Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 9

Land & synir - 01.03.1998, Blaðsíða 9
teikni- og brúðumyndunum — og Ioks undir lok 20. aldarinnar, í tölvubrellumyndunum. Þar renna þær loks saman, skopteikningin og bíómyndin og ala af sér öflugasta svipfræði-boðandann sem mannkt'nið hefur kynnst. Svipfræðin í bíóinu Sporgöngumenn Þeófrastosar, Diirers og Spencers á 19. og 20. öld vonuðust til þess að geta með svipfræði og mannagrisjun, vönunum eða öðrurn aðferðum, hjálpað ríkisvaldinu við mannakynbætur, þannig að fólk með útlit og innræti þrjóta og vitfirringa gæti ekki fjölgað sér. Þessi gervivísindi kolféllu þegar ljósmyndatæknin kom til sögunnar að ráði og unnt var að gera úttektir á stórum hópum. í tilraunum og skoðanakönnunum var margur ágætur prófessorinn og presturinn dæmdur eftir andlistmyndum sem augljós morðingi eða nauðgari, óhæfur til æxlunar, en margir ofbeldismenn og þjófar fengu hins vegar ágætiseinkunn skoðunarfólks. Hefur að mestu verið þagað um svipfræði síðan. Þagað. En hún lifir lúxuslífi í kvikmyndaverunum. Andlitsfall og líkamsbygging kvikmyndaleikarans markar persónu hans. Vinsæll leikari verður ímynd, sem yfirleitt er býsna fjarri raunverulegri persónu hans, og hann gengur í gegnum fjölda hlutverka. Helgi Skúlason fékk viðurnefnið „mesta illmenni Norðurlanda" eftir hlutverk hjá Hrafni Gunnlaugssyni og Nils Gaup. Áhorfendur skynja John Wayne, Jodie Foster og Arnold Schwarzenegger sem bíópersónurnar John, Jodie og Arnold. Þær eru svipfræði-ímyndir sem öðlast fjölbreytta lífsreynslu, geta drepið niður fæti á ýmsum tímaskeiðum mannkynssögunar, í hvaða atvinnu sem er og hvar sem er á jörðinni eða geimnum. Þegar bíómyndin Just Cause með Sean Connery var tekin til sýninga í SAM-bíóunum í Reykjavík 1995 kom það iðulega fyrir, að sögn miðasölufólksins, að gestir báðu um miða á myndina með James Bond, þótt myndin væri alls ekki um þá persónu, en Connery öðlaðist heimsfrægð fyrir túlkun sína á henni. Persónan og leikarinn höfðu runnið sanian í vitundinni. Stjörnukerfið í Hollywood og leikaradýrkun nútímans, uppkeyrð með ýmsum hætti, eru nauðsynlegir þættir í því að festa ímynd persónanna í vitund áhorfenda. Þeir blanda saman í liuga sér einkalífi Ieikaranna og hlutverkum þeirra á hvíta tjaldinu. Einn öflugasti fylgifiskur kvikmyndagerð- arinnar er leikaradýrkunin. Fjöldi fólks talar um leikarana eins og þeir hafi gert myndirnar. Þetta er afleiðing af aðferðum við markaðssetningu myndanna. Um leikara almennt er haft eftir Hitchcock: Ég sagði aldrei að leikarar vœru nautgripir. Ég sagði bara að það ætti að fara með þá eins og nautgripi. Leikarar eru tneira en líkamar í búningum (eða ættu að vera það). Fram- leiðendur eru mjög duglegir að útbreiða sögur af ieik- urum og láta fjölmiðla fylgjast með lífi þeirra og starfi. Láti framleiðendur kvisast að einhver leikari hafi fengið hátt kaup fyrir að leika í ákveðinni mynd eykur það á eftirvæntinguna. Sum- um áhorfendum finnst mikill kostnaður Iíklegur til að tryggja það að myndin sé góð. Sumir telja leikarana aðeins vax í höndum leikstjóranna, að þeir séu ekkert sjálfir. Það er nú samt misskilningur. Gríman Filmurinn The Mask er ein sokallað fagnarheilsan til bœði tekni- og spœlfilmar. Dia Midjord: „The Mask...“ Dimmalætting 23. des. 1994, 4. Brellumynd ársins 1994 Gríman (The Mask) er dæmigert og glæsilegt tákn þess árangurs sem hefur náðst í svipfræði með tölvutækni í bíómyndum. Þetta er eldsnör og vel krydduð grínmynd með gamanstjörnunni Jim Carrey. Gríman segir frá því að hógvær bandarískur bankamaður finnur forna trégrímu og tekur yfirgengilegum stakkaskiptum ef hann setur á sig, enda byggir fræðimaður myndarinnar á Snorra Sturlusyni utn norræna goðafræði og heldur því fram að þetta sé galdragríma helguð Loka Laufeyjarsyni, og hleypi því fjöri í leikinn sem Loka var tamt. En að öðru leyti vísar Gríman háðslega til táknmynda sálfræðinnar um að hver einstaklingur setji upp sína grímu, að öll framkoma okkar sé leikrit og í búningum. En gríman sú arna sem um ræðir gerir reyndar ekki annað en ýkja stórkostlega eigindir og langanir þess sem setur hana á sig, góðir menn verða betri en vondir verri og keyrir þó um þverbak þegar hún lendir á hundi. Gríman er lítt dulbúinn óður til borgaralegs h'fernis, eins og amerískar myndir eru næstum allar undir niðri, ef grannt er skoðað. Gríman er ein þeirra mynda sem bregst harkalega við röskun á borgaralegu h'ö, beitir sér af alefh gegn óréttlætinu eins og það birtist í því að ógna bandarískum lífsvenjum, fjölskyldugildum og þjóðerniskennd, eða sómatilfinningu vegna litarháttar, skoðana eða trúarbragða. Gríman er gamanleikur í fáránleikastfl með gamalkunnum efnisþræði drauntsins um hvítagaldur og ofurmenni. Hún byggir á kafla í teiknimyndasögunum Dark Horse Comics frá upphafi 9- áratugarins. Þemað um galdragrímu sem veitir skuggalegum öflttm útrás hafði áður verið notuð í bíói 1961 í þrívíddarrræmunni MASK. Gríman hefur lengi verið tákn leiklistarinnar, stóru systur bíómyndarinnar. Þær eru raunar sýndar tvær, önnur sorgmædd en hin kát. Þetta eru erkigreinar sviðs og tjalds, alvaran og grínið. En svipbrigðin á grímum eru stirðnuð. Þær tákna ekki bara leikara sern aðra stundina túlkar gaman og hina stundina alvöru, heldur líka tvær helstu manngerðirnar, — annars vegar hinn hugsandi, íbyggna og alvöruþrungna manna, — hins vegar manninn sem leikur sér (homo ludens). Samanburður á dýrum og mönnum Það hefur lengi tíðkast að líkja fólki við dýr. Velsjándi menn eru haukfránir eða hafa arnaraugu, greindir menn ljóngáfaðir, treggáfaðir menn asnar, konur geta fengið auknefnin dúfur eða tíkur, karlar verið tuddar eða folar, fflsterkir eða nautheimskir. Goethe var upptekinn af „jafnvægiskenningunni" — ekkert dýr með horn hefur tennur í efri skolti og svo framvegis. Þetta er kenningin um að sérhvert einkenni í byggingarlagi og eðlisfari dýra eigi sér andstæðu í öðrum líkamspörtum þess. Um skeið voru margir gáfumenn uppteknir \4ð að færa þessa kenningu yfir á mannfólk og útskýra ekki bara útlitseinkenni heldur ennig hæfileika og hæflleikaskort með henni. Bókin Lísa í Undralandi eftir breska rithöfundinn Lewis Carroll (Charles L. Dodgson, 1832-1898) var bönnuð í Hunan-fylki í Kína árið 1931 á þeim forsendum að „dýr [kam'naj ætti ekki að nota mannlegt tungumál og það er stórhættulegt að setja dýr og rnenn á sama stall." íslensk liúsdýr fá mál á jólanótt eða um áramót en sum virðast altalandi á mannamáli allan ársins hring, ef marka rná góðskáldin, sem hafa lagt ljóðmæli í munn hunda og fttgla. Bæði í leiknum myndum og teiknimyndum er það vinsæl leið að láta dýrin taka á sig mannlegt eðli og viðhafa okkar látæði. Persónur Walt Disneys og Prúðuleikaramir (The Muppet Show) eru gamalkunnlr brautryðjendur þess arna. I teikni- og brúðumyndum er meirihluti leikenda oft dýrakyns. Aukinn áhugi heimsbyggðarinnar á dýravernd rekur rætur sínar ekki síst til allra dýranna í Disney- teiknimyndunum. Disney-dýrin eru flest hver góðir persónuleikar. Fólk í Disney-myndum er aftur á móti oft illt og undirförult eða heimskt og alltaf siðferðilega á lægra plani en dýrin. Tvífætlingar eru verri en fjórfætlingar. Disney-myndir hafa um áratugaskeið boðað að ljúf dýr séu í sama sköpunarflokki og góðir menn. Aristóteles má vel við una. SVIPtR: „Andlilsfall og líkamsbygging kvikmyndaleikarans markarpersónu hans. Vinsæll leikari verður íinynd. sem yfirleitt er býsna fjarri raunverulegripersónu hans, og hann gengnr ígegnnm fjölda hlutverka. Helgi Skúlason fékk viðurnefnið „mesta illmenni Norðurlanda" eftir hlutverk hjá Hrafni Gunnlaugssyni ogNils Gaup“. Helgi Sknlason íHrafninn flýgur. Lanð&syrúr 9

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.