Kvöldblaðið - 17.11.1923, Blaðsíða 2

Kvöldblaðið - 17.11.1923, Blaðsíða 2
2 KVÖLDBLAÐIÐ pr. st. Höíðu þeir oft 3 00 franka í daglaun hver. En krakkarnir fengu skell á aft- urendann þegar þau komu heim rennvot, og þar af leiðandi hrak- aði atvinnu lögregluþjónanna þeg- ar þeir sáu engin ráð til að fá fleiri viðskiftavini. Tóku þeir þá það til bragðs, að Páll tók að bjarga Jean annan daginn og Jean bjargaði svo Páli næsta dag. — En þá opnuðust augu lögreglunn- ar og sitja þeir nú í fangelsi. Fríl Moskra. — Síðustu fregn- ir um heilsu Lenins segja hann á batavegi. — Er hann kominn á fætur og ekur allmikið í bifreið sinni. Hvað hann nú vera að snúa sér að fjármálaástandi Rússlands, og er búist við að innan skams geti hann annast öll störf sín. Áfengisbannið í Bandaríkj- UHnns. Formaður Svensk-Ameríska blaðafélagsins, Brillioth, er um þess- ar mundir dvelur í Stokkhólmi, hefir gefið ýmsar upplýsingar viðvíkjandi banninu í Ameríku og telur það hafa komið afarmiklu góðu til leið- ar. — Afarmikið er þó um bann- lagabrot, en hann telur kostina yfirgnæfandi. Mun „Kveldblaðið" i næstu blöðum segja frá viður- eign smygíaranna og lögreglunnar í Bandaríkjunum eftir sögusögn Brillioths. Ungllngsstúlka óskast íyrri hluta dags. Afgr. vísar á. XJr bæjariííinu. Herbergi til afgreiðslu óskast nú þegar. Helst með síma. Kv. bl. v. á. Kvöldblaðið mun innan skams fá aukin fréttasambönd: Frétta- smala í bænum og fréttabréf frá Berlín, Kaupmannahöfn, Bergen o. fl. stórbæjum með hverri ferð. — Heildsalur bæjarins ættu að auglýsa í því, því kaupmönnum út um land verður sent það ó- keypis. Herfor gegn Bakkns. Síðast- liðið miðvikudagskvöld klófesti lögreglan skipverja einn af skip- inu „Anno Ho“ er kom út af Gafe Fjallkonan með hálfflösku af brennivíni, er hann kvaðst hafa keypt þar inni. — Hafði bann- lagagætir G. S. komist á snoðir um þetta og gert lögreglunni að- vart. Sýnir sá maður ótrúlegan dugnað í því máli. — Hvernig G. S. komst á snoðir um brenni- vfnskaup þessi er ráðgáta en sennilegt þykir að hann muni eigi hafa verið langt frá, þegar kaupin gerðust, þótt eigi yrðu menn hans varir. Skipverjinn kvaðst hafa fengið fiöskuna hjá manni er hann nafn- greindi, S . . nokkurn. Yar sá kallaður íyrir og játaði að hafa útvegað hana hjá öðrum. Þegar um kveldið fékk ,Café

x

Kvöldblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldblaðið
https://timarit.is/publication/1337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.