Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2013 · 3 einnig á samhengi bókarinnar við fyrra verk: „Þessi bók er eins konar framhald af tilrauna-skáldsögu minni Rómúlíu hinni eilífu en í henni má finna sýnis- horn af öllum bókmenntaformum sem til eru. Jafnframt myndar hún eina heild, einn helsti þráðurinn er saga bók- menntanna og þeirra eðli. Rauði þráður- inn í þessari bók er list listanna, ljóðlist- in.“ Slíka yfirlýsingu verður að taka alvarlega, þótt hugsast geti að einhver írónía sé með í för. Fagurfræðingurinn fer ekki með fleipur um slíka hluti. Yfir- lýsing um að spanna öll svið ljóðsins vekur líka spurningu um hve mörg þessi svið séu eiginlega, e.t.v. ekki svo mörg að ómögulegt sé að spanna þau í einni bók? Þess má geta að frágangur bókarinn- ar er vandaður og kápan listræn, þótt einhverjum kunni að hrjósa hugur við grímunni sem blasir þar við lesandan- um, myndverki Ólafs Þórðarsonar. Í aðfaraorðum gerir skáldið sjálft grein fyrir byggingu og viðfangsefnum hinna einstöku bóka í bókinni, en þær eru þó sumar ívið flóknari að gerð en sú lýsing gefur til kynna. Fyrsta bók nefn- ist Uml um ljóð. Fyrri lausamálsbálkur. Henni er þannig lýst: „… inniheldur örgreinar og prósaljóð um ljóðsins aðskiljanlegu náttúrur, hún er eins konar mansöngur til ljóðsins …“ Þar er m.a. ljóð með nafninu Ars poetica, og glímir við spurningu sem eitt sinn var svarað kæruleysislega með orðunum „A poem should not mean but be“ (sjá grein Þorsteins Þorsteinssonar um efnið í TMM 2012:4). Stefán vill að ljóðið merki en umfram allt að það sé nýr leikur, og hann tjáir það með skemmtilegum orðaleik: Ljá verunni merkingu á nýjan leik, / vera leikurinn nýi, / leikurinn enn nýi. Hér sameinast fagurfræðingur- inn og skáldið í leik. Annars eru í þess- um bálki nokkur stutt prósaljóð eða örgreinar eins og skáldið kallar textana. Þeir koma úr dálítið óvæntum áttum að hlutverkum, gildi, verkum ljóðsins, benda á gildi ljóðlistarinnar og hvað vanræksla hennar kostar okkur. Þessi Uml-bók er innrömmuð af orðum sem höfð eru um ýmsar tegundir skáldskap- ar. Önnur bók nefnist Skriftamóðir. Fyrri ljóðabók. Hún er lengst bókanna og þar eru eingöngu frumort ljóð. Nafn- ið bendir til að þar glími skáldið við sjálft sig, en annars búa upphafs- og lokaljóð til viðmælanda, skriftamóður, sem auðvitað er skemmtileg andstæða við skriftaföður, en gæti verið vísun í mikilvægan sannleik. E.t.v. skiptir þá máli að bókin er tileinkuð nýlátinni móður skáldsins? Flokkur kvæða sem nefnist Turnahrun hefst á ljóðinu Tví- fara turn. Það er vitaskuld vísun í þá frægu turna sem féllu 9. sept. forðum, en miklu fremur fjallað það um sára persónulega reynslu. Upphafið, Hrun- gjarn turn / í vorskógi, er mjög augljóst tilbrigði um þekkt ljóð og vekur spurn- ingu um hvort sá eini sem eftir liggur í ljóði Stefáns sé „óskabarn ógæfunnar“. Í flokknum er áberandi tvífaraminni, skáldið hittir bróður eða tvífara, fyrra sjálf sem er glatað en býr þó hið innra. Hér er margt tvírætt og vísanir vafalaust fleiri en einstakur lesandi kemur auga á. Ljóðin eru alvöruþrungin og myndir áhrifamiklar, skilja eftir spurningar, eins og í kvæðinu Jarðýtir, sem endar svo: Hann ýtir mér / niður í jörðina / gengur á höndum mínum /gengur burt og hverfur /ég hverf. Hver er Jarðýtir? Þekkjum við hann kannski líka? Í næsta kvæðaflokki Anarrar bókar, Þrúgna- sveig, er bersýnilega fjallað um glímu við vímuvaldinn Bakkus, en það er gert á hitmiðaðri hátt og í færri orðum en einatt heyrast frá þeim sem háð hafa þá glímu, og skýr er vitund um að glímu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.