Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 52
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Elmar Hallgríms Hallgrímsson elmar@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í ASÍSKRI MATARGERÐ. HOLLUR OG LJÚFFENGUR MATUR. Vietnamese restaurant Laugavegi 27 og Suðurlandsbraut 8 sími: 588 6868 pho.is Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is Í kvöld í Gamla bíói verður slegið upp stórtónleikum. Það eru þeir Lexi Picasso, Birnir og Joey Christ sem sjá um tónlistina auk leynigesta. Lexi Picasso er dularfullur íslenskur rappari sem hefur verið svolítið á milli tannanna á fólki og vinsæll á samfélagsmiðlum þar sem hann sést gjarnan með seðlabúnt á milli handanna og oftar en ekki að fljúga um í þyrlum. Lexi sendi frá sér töluvert magn tónlistar í fyrra á mjög stuttum tíma, þar fór fremst  í flokki  lagið Piano Jam sem var talið eitt besta rapplagið það árið  á Íslandi af útvarpsþættinum Kronik. Hann hefur unnið töluvert með pródús­ erahópnum 808 Mafia og einnig J.U.S.T.I.C.E. League – hann gaf út heila plötu með þeim síðarnefndu. Lexi var búsettur í Atlanta um tíma en þar vann hann með mörgum risastórum nöfnum í senunni. Þetta eru hans fyrstu formlegu tónleikar á landinu þó að hann hafi komið nokkrum sinnum fram áður. „Ég hef haft þetta í höfðinu lengi, alveg síðan 2016 þegar ég flaug Reazy Renegade [pródúser sem hann hefur unnið með] til landsins og þá ætluðum við að spila í Gamla bíói en okkur mistókst að fá hús­ næðið því ég fattaði ekki að á sama tíma voru aðrir tónleikar í húsinu. Það er annars engin sérstök ástæða fyrir því að ég held þetta núna – mig langaði í raun bara til að byrja sum­ arið með látum. Þetta var hugsun, sem svo breyttist í símtal sem svo varð að einhverju óvæntu. Þetta var smá heppni í raun, með smá hjálp frá öllum sem að þessu koma,“ svarar Lexi þegar hann er spurður að því af hverju hann sé að halda sína fyrstu tónleika akkúrat núna þegar blaðamaður nær loks viðtali við hann. Hann segir að á þessa tón­ leika megi jafnvel líta sem útgáfu­ tónleika fyrir plötuna hans sem kom út í desember í fyrra, sem var alfarið pródúseruð af áðurnefndum J.U.S.T.I.C.E. League. „Ég ætla að spila þá plötu í heild sinni þannig að við getum alveg kallað þetta útgáfutónleika. Mjög síðbúna útgáfutónleika, en það er aldrei of seint að fagna, ekki satt? Ég ákvað líka að taka með mér þá bestu: Joey Christ og Birni. Þarna verða líka leynigestir. Ég er fjandi viss um að þetta verður það lang­ besta sem er að gerast í kvöld og bara alla helgina.“ Spurður að því hvað hann sé ann­ ars að bralla þessa daga segir Lexi að það sem beri hæst sé kannski lagið sem hann er búinn að vera að vinna með Svölu Björgvins. „Ég er að bíða eftir því að hún komi til landsins – svo við getum gefið þetta út saman – hent í pop­up tónleika og spilað síng­ úlinn saman. Smá hlustunarpartí. Ég er líka með plötu á leiðinni og annað verkefni sem ég má ekki tala um alveg strax – en við skulum segja að ég sé búinn að toppa allt sem ég hef gert hingað til. Þetta er dæmi sem á eftir að brjóta internetið!“ Hann segist líka vera með fjögur tónlistarmyndbönd á leiðinni sem hann mun gefa út öll í einu, þar af Vill sjá Íslendinga þétta eins og Windsor-hnút Lexi Picasso hefur verið kallaður dulin perla í íslenskri tónlist. Hann bjó í Atlanta og hefur unnið með stærstu nöfnum rapptónlistar í heiminum. Hann heldur sína fyrstu tónleika hér á landi í kvöld. Ásamt Lexa koma Birnir og Joey Christ fram en þeir luma báðir á nýrri tónlist. ef ég á að Vera hreinskiLinn þá finnst mér að ÍsLendingar ættu að átta sig á þVÍ að Við þurfum ekki að fLytja inn stór nöfn Í tónList þegar Við erum með sVona hæfiLeikarÍkt fóLk hér á Landinu Lexi og Svala eru búin að mixa lag saman. eitt sem var tekið upp í 8K gæðum og telur hann það vera eina slíka myndbandið sem gert hafi verið í heiminum. Raunar eru gæðin svo mikil að aðeins tvær tölvur á land­ inu ráða við að vinna það. Hann segist ætla að gefa myndböndin öll út saman og stuttmynd með. „Ég er fullkomnunar­ sinni og ég verð að hafa allt eins nálægt fullkomnun og ég get. Það gerir það stundum að verkum að ég er lengi að gefa út.“ Þetta verður sem sagt sumarið hans Lexa? „Við skulum vona það! Ég meina, ég vil bara fá fólk til að brosa og vonandi fá smá tan h é r n a ! Þetta sumar verður allavega eitt aðalsumarið fyrir þessa kynslóð. Þetta verður risasumar fyrir rapp, popp og hvað þú vilt kalla það. Við Íslendingar erum að sækja fram sem tónlistarmenn og ef ég á að vera hrein­ skilinn þá finnst mér að Íslendingar ættu að átta sig á því að við þurfum ekki að flytja inn stór nöfn í tónlist þegar við erum með svona hæfi­ leikaríkt fólk hér á landinu sem getur gert miklu betri tónlist. Ég vil sjá Íslendinga standa jafn þétta og tvöfaldan Windsor­hnút.“ Kaupa má miða á tix og leikar hefjast klukkan tíu í kvöld. stefanthor@ frettabladid.is 2 5 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R44 l í F i ð ∙ F R É T T a B l a ð i ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 6 -B C 6 4 1 F E 6 -B B 2 8 1 F E 6 -B 9 E C 1 F E 6 -B 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.