Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 126

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 126
Á r n i Þ ó r S i g u r ð s s o n 126 TMM 2013 · 3 Trenín telur að Sýrlandsmálið varpi skýru ljósi á sambúð Bandaríkjanna og Rússlands um þessar mundir. Málefni bandaríska uppljóstrarans Edwards Snowden litar þessi samskipti svo enn skrautlegri litum. Áform Pútíns um að koma Snowden í öruggt skjól frá Moskvu til Rómönsku Ameríku fóru eins og kunnugt er út um þúfur og Pútín setti Snowden það skilyrði fyrir dvalarleyfi í Rússlandi að hann hætti uppljóstrunum sem hefðu „skaðleg áhrif á samstarfsaðilann Bandaríkin“. Þannig vildi Pútín koma til móts við Bandaríkjastjórn og undirstrika mikilvægi fyrirhugaðrar heimsóknar Obama til Moskvu nú í september, en hann var ekki tilbúinn til að greiða þá heimsókn hvaða verði sem var. Dmítrí Trenín telur að Snowden-málið sé ekki hin raunverulega ástæða þess að Obama ákvað að hætta við heimsókn sína til Moskvu, það sé yfirskin. Hin raunverulega ástæða sé ósamkomulagið um málefni Sýrlands og getuleysið til að finna á því viðunandi lausn.33 Í við- tali á vefsíðu óháðu bandarísku hugveitunnar Council on Foreign Relations gefur Stephen Sestanovich, prófessor í stjórnmálafræði við Columbia- háskóla í New York og sérfræðingur um málefni Rússlands og bandaríska utanríkisstefnu, Snowden-málinu meiri vigt og telur að Pútín hefði getað leyst það mál með því að koma uppljóstraranum bandaríska í örugga höfn í öðru ríki sem væri tilbúið til að taka við honum. En hann bendir einnig á ýmis stærri mál sem geri sambúð ríkjanna stirða, svo sem Sýrland og Íran, afvopnunarmál, fjárfestingarmál o.fl.34 Tímaritið Foreign Affairs birtir nú núverið grein eftir Daniel Treisman, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, en þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að ætli Bandaríkin að hafa áhrif á þróun mála í Rússlandi og afstöðu stjórnvalda þar, verði þau í aðgerðum sínum að bergmála óánægju hins almenna Rússa, málflutningur þeirra verði að skír- skota til sjónarmiða í Rússlandi sem séu gagnrýnin á Pútín og stjórn hans í stað þess að gefa honum ný og ný tromp til að styrkja stöðu sína á heimavelli. Hvorki Snowden-málið né staða samkynhneigðra í Rússlandi séu til þess fallin svo dæmi séu tekin. Nær væri að beina spjótum að spilltu embættis-, stjórn- og dómskerfi og slökum árangri á sviði efnahagsmála. Í þessum málum sé Pútín veikur fyrir og gagnrýni á þeim sviðum myndi veikja hann enn frekar en ekki styrkja.35 Efalaust er margt til í þessum sjónarmiðum, einkum ef horft er á málið sem hreina valdabaráttu milli stórveldanna og sem lið í að hafa áhrif á stefnumótun rússneskra stjórnvalda. Þar með má undir engum kringumstæðum draga úr gagnrýni á stöðu mannréttinda- mála í Rússlandi, m.a. að því er varðar samkynhneigða. En er þá nýtt „kalt stríð“ í uppsiglingu? Verða Sýrland og Snowden þúfurnar sem velta því hlassi? Áreiðanlega ekki Snowden en áhrifin af viðvarandi átökum í Sýrlandi og því að engin lausn virðist í augsýn, geta sannarlega orðið víðfeðm og skaðleg fyrir sambúð austurs og vesturs. Fræði- mönnum, bæði austanhafs og vestan, ber saman um að sambúð ríkjanna fari versnandi og fátt bendi til breytinga í þeim efnum í bráð, enda þótt ekki séu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.