Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Side 65

Bókasafnið - 01.07.2018, Side 65
Bókasafnið 42. árg – 2018 65 Nú eru mörg börn og ungmenni með símann eða spjald- tölvu á náttborðinu, tæki sem bjóða upp á sífellt streymi af því sem næst ókeypis afþreyingu, allan sólarhringinn og beintengingu við félaga og fólk um heim allan. Við þetta, og ýmislegt fl eira, þarf bókin að keppa. Leikurinn er ójafn og íslensk stjórnvöld verða að horfast í augu við að íslenskar barnabækur þurfa sértækan stuðning. Hér er ekki þörf á enn einu lestrarátakinu heldur varanlega betri aðbúnaði að greininni. Barnabókahöfundar þurfa að geta lifað af skrifum og þroskað hæfi leika sína. Útgefendur þurfa í það minnsta að geta komið út á núlli þegar þeir gefa út barnabók og síðast en ekki síst þurfa öll börn að hafa góðan aðgang að barnabókum sem falla að þeirra áhugasviði, lestrargetu og þroska. Góð skólabókasöfn þar sem metnaðarfullir bókasafnsfræðingar eða -kennarar starfa og nóg er til af bókum eru vænlegustu staðirnir til að ná til krakkanna. Það er mikið í húfi , ekki bara fyrir börnin sjálf, heldur þjóðina alla enda er læsi einn af þeim þáttum sem skipta sköpum til að segja til um framtíðarhorfur barnanna okkar og þar með samfélagsins alls. Það er ekki sjálfgefi ð að örtungumál eins og íslenska lifi . Ef svo á að vera þurfum við að tryggja börnunum okkar fj ölbreyttar bækur sem þau vilja lesa sem endurspegla samtíma þeirra og uppruna. Markaðurinn mun ekki bjarga tungumálinu okkar. Hér verður fj allað í stuttu máli um lokaverkefni mitt til MLIS gráðu um notkun bókameðferða til að takast á við vandamál grunnskólanemenda. Við- fangsefnið hefur ekki verið mikið rannsakað á Íslandi og lítið til um það á íslensku. Í skólum landsins hefur hugtakið bókameðferð ekki fest sig í sessi þó að kennarar noti að- ferðina stundum ómeðvitað með nemendum sínum. Rann- sókn þessi bætir því nýrri þekkingu í gagnabanka grunn- skólanna og einnig upplýsingafræðinga á Íslandi. Tilgangur verkefnisins var að kynna fyrir kennurum bóka- meðferð og kosti þess að nýta hana við kennslu. Rann- sóknir hafa sýnt að það er auðveldara fyrir kennara að taka á stríðni og einelti með bókameðferð. Þegar nemendur fara að samsvara sig persónum eða aðstæðum í sögunni byrja þeir að skilja að svona lagað gerist ekki bara í sögum heldur í alvörunni líka og jafnvel í þeirra nemendahópi. Með lestri sögunnar læra þeir líka að margar lausnir geta verið til á vandamálinu. Að auki eiga þeir sem fi nna til samsvörunar með sögupersónunum hvað mesta möguleika á að tala um tilfi nningar sínar með bókina sem þungamiðju (Iaquinta og Hipsky, 2006). Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kynna bókameðferðir fyrir kennurum og hinsvegar að gefa þeim hugmyndir hvernig nýta megi slíkar meðferðir í kennslustofunni. Til að ná markmiðum mínum not aðist ég við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Ég ræddi við þrjá reynslumikla kennara á mismunandi stigum grunnskólans og fylgdist með opnum útlánstíma á skólabókasafni í einum grunnskóla á Norðurlandi, en ein tegund bókameðferða er að aðstoða einstaklinga við val á bókum og ræða við þá um efni bókanna að lestri loknum. Þar sem að rannsóknarefni ritgerðarinnar er ekki vel þekkt hér á landi fannst mér óþarfi að taka fl eiri viðtöl en þessi þrjú. Þetta úrtak er því mjög lítið og ekki hægt að alhæfa neitt um niðurstöður. Hvað er bókameðferð? Einfaldasta skilgreining bókameðferðar (e. Bibliotherapy) er einfaldlega ferlið að rétta einstaklingi réttu bókina á réttum tíma ( Jones, 2006). Almenn útskýring hugtaksins er kerfi s- bundin notkun bóka til að hjálpa einstaklingnum að takast á við andleg, líkamleg, tilfi nningaleg og félagsleg vandamál (Tukhareli, 2011). Margir hafa sett upp lista yfi r helstu markmið bókameð- ferða og þó að listarnir séu ekki allir nákvæmlega eins þá virðast fl estir vera nokkuð sammála um hvað bókameðferðir snúast um í meginatriðum. Eftirfarandi lista gerði J.T. Pardeck (1995) þar sem hann segir að bókameðferðir eigi að: 1. Gefa ákveðnar upplýsingar. 2. Gefa innsýn í ákveðna reynslu eða aðstæður. 3. Sýna fram á að til eru fl eiri en ein lausn á hverju vanda- máli. 4. Stuðla að umræðu um hvert vandamálið sé í raun og veru. 5. Finna ný gildi og viðhorf með því að eiga samskipti við aðra. 6. Hjálpa lesandanum að skilja að hann er ekki sá fyrsti sem upplifi r ákveðið vandamál. Notkun bóka til að mennta nemendur er ekki ný kennslu- aðferð og bókameðferð hefur í rauninni alltaf verið til því það er engin nýjung að foreldrar nýti sögur til að leiðbeina börnum sínum (Stamps, 2003). „Bækur hafa mátt til að þroska einstaklinginn“ notkun bókameðferða til að takast á við vandamál grunnskólanemenda Sigríður Ásta Björnsdóttir hefur lokið B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands auk MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og starfar nú á Bókasafni Háskólans á Akureyri.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.