Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 86

Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 86
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Steinar Petersen Goðheimum 3, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar 18. maí. Útförin fer fram kl. 13 í Áskirkju fimmtudaginn 24. maí. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta góðgerðarfélög njóta þess. Greta Björgvinsdóttir Petersen Birna Petersen Ken Håkon Norberg Gunnar Petersen Elva Gísladóttir Eva Petersen Viktor, Emilia, Oliver Anna Alexandra, Steinar og Brynjar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Kristín Sigurjónsdóttir (Dídí) Gnoðarvogi 28, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 5. maí sl. Útför hennar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík 23. maí kl. 14.00. Hólmfríður Þórarinsdóttir Jón Þórir Jóhannesson Valdimar Ingi Þórarinsson Elísabet Guðrún Þórarinsdóttir og fjölskyldur. Ástkær dóttir okkar og móðir mín, Katrín Ólafsdóttir læknir, sem lést þann 10. maí verður jarðsungin frá Neskirkju 24. maí kl. 13.00. Ólafur Haraldsson Inga Lára Bachmann Kormákur Hólmsteinn Friðriksson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Lovísa Rut Bjargmundsdóttir verður jarðsungin í Árbæjarkirkju þriðjudaginn 22. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörgu. Þorbjörg Grímsdóttir Einar Magnússon Auður Grímsdóttir Sæmundur Kristjánsson Kristján Grímsson Jocelyn Lankshear Bjargmundur Grímsson Sólveig Guðlaugsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.  35 ár síðan geimflaug flaug yfir Reykjavík Boeing 747 burðarþota með geim­ skutluna Enterprise á bakinu tók einn hring yfir Reykjavík áður en hún lenti í Keflavík á leið sinni á flugsýningu í Frakklandi. Í Keflavík var hlið tvö opnað og var opið fyrir almenning að kíkja á gripinn úr fjarlægð. Áætlað var að Enterprise myndi vera aðeins í 600 metra hæð þegar hún kom svífandi yfir borgina. Kom vélin um kvöld en margir muna enn eftir hávað­ anum sem fylgdi Boeing­vélinni. Enterprise var fyrsta geimskutlan sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna lét smíða. Hún var  smíðuð hjá Rock­ well­verksmiðjunum  og hófst smíðin árið 1975. Tveimur árum síðar var hún tilbúin til tilraunaflugs. Enterprise var ætlað að vera til­ raunageimskutla til undirbúnings fyrir flug geimskutlna sem síðar komu, svo sem Kolumbíu og Challenger. Í fyrstu var Enterprise eingöngu flogið á baki Boeing 747­þotu en þann 12. ágúst 1977 var henni sleppt og hún látin svífa til jarðar. Fréttamaðurinn góðkunni, Kristján Már Unnarsson, sem þá starfaði fyrir DV, skrifaði mikið um komuna og sagði fréttir af henni eins og honum einum er lagið. Sagði meðal annars að skutlan yrði aðalsýningargripur Bandaríkjanna á flugsýningu í París en einnig færi hún til Bonn, Kölnar og London. Um borð í burðarþotunni voru auk áhafnar fulltrúar NASA og tóku sendi­ herra Bandaríkjanna á Íslandi, Marshall Bremnet, Steingrímur Hermannsson  samgönguráðherra og Helgi Ágústsson, fulltrúi utanríkisráðuneytisins, á móti ferðalöngunum. Var flug bannað vegna komu skutl­ unnar af öryggisástæðum milli 19 og 21. Aðeins var veitt undanþága vegna flug­ véla með blindflugsheimild. „Einkaflug­ menn verða því að sætta sig við að vera á jörðu niðri og fylgjast með skutlunni þaðan,“ sagði Kristján Már í einni frétt­ inni sinni. benediktboas@frettabladid.is Fyrir 35 árum flaug geim- skutlan Enterprise yfir Reykjavíkurborg og lenti í Keflavík en hún var á leið- inni á flugsýningu í París. 1322 Hjónaband Karls 4. Frakkakonungs og Blönku drottn- ingar gert ógilt. Hún hafði þá setið í dýflissu í átta ár. 1341 Hekla gaus. Annálar segja að gosið hafi nálega eytt fimm hreppum. 1418 Jóhann óttalausi, hertogi af Búrgund, hertók París. 1499 Katrín af Aragóníu gekk að eiga Arthúr prins af Wales. Þetta var staðgengilsbrúðkaup þar sem þau hittust fyrst tveimur árum síðar. 1536 Anne Boleyn, önnur eiginkona Hinriks 8. Englands- konungs, var tekin af lífi vegna hórdóms. 1603 Leikhópur Williams Shakespeare, Lord Chamberlain’s Men, fékk sérstakt leyfisbréf frá Jakobi konungi og nefndist eftir það King’s Men. 1604 Í Kanada var borgin Montreal stofnuð, þá Ville-Marie eða Borg Maríu en nafninu var síðar breytt. 1606 Vasilíj Sjúiskíj var lýstur Rússakeisari af áhangendum sínum. 1643 Þrjátíu ára stríðið: Frakkar unnu sögulegan sigur á Spánverjum í orrustunni við Rocroi. 1649 Enska Afgangsþingið staðfesti lög um stofnun Enska samveldisins. 1769 Giovanni Vincenzo Antoniu Ganganelli varð páfi og tók sér nafnið Klemens 14. Merkisatburðir Húsdýragarðurinn í Laugardal var form- lega opnaður á þessum degi árið 1990. Ákvörðun um byggingu garðsins var tekin í borgarráði Reykjavíkur fjórum árum fyrr en framkvæmdir hófust árið 1989. Á einu ári voru reist sex hús til dýra- halds, steypt selatjörn, landslag mótað fyrir refi, minka og hreindýr, beitarhólf afgirt og komið upp fiskeldiskerjum. Auk þessa var Hafrafelli, gömlu íbúðar- húsi Örlygs Sigurðssonar listmálara, breytt í skrifstofu og kennslusalur út- búinn úr vinnustofu hans. Markmið með byggingu Húsdýra- garðsins var að kynna borgarbúum ís- lensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl á milli manna og dýra. Vinsældir Húsdýragarðsins voru miklar og því var tekin ákvörðun um að byggja Fjölskyldugarð í næsta nágrenni. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1991 og tveimur árum síðar var nýja svæðið formlega tekið í notkun. Í dag eru garð- arnir reknir saman undir nafninu Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn. Þ ETTA G E R ð i ST : 1 9 . M A Í 1 9 9 0 Húsdýragarðurinn opnaður  Geimskutlan á baki Boeing 747 þotu. Skutlan var sú fyrsta sem var smíðuð af NASA. NordicPhotoS/Getty 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R38 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D A -0 5 5 8 1 F D A -0 4 1 C 1 F D A -0 2 E 0 1 F D A -0 1 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.