Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 63
S t r í ð n i s p ú k i n n á S k e r i n u TMM 2013 · 3 63 3. Náði í hann daginn eftir klukkan tíu, fórum rúnt um Reykjavík, borðuðum humarsúpu á Sægreifanum og fengum okkur kaffi á Haítí. Eftir hádegið var farið að Kleifarvatni, í Krýsuvík og Bláa lónið. Hann var ekkert sérlega upp- veðraður yfir Kleifarvatni (sagðist ekkert kannast við Indriðason þann sem ég nefndi í því sambandi), en fannst magnað að koma í Krýsuvík. Vorum einir þar, ágætis veður. Röltum upp stíginn, hann dáðist mjög að litadýrðinni en fannst einkum magnað að finna brennisteinslyktina, finna nálægðina við jarðhitann, fann að stutt er þar í Helvíti, illsku, enda segja Frakkar „ça sent le souffre“ (það er brennisteinslykt af þessu) þegar eitthvað vafasamt eða skuggalegt býr undir einhverju. Það hefur einmitt löngum verið rætt um að brennisteinslyktina leggi af verkunum hans, hann sé aðalstríðnispúki og ólíkindatól franskra bókmennta, og því var sérlega skemmtilegt að ná mynd af honum í Krýsuvík þar sem hann er stríðnislegur á svipinn með dásamlega ljóta húfu sem hann hafði keypt í Rauðakrossbúð á Laugaveginum. Stríðnis- púki franska bókmennta nærri eldi og eimyrju á Íslandi. Bláa lónið var greinilega mögnuð reynsla. Það var fremur fámennt þar, engar raðir eða örtröð, og það sem var enn betra, fremur kalt í veðri sem þýðir að andstæður heita vatnsins í lóninu og haustveðursins voru sláandi. Við vorum meira að segja svo heppnir að fá á okkur ærlegt haglél á meðan við vorum ofan í lóninu, þannig að við sem báðir erum fremur þunnhærðir urðum að dýfa höfðinu ofan í vatnið með reglulegu millibili. Áður en hann kom hafði hann lýst sérstökum áhuga á að fara þangað vegna þess að hann þjáist af exemi og langaði að kanna hvort vatnið myndi slá á það, og svo reyndist vera. Auk þess var ánægjulegt að sjá hvað manninum, sem alla jafna tjáir sig ekki mjög sterkt, leið vel þarna enda vorum við í lóninu í um það bil tvær klukkustundir. Ég hef margoft farið þangað með útlendinga en aldrei séð neinn mann njóta þess jafn innilega. Hann svamlaði um eins og húðlatur og hamingjusamur selur eða smáhveli, makaði á sig hvítri drullu og breyttist í ástralskan frumbyggja, sótti í hitann, því heitara því betra. Við fórum tvisvar sinnum þangað, á sunnudeginum og föstudeginum. Vorum ofan í lóninu tvo tíma í hvort sinn, hann alsæll, ég alveg mauksoðinn, farinn að losna af beinunum. En hvað leggur maður ekki á sig fyrir menninguna? Ókum sem leið lá í bæinn aftur og hann fékk að slaka á fram að kvöldmat. Fyrr um daginn hafði hann spurt hvaða matur væri sérstakur hér. Ég nefndi m.a. hvalkjötið og lundann og því fórum við þrjú, ég hann og Eydís að borða á Þremur Frökkum um kvöldið. Hann var mjög áhugasamur um að smakka nýjan mat, afar jákvæður. Skutluðum honum síðan á gistiheimilið. Hann kvartaði undan því (franskir aðdáendur sem voru að sverma fyrir honum, sameiginlegt baðherbergi og sturta á hæðinni) og ég ákvað að kanna með að skipta um hótel, flytja hann yfir á íbúðahótel við Laugaveginn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.