Fréttablaðið - 10.05.2018, Side 39

Fréttablaðið - 10.05.2018, Side 39
Íslenskir sölufulltrúar verða á staðnum ásamt spænskum starfsmönnum Euromarina, þeir kynna söluferlið og bjóða skoðunarferðir til Spánar. Krist- ján Sveinsson og Birna Guðmunds- dóttir eru íslenskir sölufulltrúar en þau hafa sinnt íslenskum markaði hjá Euromarina frá árinu 2016. „Við sinnum íslenskum markaði fyrir Euromarina og höldum reglu- lega kynningar hér á landi,“ segir Kristján. „Áhersla er lögð á það hjá Euromarina að viðskiptavinurinn sé ánægður. Þess vegna er gaman að segja frá því að íslenskum fasteignakaupendum á Spáni fer fjölgandi. Viðskiptavinir okkar eru þverskurður Íslendinga á öllum aldri og úr öllum stéttum. Við höfum aðstoðað fjölda ánægðra Íslendinga við að eignast sína draumaeign t.d. á Costa Blanca (Hvítu ströndinni), sem er á suð- austurströnd Spánar í 25 mínútna akstursvegalengd frá Alicante en þangað er flogið beint frá Íslandi allt árið,“ segir Kristján enn fremur. Sækja í gott veður og verðlag Kristján segir að Íslendingar sæki sérstaklega á þetta svæði og það séu margar ástæður fyrir því. „Verðlagið er frábært, gott veður, góðir skólar og heilbrigðiskerfi. Þarna er öll þjónusta til mikillar fyrirmyndar, lifandi verslun, veit- ingahúsamenning og skemmtilegt mannlíf. Svæðið í kringum Torre- vieja er Íslendingum flestum vel kunnugt og er svæðið einstaklega veðursælt með að meðaltali 320 daga sól á ári. Flestir sem leita til okkar vilja öruggt svæði með heils- ársbúsetu og iðandi lífi allt árið um kring,“ bætir hann við. Traust fyrirtæki „Euromarina er stórt og vaxandi 46 ára gamalt byggingarfyrirtæki sem byggir og selur margbreyti- legar eignir í samræmi við ítrustu kröfur markaðsins. Fyrirtækið býr við traustan eigin fjárhag og hefur staðið af sér sveiflur og kreppur án vandræða. Fjölbreytileiki er eitt af einkennum fyrirtækisins. Arkitektar Euromarina aðstoða viðskiptavini við að hanna eign að sínum þörfum hvort heldur það er við ströndina, í þéttbýli eða einbýli á stórri jörð. Euromarina hefur selt Íslendingum eignir á Spáni í 20 ár Kynna draumaeignir á Spáni Starfsmenn Euromarina á kynningarfundi á Cabin hótel í Borgartúni. Hægt er að velja um alls kyns íbúðir, einbýlis- hús eða raðhús á fallegum stöðum á Spáni. Íbúðirnar eru í mismunandi stærðum eftir því sem hentar hverjum og einum. með góðu orðspori. Euromarina er einnig með á sínum snærum eigin húsgagnaverslun, Euromarina Home. Kaupendur eiga kost á allri þjónustu við að innrétta og fullbúa eignina með nettengingu, sjón- varpsuppsetningu og svo mætti lengi telja. Við leggjum öll gjöld fram þannig að viðskiptavinurinn veit nákvæmlega hver kostnaðurinn við kaupin eru frá upphafi, enginn óvæntur kostnaður eða gjöld. Einnig sýnum við fram á hver útgjöldin verða árlega eftir kaupin,“ segir Kristján. Fyrirtækið Euromarina Nokkur atriði úr byggingastefnu Euromarina n Euromarina notar endurnýtan- lega orku og fyrirtækið er úrræða- gott þegar kemur að orkunotkun og skilvirkni en það skilar sér í um það bil 30% orkusparnaði hjá fasteignaeigendum. n Byggingarnar eru með 10 ára ábyrgð. n Engin þörf á endurbótum, enginn viðhaldskostnaður, þar sem við seljum einungis nýbyggingar. n Öll efni eru af bestu gæðum, endingargóð og umhverfis- væn. Byggingarnar eru sér styrktar, burðarvirkið er steypt og kambstál notað rétt eins og við þekkjum hér á Íslandi. n Húsin eru einangruð fyrir varma og hljóði með um 7 cm þykkri plasteinangrun. n Framsækið fyrirtæki og ávallt með nýjustu tækni í byggingum sínum, sé hún til bóta. n Euromarina ábyrgist allar smærri innréttingar, svo sem gólfefni og fleira í þrjú ár. n Euromarina byggir eingöngu á eigin afli, það þýðir að eignin er alltaf veðbandalaus þegar hún kemst í þínar hendur. n Euromarina selur eingöngu nýjar eignir með ábyrgð. Aðstoða fólk með kaupin Starfsfólk Euromarina hér á landi aðstoðar fólk sem er að hugleiða íbúðarkaup á Spáni. „Já, og meira en það,“ segir Birna. „Við aðstoðum fólk í öllu ferlinu og ekki síður þegar það er búið að kaupa. Við aðstoðum einnig við útleigu á hús- næði sem fólk kaupir hjá okkur og umsjón í kringum það. Við tökum á móti fólki á Alicante flugvelli og keyrum það á hótel þar sem það gistir í okkar boði í þrjár til fimm nætur. Síðan förum við í höfuðstöðvar Euromar- ina og skoðum hvað er í boði, bæði eignir og hverfi. Ef fólk finnur draumaeignina aðstoðum við það við að opna bankareikning, sækja um N.I.E. númer (spænska kennitölu) og fylgjum því í gegnum ferlið.“ Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum síma 690 2665. Einnig er hægt að hafa samband við Birnu á netfanginu birna@euromarina.es Næsta kynning verður á hótel Cabin, Borgartúni 32, 12. og 13. maí kl. 14-18. Sölufulltrúar frá spænska bygg- ingafélaginu Euromarina halda kynningarfund á Cabin hóteli, Borgartúni 32, um helgina. Þar verða kynntar fasteignir Euromarina og gefnar upplýs- ingar um ferlið í fasteignakaupum á Spáni. ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM FASTEIGNAKAUP Á SPÁNI ALLIR VELKOMNIR! Nánari upplýsingar gefur Birna Guðmundsdóttir á netfangið birna@euromarina.es og í síma 690 2665 OPINN KYNNINGARFUNDUR 12. OG 13. MAÍ KL.14 - 18 Á HÓTEL CABIN Í BORGARTÚNI 32 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 1 0 . m A Í 2 0 1 8 1 0 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B D -8 7 6 C 1 F B D -8 6 3 0 1 F B D -8 4 F 4 1 F B D -8 3 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.