Skagablaðið


Skagablaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 6
6 Skaaablaðið Skagamenn mæta ÍS í 1. deildinni í körfuknatt- leik hér heima annað kvöld kl. 20.30. Hið unga lið Ak- urnesinga er í harðri baráttu um 2. sætið í deildinni en það sæti gefur rétt til aukaleiks við næstneðsta lið úrvals- deildarinnar í vor um sæti í þeirri deild. Ástæða er til þess að hvetja körfuunnend- ur til þess að fjölmenna í íþróttahúsið annað kvöld og styðja strákana. Akveðið hefur verið að stofna stuðningsmanna- félag Knattspyrnufélags ÍA í Reykjavík. Stofnfundurinn verður nk. fimmtudag, 30. janúar, að Hótel Loftleiðum kl. 20.30. Gunnar Sigurðs- son, formaður Knattspyrnu- félags ÍA, sagði oft hafa stað- ið til að stofna formlegt stuðningsmannafélag í Reykjavík en það aldrei hafa orðið að veruleika. Nú væri ætlunin að koma því á. Drengjaflokkur ÍA í körf- unni tekur um helgina þátt í fjölliðamóti, þar sem etja saman kappi lið ÍA, Skallagríms, Snæfells, Þórs, Tindastóls og Njarðvík. Mót- ið fer fram hér á Akranesi á laugardag og sunnudag. Frækileg frammistaða 40 mama sundliðs Skagamanna í Hafnarfirði: Þtjú met og miklar framfarír Þrjú ný Akranesmet litu dagsins Ijós á fyrsta „alvöru" sundmóti ársins, Landsbankamóti Sundfélags Hafnarfjarðar, um helgina. Auk þess bættu þeir 40 keppendur frá Akranesi, sem tóku þátt í mótinu, árangur sinn í 86 tilvikum. Slíkt verður að teljast harla glæsilegt strax í upphafi nýs árs. Stjarna Akurnesinga á þessu móti var hin unga og bráðefnilega Berglind Fróða- dóttir. Hún skipti úr meyja yfir í telpnaflokk aðeins 18 dögum fyr- ir mótið en gerði sér lítið fyrir í 50 m skriðsundi og bætti besta tíma sinn um 2 sek. og Akranes- metið um 1,4 sekúndur er hún sigraði í greininni á 30,40 sek. í 400 m skriðsundinu bætti hún fyrri árangur sinn um 24 sek. og Ákranesmetið um 6 sek. og synti á 5:20,49 mín. „Berglind sýndi frábært for- dæmi með frammistöðu sinni,“ sagði Steve Cryer, þjálfari Sundsfélags Akraness, er Skaga- blaðið ræddi við hann. Hún tek- ur vel eftir á æfingum og leggur sig alltaf 100% fram við það sem hún er að gera. Árangur erfiðis- ins undanfarin tvö ár er nú farinn að skila sér ríkulega.“ Þá unnu sjö ungar „stjörnur" sér þátttökurétt á Aldursflokka- meistaramótinu með frammi- stöðu sinni í Hafnarfirði, þau Kristín Minney Pétursdóttir, Lovísa Jóhannesdóttir, Arna Magnúsdóttir, Benedikt Jón Sig- Nýjungar í tippinu Nýr hópleikur í getraunum hefst um aðra helgi. Að þessu sinni verður keppt með útslátt- arfyrirkomulagi, tveir leikir hver umferð. Að sögn Hafsteins Gunnarssonar, sem ráðinn hefur verið til þess að sjá um getrauna- málin hér á Skaga, er vonast eftir góðri þátttöku í þessum leik. Þeir hópar sem ætla að vera með í leiknum þurfa að skrá sig hjá Hafsteini á milli kl. 19.30 og 21 annað kvöld en einnig má hafa samband við hann heima í síma 12605 á milli kl. 19 og 20 á kvöldin í næstu viku. Þeir sem verða með í þessum leik þurfa að tippa í félagsaðstöðunni á íþrótta vellinum til þess að hægt sé að hafa yfirsýn yfir árangur hvers hóps. Sem fyrr segir verður um út- sláttarfyrirkomulag að ræða. Dregið verður um það hvaða lið leika saman og síðan keppa þau TIPPARAR! Framvegis verður móttaka getraunadiskl- inga í félagsaðstöðunni að Jaðarsbökkum frá kl. 19.30 — 21.00 á Söstudögum. Lokað verður á laugardagsmorgnum. Tipparar, takið helgina snemma og mætið tímanlega með disklingana ykkar. Munið fél- agsnúmer ÍA, 300. Knattspynmfélag IA Körfuknattleiksfélag Akraness mundsson, Rakel Karlsdóttir, Berglind Fróðadóttir og Karl K. Kristjánsson. Ekki má gleyma Birni Grímssyni, sem setti hnokkamet í 100 m fjórsundi og bætti gamla metið um meira en 4 sek. „Ég gerði ekki ráð fyrir mikl- orði sagt frábær," sagði Steve. Alls lentu Skagamenn í 1.-4. sæti í rúmlega 40 skipti á mótinu. „Það er erfitt að geta allra sem stóðu sig vel á þessu móti en þó verð ég að bæta við nöfnum Ingu Magnýjar Jónsdóttur, Maríu Katrínar Jósefsdóttur, Önnu Sól- veigar Smáradóttur og Ólafs Arnar Ottóssonar. Öll stóðu þau sig með miklum sóma og bættu sig mikið." um framförum eldri sundmann- anna á þessu móti þar sem þeir hafa verið í erfiðum æfingum. Því kom það skemmtilega á óvart að margir þeirra skyldu bæta sig, ss. Berglind Valdimars- dóttir, Óskar Örn Guðbrands- son, Garðar Örn Þorvarðarson og Sigurlaug Karen Guðmunds- dóttir. Frammistaða Berglindar V. í 100 m baksundinu var í einu Glæsilegt hjá Berglindi F. Það er ekki asinn eða æði- Vart er að efa að hún á eftir að rækt við æfingar eftirleiðis og innbyrðis í tvær vikur. Sá hópur sem nær hærra samanlögðu skori fer áfram í næstu umferð. Fjöldi raða verður hámarkaður við 216 raðir á opnum seðli, þ.e. þrír þrítryggðir leikir og þrír tví- tryggðir. Fyrstu verðlaun verða fjórir ársmiðar á heimaleiki Skaga- manna í sumar en önnur verð- laun eru málsverður fyrir fjóra á Strompinum. Ýmsar nýjungar eru á döfinni í getraununum að sögn Hafsteins. Hann sagði þjónustu við áhafnir skipa á hafi úti hefjast fljótlega. Jafnframt er ætlunin að bjóða þátttöku í svokölluðu „risakerfi“ á vegum ÍA. Þar verður tippað stórt og vinnustöðum og ein- staklingum gefinn kostur á að kaupa sér hlut í kerfinu. Þeir vinningar sem á kerfið kunna að koma skiptast þá jafnt á milli hluthafa í samræmi við framlag. bunugangurinn á henni Berglindi Fróðadóttur. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún taki stöðugum framförum í sundíþróttinni. Árangur hennar í Hafnarfirði um helgina var einkar glæsilegur eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Berglind sagðist í stuttu spjalli við Skagablaðið hafa byrjað að æfa sund átta ára gömul og fyrst verið undir handleiðslu Huga Harðarsonar, síðan Steve Cryer. „Mér finnst helst leiðinlegt að synda bringusundið en syndi hin- ar greinarnar jöfnum höndum,“ sagði hún. Berglind sagðist ekki telja æfingaálagið á sundfélags- krakkana of mikið. Æfa þyrfti vel til þess að ná árangri. Er hún varð spurð að því hvort aldrei sækti að henni leiði kvað hún við nei, en bætti svo við að stundum væri erfitt að vakna á morgunæfingar. Hún var fámál um markmið sín í framtíðinni en læddi því þó út úr sér svo lítið bar á að gaman væri að komast í sundlandsliðið síðar meir. banka á dyr þess leggi hún sömu hingað til. Steve Cryer ásamt Berglindi Fróðadóttur, sem tekur stórstígum fram- förum um þessar mundir. Þá er hún hafin úrslitakeppnin í getraunaleik Skagablaðsins eftir bráðabana Kötlu Hallsdóttur og Önnu Einarsdóttur um sæti í fjögurra manna úrslitum. Katla vann þá viðureign 7 : 5. Hún etur því kappi við þau Karl Þórðarson, Sigþóru Ársælsdóttur og Guðbjörn Tryggvason næstu tólf vikurnar. Fyrirkomulagið verður þannig, að skor 10 bestu viknanna gildir, þ.e. keppendur geta hent út árangri tveggja lökustu viknanna. Sigurvegarinn hlýtur að launum helgarferð með Samvinnuferðum/Landsýn fljótlega eftir að keppninni lýkur. Verði einhverjir keppendur efstir og jafnir verður gripið til bráðabana. Guðbjörn Karl Katla Sigþóra Bolton — Brighton X2 1X2 1 1 2 Bristol R. — Liverpool 2 2 2 2 Norwich — Millwall 1 1 1 1 Notts County — Blackburn 2 2 1 2 1 2 Oxford — Sunderland 2 1 X2 1X2 Sheff. Wed. —Middlesbrough 1 1 1 1 Brentford — Preston 1 1 1 1 Bury — Chester 1 1 1 1 Darlington — Bradford 1X2 1 2 2 2 Exeter — Fulham IX 1 2 IX 1 2 Hull City — Stoke City X2 1 2 X2 2 Shrewsbury — Huddersfield X2 IX 1X2 IX WB A — Swansea City 1 1 1 1

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.