Skessuhorn


Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.08.1999, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 Si&ESSUIÍ&liM ' 2 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð. Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is Borgames: Borgarbraut 49 Sími: 430 2200. Fax: 430 2201. Netfang: skessuhorn@skessuhorn.is Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga. Utgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Blaðamaður: Augiýsingar: Prófarkalestur: Hönnun og umbrot: Prentun: Skessuhorn ehf. Magnús Magnússon, sími 852 8598 Gísli Einarsson, sími 852 4098 Kristján Kristjánsson, sími 892 4098 Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 430 2200 Silja Allansdóttir, Akranesi, sími 431 4222. Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri. Frétta- og útgáfuþjónustan. ísafoldarprentsmiðja hf. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðlð er geflð út í 4.000 elntökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur með vsk. Áskriftar- og augiýsingasími er 430 2200. Eins og fólk er flest Ég hef lengi verið gagnrýndur fyrir það af minni fjölskjddu að vera eldd eins og fólk er flest. Ég þyki afkáralegur í útliti, gam- aldags í hugsun og á flestan hátt á skjön við nútámann. Ég hlæ á vitlausum stöðum, tárast þegar það á ekki við og haga mér að sögn að flestu leyti öðru vísi en fólk hagar sér flest. Mér hefur að sjálfsögðu þótt þessi gagnrýni ómakleg og úr lausu lofti gripin því ég hef alla tíð verið sannfærður um að ég sé nánast eins og allir hinir. Það hefur meira að segja komið fyrir að ég hafi ruglast á sjálfum mér og næsta manni. Það var því kominn tími til að ég sannaði það í eitt skipti fyrir öll að ég væri yfirmáta venjulegur tmgur maður og að vel athuguðu máli valdi ég verslunarmannahelgina til verksins. Ég taldi það heppilegast að bregða mér á fjölmenna útihátíð því varla var hægt að hugsa sér betri stað til að vera eins og fólk er flest en einmitt þar sem fólldð er flest. Staðráðinn í því að hverfa í fjöldann og haga mér í einu og öllu eins og allir aðrir mætti ég á staðinn. Árangurinn lofaði líka góðu strax í byrjun. Ég þurfti ektí annað en að hálf- girða niður um mig buxumar, rífa skyrtuna og setja upp gömlu laxveiðigleraugun hans afa míns og þá var ég óþekkjanlegur ffá næsta manni. Ég komst fljótt upp á lag með að temja mér háttarlag annarra gesta á umræddri útihátíð sem ffaman af fólst að stóram hluta í dansi og söng. Ég á líka ffemur létt með dans og skarta söngrödd sem gefur reyndustu brekkusöngvurum ekkert effir. Mér gekk hinsvegar verr að kasta upp enda ektí nógu vel undir það búinn og einnig vafðist það fyrir mér að brjóta flöskur þar sem ég hafði í hugsunarleysi tetíð með mér plastílát. Það kom þó að því að ég áttaði mig á þeim grundvallarmistöfcum sem ég hafði gert. Þess ber að geta að ég hafði skilið farsímann effir heima í kotinu til þess að ég gæti ótruflaður einbeitt mér að verkefni helgarinnar, að vera eins og fólk er flest. Það voru þau grundvallarmistök sem lögðu allar mínar fyrirætlanir í rúst. Þetta undursamlega fjarskiptatætí var það sem sameinaði ung- linga á öllum aldri á þessu fagra ágústkveldi. Það er að segja alla nema mig. Enginn var svo gamaldags að yrða á annan mann milliliðalaust. Ef grípa þurfti til tjáskipta var því farsíminn tek- inn upp og þegar hann var kominn á eyrað var ekkert sem gat truflað samtalið. Hátíðargestir þurftu ekki einu sinni að leggja ffá sér símann til að þiggja einn á lúðurinn frá næsta manni og flestum líkamlegum þörfum sinntu þeir með tólið í höndunum. Þar sem ég stóð einn og yfirgefinn og úr öllu fjarskiptasam- bandi varð mér hugsað til þess hvernig fólk gat jþraukað heilu sveitaböllin hér áður fyrr án allrar fjartíptatælmi. I besta falli var ekki öðru til að dreyfa en einum sveitasíma sem var ektí einu sinni þráðlaus og hefur sjálfsagt þvælst fyrir í skottís og Óla skans. Á þeim tíma hafa trúlega flestir verið öðravísi en fólk er flest. Gísli Einarsson, ritstjóri. Gtsli Einarsson ekki eins ogfólk er flest S Oskað eftir bama- lækni við SA Foreldrar ungra barna safna undirskriftum Víða á Akranesi liggja ffammi undirskriftalistar þar sem foreldrar ungra barna eru hvattir til að skora á stjórn Sjúkrahúss Akraness að ráða barnalækni í að minnsta kosti 50% starf. Að sögn Sigurðar Olafs- sonar, framkvæmdastjóra Sjúkra- húss Akraness er starfandi bama- læknir í hlutastarfi við sjúkrahúsið og kemur hann að jafhaði tvisvar til þrisvar í mánuði. Fækkað hefur í starfsliði sjúkra- hússins vegna niðurskurðar og seg- ir Sigurður öllum umsóknum sjúkrahússins um ný stöðugildi hafa verið hafnað síðusm misseri. KK Akranes Sprenging á fasteignamarkaði Mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði Fasteignaviðskipti á Akranesi hafa verið mjög lífleg undan- fama mánuði, svo mjög að líkja má við sprengingu. Eftirspumin hefur verið mikil og stöðug ffá því í ársbyrjun og ekkert lát á henni þótt venjulega sé fast- eignasala í lægð yfir sumarmán- uðina. Mest er effirspumin effir blokkaríbúðum en framboðið hefur verið lítdð. Slegist em um þær sem koma á markaðinn og dæmi eru um að söluverð hafi verið hærra en ásett verð. Hækkandi fasteignaverð „Það er óhætt að segja að algjör sprenging hafi orðið,“ segir Daníel Rúnar Elíasson, fasteignasali á Akranesi. ,Mikil sala hefur verið í öllum flokkum fasteigna." Daníel Rúnar segir sérhæðir og einbýli hafa undanfarin ár verið frekar þung í sölu á Skaganum en þessar eignir renni út um þessar mundir. Hann segir fasteignaverð hafa hækkað um 10-15% að undanförnu en það sé þó dálítið misjafht effir flokkum. Eldri eignir haldi betur verði og fátítt sé að verðinu sé náð niður með lágum kauptilboðum. Soffía Magnúsdóttir fasteignasali tekur í sama streng og segir þetta ævintýri líkast. Hún segir að marg- ar eignir hafa selst sem ekki höfðu hreyfst um skeið og eignum á sölu- skrá hafi snarfækkað. Segir hún greinilegt að vegna lítils ffamboðs á leiguhúsnæði neyðist fólk hrein- lega til að kaupa sér húsnæði því annað bjóðist ekki. Mikil effirspurn er effir leigu- húsnæði á Akranesi og hefur leiga á almennum markaði hækkað um- talsvert síðustu mánuði. Nánast ekkert framboð er og þeir fáu sem hafa auglýst íbúðir til leigu fá margar fyrirspurnir. Dæmi er um að á milli 15 og 20 aðilar hafi sóst effir einu og sömu íbúðinni. KK Bifhjólamenn á hraðferð Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í síðustu viku tvo ökumenn bifhjóla sem ekki gáfu sér tíma til að greiða vegtollinn í Hvalfjarðargöngin. Skýringin sem bifhjólakapparnir gáfu var að þeim hefði legið svo mikið á að þeir hefðu ekki haft tíma til að greiða gjaldið. Sannaðist hið fomkveðna að best er að flýta sér hægt því tafirnar sem urðu á ferð ökumanna bifhjólanna vegna af- skipta lögreglunnar urðu töluvert meiri en ef þeir hefðu gert þann stutta stans sem þarf til að greiða veggjaldið. KK •** Ferðamanna- vegur á útnesinu í haust verður boðin út end- urbygging á Útnesvegi milli Arnarstapa og Hellna um 2 -3 km. Verkið er ekki á vegaáætl- un heldur er um að ræða aukafjárveitingu vegna ferða- mannastaða, Framfevæmdum á að Ijúka næstasumar C' F Húsnæðismiðlun FVA Agætt framboð afherbergium íbúðaleigumarbður er erf- iður á Aferanesi um þessar mundir en að sögn Ingu Harðardóttur sem stýrir hús- næðismiðlun Fjölbrautaskól- ans er enginn hörgull á her- bergjum til leigu. Nemar við FVA sem fengu ekki inni á vistinni þurfa því ekki að ótt- ast húsnæðisskort á komandi hausti. Inga segir lítið um það að nemendur leigi sér íbúðir saman og langflestir leigi sér herbergi. „Það er ekki búið að ganga endanlega ffá málunum en ljóst að hægt verður að leysa úr málum allra nemenda sem ekki fengu pláss á vist- inni,“ sagði Inga Harðardótt- ir. K.K Svipað atvinnuástand Meðalfjöldi atvinnulausra á Vesturlandi er nú um 60 eða um 0,8% af áæduðum mann- afia. Þetta er svipað og mæld- ist í maímánuði en 44,6% minna en í júnímánuði sl. ár. Atvinnuleysi karla er aðeins hálft prósent en 1,1% af vinnufærum konum eru án at- vinnu í kjördæminu. -MM .. . ' ' "■ . .■ : Guðlaugur í Nautastöðina Guðlaugur Antonsson ráðunautur Búnaðarsamtaka Vesturlands hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Nauta- stöðvarinnar á Hvanneyri til fjögurra ára. Sveinbjörn Eyjólfsson sem gegnt hefur starfinu undan- farin ár hefur fengið launa- laust leyfi næstu fjögur árin þar sem hann gegnir nú starfi aðstoðarmanns landbúnaðar- ráðherra. Guðlaugur er bú- settur á Hvanneyri. G.E. ú styttist í að umhverfisverðlaun Vesturlands verði veitt. Tökum hví til hendinni í góða

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.