Kvöldblað - 02.02.1926, Blaðsíða 4

Kvöldblað - 02.02.1926, Blaðsíða 4
KVÖLDBLAÐ Nýársnótt Skáldsaga Vetrarsólin sk«in bjart og glað- lega á'litla hollenska sveitaþorpið sem var nokkrar mílur frá Amst- erdam. Hún gægðist í gegnum gljáfægðu rúðurnar á litlu timbur- húsi, þar sem ung kona stóð í eldhúsinu og var að lesa iangt og þjettskrifað sendibrjef. Hjá eldin um stóð roskin kona og var að hræra í sjóðandi grautarpotti. Alt í einu hrópar unga konan: — Frænka! Páll gerir mjer orð að koma. Hann hefir nú loksins fengið fasta atvinnu. Kaupið er nú raunar ekki hátt fyrst um sinn en hann á von um hækkun síðar, og með þvi sem hann hefir dregið saman, getum við leigt okkur íbúð Ef það væri kleift, þá langar hann til að jeg og Pjetur tilti leggjum á stað á morgun frá veitingahús- inu „frír bræður". Þá gætum við verið komin til Amsterdam fyrir kvöldið og verið saman á gaml árskvöld. Koði færðist í kinnar Babettu, og augu hennar lýstu gleði og þrá þegar hún var að seigja frænku sinni frá þessu. Pær litu báðar á vögguna sem var í herberginu. I henni svaf Pjetur litli ársgamall Gamla konan vai'ð angurvær á svipinn og sagði: — Jeg mun sakna þín mikið Babette, svo að jeg tali nú ekki um drenghnokkann. En ef þú verð- ur að fara, þá er ekkert um það að tala. Pú getur ef til vill kom- ið snöggvast til min í suraar. Tíminn er ekki lengi að líða. Pað er ekki nema eitt ár síðan þú grjest yfir þvi að þurfa að skiija við Pál, og nú áttu að hitta hann aftur og leggja í fang hans litla þrenginn, sem hann hefir ekki enn sjeð. Babette kinkaði kolli. hún var svo hrærð í skapi, að hún gat bæði grátið og hlegið. Henni þótti leiðinlegt að þurfa að skilja við frænku sína, sem hafði verið henni og barninu mjög góð. Og hún hlakkaði svo ákaflega til þess að sjá aftur manninn sinn, sem hún hafði gifst i litlu þorpskiskjunni | fyrir ári siðan. Skilna’ðurinn hafði orðið þeim þungbærari fyrir þá sök, að hann hafði orðið að fara til þess að leita sjer atvinnu í borginni, nokkru áður en drengur- inn fæddist. En nú máttifekki eyða tíman- um að óþörfu. Síðari hluta dagsins var nóg að gjöra að taka saman ýmislegt smávegis til ferðarinnar Babette þurfti 'að hafa með sjer böggul með hlýjum fötum. Kistan hennar og vaggan hans Pjeturs Frh

x

Kvöldblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvöldblað
https://timarit.is/publication/1345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.