Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 80
80 TMM 2013 · 3 Sigurður G. Valgeirsson Vonnegut og ég Bókmenntahátíð í baksýnisspegli Augnablikið þegar Kurt Vonnegut kom labbandi niður stigann í flugstöðinni í Keflavík eldsnemma að morgni 15. september 1987 er eftirminnilegasta minning mín frá þeim rúmlega aldarfjórðungi sem ég hef verið í stjórn Bókmenntahátíðar í Reykjavík enda hafði ekki gengið alveg áfallalaust að fá hann til landsins. Ég hafði, eins og margir aðrir ungir menn, hrifist í menntaskóla af þessum íhugula húmorista. Mér fannst magnað hvernig hann gat samtímis verið mjög framsækinn og alveg rífandi skemmtilegur. Honum tókst jafnvel að fá mann til að sætta sig við vísindaskáldskap. Bókmenntahátíð í Reykjavík var að verða til á þessum árum og þó að ljóð- listarhátíðin 1985 hefði heppnast vel var hátíðin enn sem komið var meira og minna óskrifað blað enda voru sett spurningamerki bæði við framkvæmd hennar og það að halda bókmenntahátíð yfirhöfuð. Sjálfsagt hefur hátíðin líka farið í taugarnar á einhverjum eins og gengur. Stjórnina 1985 skipuðu Árni Sigurjónsson, Einar Bragi, Knut Ødegård, Thor Vilhjálmsson og Örn- ólfur Thorsson. Við Einar Kárason og Halldór Guðmundsson komum nýir inn með hátíðinni 1987 en Einar Bragi hætti. Þegar maður skoðar ljósmyndir frá þessum tíma blasir það við hvað við yngri stjórnarmenn vorum barnalegir. Tíska níunda áratugarins virðist hafa skilað því til okkar að girða buxurnar sem hæst. Til allrar hamingju var þó enginn nógu mikill töffari til að vera með sítt að aftan. Tíminn haggaði eldri mönnunum minna. Knud Ødegård var yfirleitt klæddur eins og prins úr ævintýri með silfurspennur á skónum og litskrúðuga slaufu eða klút um hálsinn. Thor var þá sem ævinlega síðar, sígildur og smart, iðulega í röndóttum sjóarabolum, gallabuxum og gallajakka með penna um hálsinn. Þetta var mjög góður hópur. Stjórnarfundir voru að mestu leyti stjórn- lausar samkomur og hefur það fylgt hátíðinni. Mögulega er ástæðan sú að hver meðlimur álítur sig náttúrlegan leiðtoga sem öðrum beri að hlusta á. En þó að við værum stundum menn margra orða og frásagna gátum við flestir líka fylgt þeim eftir með athöfnum. En aftur að Vonnegut og komu hans til landsins. Ég var á þessum árum útgáfustjóri Almenna bókafélagsins sem hafði gefið út tvær af bókum hans. Sem útgefandi hans hafði ég sent honum bréf snemma árs og boðið honum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.