Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 19

Myndmál - 01.07.1983, Blaðsíða 19
Indira Þegar Indira Gandhi las hina endan- legu útgáfu handritsins eftir John Briley (sem hlaut óskar), sagði hún að það næði anda hins mikla leiðtoga mjög vel. Hún gerði aðeins þrjár breytinga- tillögur, landfræðilega leiðréttingu, tillögu um að samtöl milli Gandhi og konu hans yrðu formlegri en þau voru í handritinu til að fylgja siðum þessara tíma og ennfremur lagði hún til að að formáli á undan myndinni myndi benda á að ómögulegt væri í kvikmynd að koma inná alla þætti í ævi Gandhi. Svo bætti hún við að ríkisstjórnin myndi ekki samþykkja handritið opin- berlega. Hjarta Attenboroughs sökk niður í buxur við þessi orð en skreið upp aftur við næstu athugasemd henn- ar: „Þetta er skapandi verk og þú verð- ur að hafa algert frelsi. Ef ríkisstjórn- in samþykkir að veita myndinni fjár- stuðning færðu að gera það sem þú vilt“. Ríkisstjórnin stóð við þetta að sögn Attenboroughs. Þó að meðlimir fjölskyldu Gandhi væru ánægðir með myndina var Atten- borough ekki klár á afstöðu forsætis- ráðherrans. „Mér fannst að þetta hefði verið henni erfitt vegna tveggja þátta. Annarsvegar vegna þess að leikarinn í hlutverki Nehru föður hennar, var mjög líkur honum og hinsvegar það að við vorum að gera mynd um Gandhi og samkvæmt vandlega ígrundaðri „Komandi kynslóðir munu tæplega trúa aó slíkur andi í mannlegum líkama, hafi nokkru sinni gengið um þessa jörö“. Albert Einstein ákvörðun voru aðrar persónur myndar- innar veigaminni. Ég held að henni hafi fundist faðir sinn vera mun stærri pers- óna en fram kom í myndinn. Allt sner- ist kringum „eldinn“. „Mölflugurnar“ voru þarna en „eldurinn“ var Gandhi. Hún nefndi þetta aldrei við mig en ég skynjaði þetta frá athugasemdum sonar hennar og annarra“. Efnismeðferð Þrátt fyrir að myndin sé þrír klukku- tímar og sjö mínútur var Attenborough neyddur til að þjappa saman, útiloka og einfalda tiltekna þætti. „Það var einfaldlega engin tími til að taka á öllu. En jafnvel þessi blóðugi niðurskurður á ýmsu í lífi Gandhi var ekki það sorg- legasta, heldur að Gandhi var í raun og veru risi á meðal risa en ekki risi á „Ef mannkynió á aö þróast í framfaraátt er ekki hægt aö komast af án hugsjóna Gandhis. Líf hans, hugur og hönd stefndi aö heimi friöar og eindrægni, innblásinn af mannkærleika. Vió getum hafnaö honum, en á eigin ábyrgö“. Martin Luther King Jr. Gandhi hóf friðarbaráttu sína í S-Afríku við dræmar undirtektir yfirvalda. meðal dverga. En óhjákvæmlega urð- um við að einfalda hlutina. Gandhi hefði orðið mun áhugaverðari persóna ef myndin hefði komið inná kynferðis- leg vandamál hans, erfiðleikana í sam- skiptunum við fjóra syni sína og hvern- ig hann brást við þegar einn þeirra kom kófdrukkinn að dánarbeði móður sinnar. Stórkostlegt efni! En það var bara engin tími“. Hann þurfti sömuleiðis að gera svip- aðar málamiðlanir hvað varðaði hinar bresku persónur myndarinnar. „Þarna komu við sögu Englendingar sem sök- um ósérplægni og ástar á Indlandi voru til mestu fyrirmyndar. En myndin tók afstöðu gegn kúgun og gegn nýlendu- stefnu. Við urðum að hefja fánann á loft og mótmæla yfirdrottnuninni. „Vona að hún veki upp spurningar“ „Ef ég héldi ekki að þessi mynd hefði eitthvað að segja hefði ég ekki barist fyrir tilurð hennar með slikum þráa. Ég hafnaði 20-30 leikhlutverkum og tylft leikstjórnartilboða. Ennfremur boði um að gerast meðleikhússtjóri Þjóðarleikhússins. En ég verð alltaf æ sannfærðari um að lífsviðhorf Gandhi séu ein þau athyglisverðustu sem ég hef heyrt um“. Hann nefnir virðingu Gandhi fyrir öllum trúarbrögðum sem vegi sannleikans og trú hans á að heim- urinn gæti stigið stór spor í framfaraátt ef tækist að útiloka beitingu vopna- valds. „Ég vona að þessi kvikmynd vekji upp hjá fólki spurningar sem krafist verður svara við, spurningar um nauð- syn ofbeldis og vopna sem svo alltof lengi hefur verið litið á sem ginnhelga hluti. Hvaða áhættu erum við að taka með því að geta sprengt hinn hluta heimsins í loft upp? Hverju töpum við ef hægt er að segja: Nei, ofbeldi þekkist ekki lengur. Ég tel að ungt fólk í dag sé örvæntingar- og áhyggjufullt yfir þeirri þróun sem á sér stað. Bara ef myndin fær fólk til að lesa verk Gandhi eða ræða það sem hann hafði að segja, þá er hún fyllilega réttlætt fyrir mér“. MYNDMÁL 19

x

Myndmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.