Skagablaðið


Skagablaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 8
Skagablaðið Benedikt Jónmundsson, bœjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, afhendir Gísla Einarssyni, forseta bæjarstjórnar, fundarbjölluna fallegu. Gífurlegur mannfjöldi sótti afmælisfundinn á sunnudag. Hér sést hluti gestanna. Verðlaunahafarnir í samkeppninni um afmælislag. Frá vinstri: Bogi Sigurðsson, Ólafur Flosason og sigurvegarinn Sigurður P. Bragason. Bæjarstjóm minntist þess á sumudag að 50 ár vom liðin frá fyrsta fundi hennan Sönghópurinn Sólarmegin vann Bœjarstjórnin á hug og hjörtu gestanna. afmœlisfundinum. jölsótt háb'ðardagskrá Talið er að á sjönda hundrað manns hafi verið samankomin í hin- um nýja og glæsilega samkomusal Fjölbrautaskóla Vesturlands á há- tíðarfundi bæjarstjórnar Akraness. Fundurinn var haldinn til að minnast þess, að á sunnudag voru liðin nákvæmlega 50 ár frá því bæjarstjórn Akraness kom fyrst saman til fundar. J^agskráin hófst á því að Skóla þykkt var að koma þar fyrir nýj "hljómsveit Akraness lék nokkur lög undir stjórn Andrés- ar Helgasonar. Að vanda lék sveitin óaðfinnanlega. Því næst flutti Gísli Gíslason, bæjarstjóri og formaður afmælisnefndar, ávarp. Hann minntist frum- byggja bæjarins og sagði að á Akranesi hefði alltaf búið dug- legt fólk og svo myndi verða áfram. Hann minntist jafnframt heiðursborgara Akraness, sem báðir lifa í hárri elli, þeirra Þor- geirs Jósefssonar og séra Jóns M. Guðjónssonar. Að loknu ávarpi bæjarstjóra flutti sönghópurinn Sólarmegin þrjú lög. Flutningur hópsins var einkar skemmtilegur og í raun væri réttnefni að kalla hann „Sól- argeislann“. Þá tók við hátíðarfundur bæjarstjórnar — fundur nr. 743 — og ekki á hverjum degi sem bæjarfulltrúar verða þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa yfir 600 áhorfendur til þess að hlýða á mál sitt. Fundurinn var stuttur og laggóður en þar voru einkum til afgreiðslu tvær tillögur. Önnur tillagan laut að skóg- ræktarátaki í Skógræktinni. Sam- um leiktækjum, lýsa upp göngu- stíga og ganga frá tjörninni sem þar er, m.a. með tilkomu göngu- brúar. Hin fjallaði um starfslaun til bæjarlistamanns. Samþykkt var að úthluta sex mánaða launum til eins listamanns eða þriggja mán- aða launum til tveggja. Sækja þarf um starfslaunin og er skilyrt að styrkþegar sinni ekki annari vinnu á meðan þeir njóta laun- anna. Tilkynnt verður þann 17. júní hver eða hverjir hljóta starfslaunin. Áður en tillögurnar voru af- greiddar með níu samhljóða at- kvæðum hélt Gísli Einarsson, forseti bæjarstjórnar, stutta tölu og stiklaði á stóru í sögu bæjar- ins, allt frá landnámi til vorra daga. Kom margt fróðlegt fram í máli Gísla. Þeirra, sem sátu í fyrstu bæjarstjórn Akraness, var vottuð virðing með því að allir samkomugestir risu úr sætum. Þá afhentu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísla fagur- lega gerða fundarbjöllu í tilefni afmælisins og var hún vígð í lok fundarins er forseti bæjarstjórnar sleit honum formlega. í lok bæjarstjórnarfundarins afhenti Jón Trausti Hervarsson, formaður Kiwanisklúbbsins Þyrils, Gísla Einarssyni, forseta bæjarstjórnar, borðfánastöng greypta í grjót úr fjallinu Þyrli í Hvalfirði. Eftir stutt hlé á hátíðarfundin- um tók Skagaleikflokkurinn við og flutti hartnær klukkustundar- langa dagskrá með minningar- brotum og söng frá árinu 1942. Ennfremur sýndu nemendur úr dansskóla Jóhönnu Árnadóttur dans. Lokahnykkurinn í dagskrá var verðlaunaafhending fyrir bestu lögin í samkeppninni um lag í til- efni afmælisins. Fyrstu verðlaun hlaut Sigurður P. Bragason fyir lag sitt „Afmælisóður til Akra- nesbæjar." Önnur verðlaun hlutu þeir Ólafur Flosason og Árni Páll Jóhannsson fyrir lagið „Við Langasand“ og þriðju verð- laun hlaut Bogi Sigurðsson fyrir lagið „Ég man Akranes." Eftir að formlegri dagskrá iauk var gestum boðið upp á kaffi og risastóra afmælistertu, sem var einstaklega fallega skreytt. Það fór vel á því að Þorgeir Jósefs- son, annar tveggja heiðursbor- gara bæjarins, skyldi fá fyrstu sneiðina af kökunni. Jón Trausti Hervarsson, formað- ur Kiwanisklúbbsins Þyrils, af- hendir Gísla borðfánastöngina.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.