Fréttablaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 10
Manndráp Lögreglumenn á sakamannabekk Landsréttur staðfesti í nóvem- ber fimmtán mánaða dóm yfir Jens Gunnarssyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir spillingu og brot í starfi. Aldísi Hilmarsdóttur, sem var yfirmað- ur fíkniefnadeildarinnar á þeim tíma sem brotin voru framin og var færð til í starfi vegna málsins, voru á árinu dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar. Annar lögreglumaður fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að senda konu líflátshótanir í gegnum Snapchat. Enn einn lögreglumaður fékk dóm fyrir að ganga of hart fram gagnvart gæsluvarðhalds- fanga sem til stóð að leiða fyrir dómara. Maðurinn hafði verið ákærður og gert að sök að hafa ýtt fanganum upp að vegg, skellt honum í gólfið, rekið hnéð í bringu hans og hótað að kýla hann. Erfitt ár hjá Sigurði Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið áberandi í fréttum ársins af sakamálum. Sigurður Ragnar var dæmdur í 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi á árinu fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verktakafyrirtækisins SS verks ehf. og var gert að greiða tæpar 140 milljónir í sekt. Mesta athygli vakti hins vegar mál Sigurðar og þáverandi eigin- konu hans, Sunnu Elvíru Þorkels- dóttur, en Sigurður var settur í varðhald á Spáni í upphafi árs vegna gruns um aðild að alvar- legu slysi sem Sunna Elvíra varð fyrir en hún féll fram af svölum á heimili þeirra í Malaga og lamaðist. Sigurður hefur einnig verið til rannsóknar hjá lögreglu bæði hér heima og á Spáni vegna aðildar að innflutningi á fíkniefnum í svokölluðu Skáksambandsmáli. Málið hefur verið þingfest og er til meðferðar fyrir héraðsdómi. Geirfinnsmál Umtalaðasta sýkna ársins er án efa nýr dómur Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en því langþráða mark- miði Sævars Ciesielski var loks náð á árinu að hann og fjórir aðrir menn voru hreinsaðir af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona sem hurfu báðir árið 1974. Sævar barðist fyrir endurupptöku til dauðadags en hann lést í Kaupmannahöfn árið 2011. Búast má við að Geirfinns- mál verði þó áfram í fréttum á komandi ári enda standa nú yfir viðræður um bætur til hinna nýsýknuðu og aðstandenda þeirra. Þá er ekki útilokað að tekin verði upp rannsókn á mannshvörfunum að nýju. Sýknudómar ársins Fimm dómar féllu á árinu vegna mannsbana og metár var í fjölda heim- ilisofbeldisdóma. Lög- reglumenn sluppu ekki við dóma á árinu vegna brota í starfi og sýknað var í stærsta sakamáli Íslands- sögunnar, Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Refsidómar ársins 2018 18. apríl Khaled Cairo fékk 16 ár fyrir morðið á Sanitu Brauna. Aðal- meðferð í málinu verður í Lands- rétti 8. janúar. Líkamsárásir sem leiddu til dauða: 21. júní Dagur Hoe Sigurjónsson fékk 17 ára fangelsi í héraði fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli í desember í fyrra. Málið bíður meðferðar í Landsrétti. 23. nóvember Lands- réttur staðfesti 19 ára  fang- elsisdóm Héraðsdóms yfir Thomasi Møller Olsen fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefna- smygl. Hann mun óska eftir áfrýj- unarleyfi til Hæstaréttar. 27. september Valur Lýðsson fékk sjö ára fangelsi fyrir árás á bróður sinn sem leiddi til dauða hans. Málið bíður meðferðar hjá Lands- rétti. 19. október Sveinn Gestur Tryggva- son fékk sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir árás á Arnar Aspar sem lést í kjölfarið sökum æsingsóráðsheil- kennis. Margir dómar féllu fyrir nauðgun og önnur kyn-ferðisbrot á árinu. Ólíkt refsingum fyrir manndráp er þyngd refsinga fyrir nauðgun nokkuð breytileg, oftast á bilinu tvö til þrjú ár en getur lækkað til dæmis vegna ungs aldurs geranda en getur einnig þyngst ef til dæmis miklu ofbeldi er beitt eða sérstök tengsl eru milli ger- anda og þolanda. Boccia-þjálfari á Akureyri fékk fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga einum iðkanda sínum ítrekað, rúm- lega tvítugri þroska skertri konu. Þyngsta dóminn fékk hins vegar barþjónn í Reykjavík sem var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tvær nauðganir, aðra þeirra mjög langvinna og heiftúðuga að mati dómsins. Þyngstu dómana í kynferðis- brotamálum á árinu fengu hins vegar þeir sem brutu gegn börn- um. Karlmaður á sextugsaldri fékk sjö ára dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir gegn ungl- ingspilti á aldrinum 15 til 18 ára en mað- urinn tældi hann með peningum og lyfjum. Nokkrir fengu dóm fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum sínum, í flestum til- vikum þriggja til fjögurra ára fang- elsi. Í einu tilviki þyngdi Lands- réttur dóm yfir manni sem braut gegn þremur barnabörnum úr fjórum árum í sjö. Börnin voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin voru framin en þau stóðu yfir um margra ára skeið. Tveir fengu sjö ár fyrir brot gegn börnum Stuðningsfulltrúinn Önnur umtöluð sýkna á árinu var dómur kveðinn upp síðla sumars í máli stuðningsfulltrúa sem var ákærður fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðg- anir en brotin voru talin geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Stuðnings- fulltrúinn starfaði um árabil með börnum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Meint brot hans beindust ekki að börnum sem hann starfaði með heldur öðrum sem hann kynntist í gegnum fjölskyldu eða vini. Bíður Landsréttar. Aurum-málið Lárus Welding, Magnús Arnar Arn gríms son og Jón Ás geir Jóhannes son voru allir sýknaðir í Lands rétti á árinu í svo kölluðu Aurum Holding-máli sem laut að meintum um boðs- svikum í tengslum við sex milljarða króna lán- veitingu Glitnis til félags í eigu Pálma Haraldssonar árið 2008. Málið hefur lengi velkst í kerfinu en fyrst var ákært í málinu árið 2012. Vigfús Jóhannesson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot. FréttAblAðið/Auðunn 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 8 F I m m T U d A G U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 0 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 D E -2 1 2 4 2 1 D E -1 F E 8 2 1 D E -1 E A C 2 1 D E -1 D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.