingar NATO hefjast í Eystrasalts- ríkjunum og Póllandi. 11.300 hermenn taka þátt í þeim 25. janúar2017 Sept. 2017 Júní 23. maí EFP Fjögur „orrustu- fylki“ í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi 4.500 hermenn frá 15 aðildarríkjum 21. nóvember 2016 8.-9. júlí 2016 Eystrasaltsríkin og Rússland Heimild: NATO Kanadamenn Bandaríkjamenn Þjóðverjar Bretar LETTLAND EISTLAND FINNLAND HVÍTA-RÚSSLAND RÚSSLAND MOSKVA SVÍÞJÓÐ NOREGUR LITHÁEN Kalíníngrad (RÚSSLAND) PÓLLAND Suwalki-skarð 200 km Eystra- salt Rússar fyrirhuga heræfingar í Vestur-Rússlandi Frá heræfingu NATO í Litháen 12.-23. júní Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi við leið- toga Eistlands, Lettlands og Litháens í gær og fullviss- aði þá um að Bandaríkin myndu styðja löndin ef Rúss- land ógnaði öryggi þeirra. „Við stöndum með þjóðum Eistlands, Lettlands og Litháens og munum alltaf gera það,“ sagði Pence eftir fundinn, sem var haldinn í Tall- inn, höfuðborg Eistlands. Hann sagði að stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vonaðist eftir betri tengslum við Rússland þegar fram liðu stundir en stæði við fimmtu greinina í stofnsáttmála Atlantshafsbandalags- ins um að árás á eitt aðildarríkjanna jafngilti árás á þau öll. Trump sagði fyrir forsetakosningarnar að bandalagið væri orðið „úrelt“ en Pence lagði áherslu að „öflugt og samhent NATO“ væri mikilvægt. Segir stjórn Trumps standa með Eystrasaltsríkjunum Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði í gær að ekkert væri að marka yfir- lýsingu kjörstjórnar um að kjör- sóknin í umdeildum kosningum til stjórnlagaþings í fyrradag hefði ver- ið 41,5%. Stjórnarandstaðan segir að 88% þeirra, sem voru á kjörskrá, hafi ekki greitt atkvæði. Hún segist ekki ætla að viðurkenna úrslit kosning- anna og lýsir þeim sem skrefi í átt að einræði í landinu. Stjórnarandstaðan hvatti Vene- súelamenn til að halda áfram götu- mótmælum gegn áformum Niculás Maduros, forseta landsins, um breytingar á stjórnarskránni. Að minnsta kosti tíu biðu bana í mót- mælunum á sunnudag og meira en hundrað til viðbótar hafa látið lífið síðustu fjóra mánuði í árásum örygg- issveita á mótmælendur. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði að at- burðirnir um helgina hefðu „aukið áhyggjur hennar af örlögum lýðræðisins í Venesúela“. Fram- kvæmdastjórnin hefði miklar efa- semdir um að hún gæti viðurkennt úrslit kosninganna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna fordæmdi kosning- arnar og sagði að gripið yrði til refsi- aðgerða vegna valdboðsstefnu ráða- mannanna í Venesúela sem græfu undan lýðræði og virtu mannréttindi að vettugi. Nýtur lítils stuðnings Efnt var til kosninganna til að kjósa stjórnlagaþing sem á að breyta stjórnarskránni. Andstæðingar for- setans segja að markmiðið með kosningunum sé að auka völd hans og koma í veg fyrir að hann missi embættið. Nýlegar skoðanakannanir í Venesúela benda til þess að aðeins um 20% styðji Maduro og 70% vilji ekki að stjórnarskránni verði breytt. Lýst sem skrefi í átt að einræði  Kosningum í Venesúela hafnað AFP Barist Frá átökum milli mótmæl- enda og lögreglumanna í Caracas. Loftpressur - stórar sem smáar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.