Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 76

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 76
74 BREIÐFIRÐINGUR Einar Ingibjargarson fór oftlega um veturinn til laugar með fimmta mann eða sjötta. Einar Þorgilsson hélt njósnum til ferðir hans. Hann frétti þá að Einar Ingibjargarson ætlaði annan dag til laugar. Hann fór þá vestan með þrjá tigu manna (Sturlunga saga, 1988, bls. 74-75). Af þessu höfðu Einar og Sturla spurnir og fóru þeir saman við þriðja tug manna og voru allir alvopnaðir. Einar Þorgilsson kom þennan sama dag að lauginni með aðra þrjá tigi manna undir vopnum svo að það hefur verið skrautlegt lið að sýna sig við laugina þennan dag. En engar sögur fara af þvr hvort þeir hafa farið í laugina eða hvað laugin var stór né hvar hún var. Eftir þessum fjölda mætti ætla að laugin hafi verið allstór og að nokkrir hafr getað setið þar samtímis, en hinir verið á verði og gætt að mannaferðum, fötum og vopnum. Hefur þá verið þröngt á þingi að húsabaki bóndans á Laugum, ef sex tigir manna með hesta sína hafa verið þar, því stutt er frá bænum að heitu uppsprettunni, ef átt er við laugina skammt fyrir ofan bæinn. Hafi laugarnar verið tvær og flokkarnir hist á Köldulaugaeyrum, þar er nægilegt rými fyrir fjölda manns. A þeim eyrum héldu ungmannafélögin í Dalasýslu lengi héraðsmót sín í frjálsum íþróttum. Eftir þessar ófriðlegu baðferðir Dalamanna er ekki staf að frnna um laugarferðir og ekki hafa fundist neinar heimildir um laug eða laugar á Laugum þar til laust eftir 1700, þegar Jarðabókin var gerð. Ámi Magnússon var að sönnu Dalamaður og uppalinn svo að segja á næsta bæ við Laugar. Afi Árna, Ketill Jörundsson prófastur í Hvammi, var mikill áhugamaður um forn fræði og skrifaði upp nokkrar Islendinga sögur, eins og Laxdœlu með sinni afbragðs fallegu hendi. Ekki er ótrúlegt að þar heima hafi Árni tekið í arf áhuga á fornum fræðum og lært þá nákvæmni í fræðimennsku sem hann varð seinna þekktur fyrir. Ekki er óvarlegt að halda að á Árna tíma hafi verið farið til laugar að Laugum, og ekki er að efa að hann hefur þekkt Laxdœlu. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.