Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 32

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 32
30 anlegt, að nokkur maður gæti gert slíkí. — En Arsene Lupin gat alt. Við miðdegisborðið voru stólarnir sinn hvoru tnegin við stól Rozainé auðir; enginn vildi sitja við hlið hans. Næsta dag lét skipstjórinn handfaka hann, og var þá sem þungri byrði hefði verið létt af okkur. Um kvöldið héldum við dansleik á þilfarinu, Við Neliy dönsuðum nær því alla dansana saman. Og auðséð var, að Rozaine var gleymdur. Svo þegar dansinum var Iokið, játaði ég henni ást mína, með- an gulbleikir bjarmar mánans dönsuðu á hafinu umhverfis okkur. Og hún tók játningu minni vel. Til mikillar undrunar fyrir okkur öll fréttum við næsta morg- un, að Rozaine heíði verið slept úr varðhaldinu. Við nánari rannsókn kom ekkert það í ljós, er gæti staðfest þann grun, að hann væri þjófakonungurinn, eða gæti réttlætt það, að halda honum sem fanga. Hann var eigi særður, og skjöl hans og skilríki báru þess ótvíræðan vott, að hann væri sonur stóreigna- manns nokkurs í Bordeaux. Flestir farþeganna yptu öxlum yfir þessari skýringu. »Arsene getur hæglega útvegað sér nægileg skjö! og skilríki til að blekkja alla lögreglumenn heimsins,* sögðu menn. Einnig upplýstist það, að Rozaine hefði verið uppi á þilfari einmitt á því augnabliki, sem þjófnaðurinn var framinn. — »En hvað sannar það?« svöruðu menn. »Arsene Lupin hefir gert annað eins. Hann getur svo að segja rænt heilar hallir rétt á meðan maður snýr við honum bakinu.« — Og alt í skeytinu virtist benda á Rozaine að undanteknu sárinu. En þegar Rozaine nálgaðist stóla þeirra Nelly og frú lerland, stóðu þær óðara upp og gengu brott án þess að taka kveðju bans. (Framhald).

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.