Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 78

Breiðfirðingur - 01.04.1989, Page 78
76 BREIÐFIRÐINGUR Mikið var gaman að vera barn á jólunum. Dularfulli hvíti böggullinn var nú kominn á borðið. Mamma leysir utan af honum. Forvitin augu mín töldu sig sjá ofsjónir. Birtist ekki þarna hvítmáluð brúðuvagga með rúmfötum í. Undir henni voru völtrur, svo hægt væri að vagga henni. Guðrún í Tröð var elskuleg kona sem mér þótti mjög vænt um. Hún hafði fengið tengdason sinn til að smíða þessa vöggu fyrir sig til að gefa litlu vinkonu sinni í Mávahlíð. Allt er þegar þrennt er, enn bættist við gleði mína. Mamma færði mér brúðu. Hana hafði hún búið til sjálf, nema höfuðið. Pað hafði pabbi fengið í Reykjavík, þetta var járnhaus sem festur var á hinn heimatilbúna skrokk, en hann hafði mamma sem fyrr segir saumað úr lérefti og troðið hann síðan upp með ull. Mamma hafði einnig saumað kjól úr sama efni og kjólinn minn. Brúðan var falleg með blá augu og rauðar varir. Hugfangin horfði ég á mína fyrstu brúðu. Hún var í mínum barnsaugum svo óumræðilega falleg, að enn man ég hana. Er ég hafði horft á þessar dásamlegu gjafir ljómandi af hrifningu, sá ég að allir horfðu brosandi á mig með brúðuna í fanginu. Hljóp ég þá upp um hálsinn á mömmu minni og kyssti hana marga kossa fyrir brúðuna. Þá spyr mamma mig: „Hvað ætlar þú að láta hana heita.“ Ég var fljót til svars: „Önnu eins og hana Önnu sem var hér í sumar.“ Öllum fannst þetta vel valið nafn. Eftir að allir höfðu drukkið saman súkkulaði með smá- kökum var heilög stund á heimilinu. Afi las jólaguðspjallið og allir sungu Heims um ból. Nóttin helga var í nánd. Sá siður var í sveitum landsins að láta loga ljós á jólanótt. Ljósið átti að minna okkur á að það er yfir okkur vakað eins og Jesúbarninu í Betlehem. Með þetta í huga gengu allir til svefns í litla bænum. Anna mín, brúðan fallega, var lögð í vögguna sína og þar var henni vaggað í svefn af litlum þakk- látum höndum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.