Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 32
32 Litli-Bergþór Eitthvað varð undan að láta í slíkum hamförum og fór vesturhluti brúarinnar af, en grindarbitinn á stokknum (gjánni) hélt, en skógarleifar héngu á honum og var talið að skógartorfa hafi komið siglandi niður ána og lent á brúnni. Nú varð að endurbyggja brúna. Nýir, öflugir stöplar og steyptir bitar voru settir á brúna á klöppunum að vestan og Gleðileg jól og farsælt komandi ár. upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450 að auki var bætt við hafi austan stokksins. Brúin var þá orðin liðlega 73 m. Seinna, árið 1958, var grindarverkinu á stokknum skift út fyrir hefðbundna stálbita. Síðan var það 1995 að bríkur voru endurnýjaðar og sett nýtt handrið og þannig er brúin nú. Frá öllu var gengið sem traustlegast, sem kom sér vel, því í desember 2006 kom enn mikið flóð í ána. Náði þá að vatna upp á brúargólfið með íshröngli en brúin varð ekki fyrir skemmdum. Einnig hélt vegurinn. Hvort brúin stenst óröskuð flóð framtíðarinnar verður tíminn að leiða í ljós. Mynd tekin á vestur bakkanum í flóðinu þ. 20. des. 2006. Það er ekki alveg í hámarki en þó er brúin nánast á kafi. Mynd BÞÞ. Við gerð þessarar greinar var m.a. stuðst við bókina Brýr að baki, frá 2006 og einnig Tímarit V. F. Í. 1931. Ljósmyndir: GZ: Geir Zoëga ÁP: Árni Pálsson BÞÞ: greinarhöfundur óskar lesendum Litla-Bergþórs gleðilegra jóla og farsæls nýs árs

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.