Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 26.10.2000, Blaðsíða 9
aaaBMiitawwaCT FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 2000 9 Markaðsfulltrúi Akraness Mælt með Jakobi Þór Fjórtán sóttu um stöðu mark- aðsfulltrúa á Akranesi sem auglýst var á dögunum. Atvinnumála- nefnd Akraness boðaði sjö um- sækjendanna á sinn fúnd til við- ræðna, en það voru Jakob Þór Haraldsson, Seltjarnarnesi, Bjarndís Hannesdóttir, Reykjavík, Jóhannes Egilsson, Reykjavík., Jón Viðar Stefánsson, Reykjavík, Karen Emilía Jónsdóttir, Akra- nesi, Rakel Oskarsdóttir, Akranesi og Anna Elísabet Jónsdóttir, FVAá heimasíðu ENIS Fjölbrautaskóli Vesturlands hefúr verið í hópi svokallaðra ENIS-skóla síðan á síðasta ári, en það eru skólar í Evrópu sem eru í fararbroddi í upplýsinga- tækni. Samtals eru skólarnir 400, þar af 8 íslenskir; 5 fram- haldsskólar og 3 grunnskólar. Á heimasíðu ENIS fymim.en.mn.org/mis/enis-Ttuiin.html) er vísað í heimasíðu íslensku skólanna og er merki FVA notað sem einkenni. Tengiliður ENIS á Islandi er Harpa Hreinsdóttir, en hún er kennari við skólann. Auk FVA er Flensborgarskólinn ENIS-skóli og þrír svokallaðir þróunarskólar; Fjölbrautaskól- inn við Ármúla, Menntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn á Selfossi. Skólastjómendur grunnskólanna á Vesturlandi komu nýverið í árlega heimsókn sína til Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem þeir fúnduðu með skólameistara og aðstoðar- skólameistara FVA. A fundinum var meðal annars rædd tilraun sem gerð var á síðustu önn þar sem nemendur sem þóttu skara fram úr í 10. bekk áttu þess kost að taka tvo áfanga í FVA. Hörður Helgason, aðstoðar- skólameistari, segir að tilraunin hafi tekist vel. “Um tvo áfanga var að ræða, ensku 103 og stærðffæði 103. Enskuna tóku tíu manns úr Akranesi. Á fundi atvinnumála- nefúdar sl. föstudag var samþykkt að mæla með ráðningu Jakobs Með tilkomu nýju námsskrárinn- ar er kveðið á um inntökuskilyrði í framhaldsskóla sem taka gildi næst haust. Fjölbrautaskóli Vesturlands er þar engin undantekning en að sögn Harðar Helgasonar, aðstoðar- skólameistara, hafa ekki verið nein formleg inntökuskilyrði í skólann fyrr. Farið verður eftir einkunnum á samræmdum prófum svo og svo- kallaðri skólaeinkunn. Inntökuskil- yrðin eru þó mismunandi eftir brautum. “Það verða inntökuskil- yrði inn á allar brautir nema al- menna braut” segir Hörður. “Sú braut er í þróun og meiningin er að í skólanum verði boðið upp á al- menna braut í ýmsum útfærslum þar sem námið væri eitt til tvö ár. Það er hópur hér í skólanum sem fjórum grunnskólum og allir nem- endur stóðust prófið. Það voru hins vegar 13 manns í stærðfræðinni úr sex skólum og þar af náðu 12. Nemendurnir voru eiginlega utan- skóla hjá okkur undir eftirliti grunnskólanna og komu svo hérna og tóku próf í vor. Þetta var nú til- raun og á fundinum voru menn sammála um að ýmislegt mætti laga. Málið er í biðstöðu núna því framhaldið veltur á kjarasamning- um kennara. En það er fullur vilji fyrir því bæði hjá okkur og grunn- skólunum að halda þessu áfram.” Þórs Haraldssonar, Seltjarnar- nesi, í starfið. er að vinna við að þróa brautina í samvinnu við framhaldsskóla Suð- urlands og Suðumesja í þróunar- verkefni og það mun verða í gangi í vetur.” SOK Mozart flytur Hárgreiðslustofan Mozart ehf. sem hefur frá upphafi verið til húsa að Kirkjubraut 6 verður flutt á næstunni. Eklá er þó um langa vegalengd að ræða því stofan verður flutt yfir götuna í húsnæði það sem Betri búðin var í þar til fyrir skömmu, eða Kirkjubraut 1. Að sögn Stefaníu Sigurðardóttur, sem er einn af eigendum hárgreiðslustofunnar, hefur nú þegar verið gerður leigusamningur til þriggja ára. “Það er mun hagstæðara fyrir okkur á allan hátt að vera á jarð- hæð” segir Stefanía um ástæður flutninganna, en Mozart er nú á annarri hæð. “Utitröppurnar sem liggja upp að hárgreiðslu- stofunni hafa gert mörgum að- gengið erfitt, sérstaklega þegar er hálka. Við ætlum að leigja nýja húsnæðið til að byrja með og sjá svo til. Stefnan er að opna stofuna á nýjum stað í kringum 15. nóvember.” SÓK SÓK Tilraunin tókst vel KK Ný inntökuskilyrði Hjörtur J Hjartarson áuglýsingastjöri Skessuhorns hefur flutt skrifstofuaðstöðu sína að Kirkjubraut 3 Akranesi. Þeir sem þurfa að koma auglýsingum til Hjartar er bent á skrifstofusíma 431 4222 eða 864 3228. Auglýsendum sem vilja panta sér pláss í blöðunum til jóla er bent á að gera það fyrr en síðar og munið áð H jörtur er einkar samningslipur maður. Verið velkomin! Auglýsingadeild Skessuhorns. . Samfylkingin Samfylkingin á Vesturlandi heldur fund í Rein á Akranesi sunnudagin 29. október kl. 14:00 Dagskrá: I Sameiginlegar tillögur stjóma Samfylkingar- félaganna f Norðvesturkjördæmi um stofnun kjördæmisráðs. a. Tillaga að lögum b. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð 2. Kosning fulltrúa í verkalýðsmálaráð og flokksstjórn Samfylkingarinnar 3. Almennar umræður 4. Önnur mál Tilkynning frá sýslumanninum íBorgarnesi Samkvæmt 1. mgr. 16 gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignahús skal gera eignarskiptalýsingu um öll fjöleignahús, enda liggi ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. 14. mgr. sömu greinar er það gert að skilyrði þinglýsingar eignayfirfærslu fjöleignahúss eða hluta þess að eignaskipta- yfirlýsing liggi fyrir og að eignayfirfærslan sé í samræmi við hana. Frá 1. janúar 2001 verður eignayfirfærslu í fjöleignahúsi ekki þinglýst nema fyrir liggi eignaskiptayfírlýsing og eignayfírfærslan sé í samræmi við hana. í þeim tilvikum þar sem þinglýstur eldri eignaskiptasamningur er fyrir hendi, sem ekki er fullnægjandi, er nægjanlegt að eigendur láti gera nýja eignaskiptayfirlýsingu þegar eignarhluti í húsinu verður seldur. Listi yfir þá sem leyfi hafa til að gera eignaskiptayfirlýsingar er að finna á heimasíðum félagsmálaráðuneytisins: http://www.stjr.is. 25. október 2000 Sýslumaðurinn íBorgarnesi Landhúnaðarháskólinn á Hvanneyri Bókari Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri óskar eftir að ráða bókara til starfa frá og með 20. nóvember nk. Helstu verksvið eru fjármunavarsla sjóðs- og bankareikninga, merking og færsla bókhaldssamkipta við ríkisbokhald vegna bókhalds skólans svo og almenn gjaldkerastörf. Menntun á sviði bókhalds- og rekstrarfræða æskileg. Um er að ræða framtiðarstarf. Nánari upplýsingar um starfið era veittar á skrifstofu Landbúnaðarháskólans. Umsóknir, ásmnt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist: Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, 311 Borgarnesi, fyrir 5. nóvember nk. Meirapróf leigubifreið • vörubifreið • hópferðabifreið • eftirvagn Fyrirhugað er að halda námskeið til aukinna ökuréttinda á Grundarfirði og/eða Stykkishólmi ef næg þátttaka fæst. Aukin réttindi = Auknir atvinnumöguleikar Skráningar í símum 5811919, 892 4124 og 898 3810 Visa og Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða ÖKUSKOLI VII »rt;i ■ AltKIN OKllftrTTINftl LGfGUBIPREID - VÖRUBIFREID - HÚPBIFREID

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.