Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 78
78 TMM 2017 · 2 Ásdís R. Magnúsdóttir Maður á strönd og leitin að jafnvægi Um Útlendinginn eftir Albert Camus og Meursault, contre-enquête eftir Kamel Daoud Útlendingurinn eftir fransk-alsírska rithöfundinn Albert Camus gerist í Algeirsborg þegar Alsír var frönsk nýlenda og fjallar um mann að nafni Meursault sem skýtur mann – Araba – á sólarströnd og er dæmdur til dauða, þó ekki fyrir morðið heldur fyrir að hafa fengið sér kaffi og sígarettu við kistu látinnar móður sinnar. Bókin kom út í París árið 1942 og allar götur síðan hefur hún vakið viðbrögð og er ein víðlesnasta skáldsaga franskra bókmennta fyrr og síðar. Hún hefur verið þýdd á ríflega sextíu tungumál og kom fyrst út á íslensku einu ári eftir sviplegan dauða Camus, sem lést í bílslysi nálægt bænum Lourmarin í Frakklandi í janúar 1960.1 Sagan þykir aðgengileg, hún er stutt og auðlesin miðað við mörg önnur stórvirki heimsbókmenntanna og er því gjarnan á leslistum franskra ungmenna og frönskunema víða um heim. Viðtökur verksins í Frakklandi voru blendnar en einu ári eftir útgáfu þess skrifaði franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre fræga grein um Útlendinginn þar sem hann lýsti því meðal annars yfir að Camus væri mun betri rithöfundur en heimspekingur.2 Um verkið spunnust nokkrar umræður þar sem ýmsir lögðu orð í belg, þar á meðal höfundurinn sjálfur. Árið 1955 fylgdi hann bandarískri útgáfu verksins úr hlaði með inngangi en hann má sjá sem eins konar lykil að verkinu þótt ekki væru allir ánægðir með skýringar Camus á aðalpersónunni. Og nú, rúmlega sjötíu árum síðar, er enn verið að skrifa um Útlendinginn, hann er lesinn og túlkaður af leikum sem lærðum, endurútgefinn og endurþýddur af nýjum kynslóðum þýðenda bæði hér á landi og erlendis. Á aldarafmæli Camus, árið 2013, sendi franska bókaforlagið Gallimard frá sér Útlendinginn í teiknimyndasögu Jacques Ferrandez í sérstakri ritröð sem einkum er ætluð yngri kynslóðinni en eldri lesendur geta ekki síður notið, og vegleg myndskreytt útgáfa af sögunni kom út hjá sama útgefanda með myndum eftir argentíska teiknarann José Muños.3 Ári síðar var nýrri enskri þýðingu á Útlendingnum vel fagnað, ekki vegna þess að eldri þýðingarnar væru lélegar heldur vegna þess að hverri þýðingu fylgir ný sýn á verkið.4 Enn virðist því vera hægt að segja eitthvað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.